Mímir - 01.06.1996, Page 47
Friðriks A. Friðrikssonar sem gefin voru út fyrir
nokkrum árum. Þar sjáum við Jóhann gjarnan
standa álengdar eins og barn sem virðir fyrir sér
furður veraldarinnar.
Jóhann umgekkst skáld og listamenn í Leipzig.
Ætla má að seinni kona hans, Elisabeth Goehls-
dorf sem sjálf var listhneigð, hafi kynnt hann fyrir
mörgum kunningjum sínum og vinum. Heimildir
eru um að Jóhann hafi fallið vel inn í hóp þýskra
listamanna og að hann hafi eignast trausta vini
meðal þeirra. M.a. er frægt hve góður upplesari
hann þótti, bæði á þýsku og íslensku. Af þessu má
ætla að Jóhann hafi bæði beint og óbeint orðið
fyrir áhrifum af listrænu andrúmslofti samtímans,
ekki síst af expressjónismanum sem þá hafði náð
hátindi í Þýskalandi. Freistandi er að spyrja hvort
expressjónískra áhrifa gæti t.d. í Söknuði.
Expressjónísk orðanotkun í Söknuði
Segja má að Jóhann hafi allan tíma sinn í Þýska-
landi verið að leita sátta milli hugmyndaheims
æskulandsins og landsins sem fóstraði hann. Eins
og áður er komið fram er leitin á heildina litið
árangurslaus; undantekning er þó ljóðið Söknuð-
ur. í ljósi þess hve ljóðið er frumlegt er freistandi
að spyrja um expressjónískar rætur þess. Sérstak-
lega er í þessu tilliti aðlaðandi að skoða ljóðstfl-
inn, notkun einstakra orða.
í Söknuði er tekist á við lífslygi og leiðindi eins
og í mörgum expressjónískum ljóðum og Jóhann
er ekki síður miskunnarlaus í greiningu á samtím-
anum en expressjónistar. Hann lýsir sljóleika, fá-
breytni og eintóna tilveru með orðum sem rífa í
hlustir, stinga í augu. í Söknuði er fjallað um hálfa
skynjun, hugsanir og tilfinningar eru sundraðar,
(„leiðindin virðast ... sefast“, „vér áttum oss ...
til hálfs“, „svefnrofum líkist“). Þrátt fyrir sundur-
virkni í aðstæðum ljóðsins beinast orðfæri og stfll
að því að skilja eftir heila og gagntakandi skynjun í
huga lesandans.
Ymis sagnorð Saknaðar eru dýnamísk, en
hreyfing og kraftur eru einmitt einkenni á ex-
pressjónískum Ijóðum. („þutu“, „falla“, „blæs“,
„höldum áfram“). Og seinasta orð ljóðsins kallar
á áframhaldandi hreyfingu og átök, meginvið-
fangsefninu er fleygt út í tómið. Spurningin hlýtur
ekki endanlegt svar, miklu frekar felur hún í sér
endalaust bergmál.
Til þess að vekja lesandann beitir Jóhann tung-
unni líkt og expressjónistar. Hann slítur orð úr
venjulegu samhengi, raðar þeim saman á nýstár-
legan hátt, ljær þeim frumleg merkingarbrigði, og
smíðar jafnvel ný. Þessi aðferð er vel þekkt meðal
expressjónista og minnir hér að ýmsu leyti á hið
fræga ljóð Freudenhaus eftir Stramm.
Söknuður birtist fyrst í Vöku árið 1928. Þótt fátt
segi af almennum viðbrögðum við kvæðinu vakti
það a.m.k. athygli hjá bókmenntamönnum. Að-
spurður um það hvort ritstjórn Varðar hefði þótt
Söknuður nýstárlegt hefur Kristján Albertsson
sagt: „Jú, algjörlega, algjörlega. Algjört nýja-
bragð. Það hafði ekkert birst sem var neitt líkt
þessu áður. Enda hristu sumir höfuðið, sko —
vantaði þetta hefðbundna form á kvæði, þetta var
í lausara formi.“
Líklegt má telja að frumleikinn í Söknuði sé
ekki jafnaugljós lesendum tíunda áratugarins og
lesendum ársins 1928. Tungumálið hefur breyst og
skilningur á frumlegri orðnotkun í ljóðinu dofnað.
Færa má rök fyrir því að sumt af því upprunaleg-
asta í orðalagi kvæðisins sé nú orðið að hvers-
dagstuggu, hálfdauðu myndmáli.
45