Mímir - 01.06.1996, Side 43

Mímir - 01.06.1996, Side 43
Já, ég hugsa að þú getir alveg séð eitthvert mynstur. Hún er alveg örugglega tvígift og tvískil- in og á tvö börn, það er alveg á hreinu, og hefur verið lengi í útlöndum og svona. En ég vona að hún sé ekki bara ég og mér hefur líka fundist hún hafa aðeins víðari skírskotun. Mér hefur heyrst að fólk, eða konur sérstaklega, taki svolítið til sín það serþ ég er að segja um þessa konu. Stundum tekst manni að hitta á augnablik, þegar það vill svo til að maður er staddur á ein- hverri línu sem fleiri eru staddir á í það og það skiptið. Maður álpast inn á eitthvert hugarástand sem margir eru staddir í. Til dæmis með „Nostalg- íu“, ég hef fundið fyrir því að fólki finnst þetta vera einmitt það sem það sjálft var að hugsa á þessum sama tíma. Þá er þetta eitthvað sem er í Ioftinu. FRELSIÐ Ég neita því ekki: frelsið er dýrkeypt. Notalegra að ylja tærnar á gamalkunnum karlmanni í bólinu og vita alltaf hvað kemur næst. Þægilegra að þurfa ekki að taka ákvarðanir. Gott að segja: þú ræður elskan. Ég neita því ekki: öryggiskenndin var sæl. (Orðspor daganna) Samskipti karla og kvenna verða þér víða að yrkisefni og ástin sem stundum er Ijúf og góð. En ánægju hjónabandsins er þó oftar en ekki stillt upp sem andstœðu við frelsi kvenna. Fer þetta tvennt illa saman? Þaö þarf kannski ekkert að gera það. Samt er það algeng reynsla, ekki bara hjá mér, að hjóna- band sé eitthvað allt annað en frelsi, að þetta öryggi sem ástin eða hjónabandið bjóða upp á verði andstæða frelsisins. Maður getur verið svo ófrjáls tilfinningalega, eins og Vita Andersen sagði, „í klóm öryggisins“. Það er ekkert endilega þannig að frelsið sé svo miklu betra, það þarf ekkert að vera. En þetta er togstreita sem er dálít- ið gaman að hugsa um. HEIMKOMA I draumi hafði það risið úr hafi hvítt og blátt nú kemur það til mín lyngrautt í raunveru sinni moldbrúnt og fyllir vit mín blóðbergsilmi og berja. (Pangaö vil ég fljúga) Höfuð konunnar hefst á œttjarðarljóði og þú hafðir reyndar ort nokkur slík áður. Hvernig er að yrkja inn í jafnsterka hefð og slík Ijóð eiga sér? Heldurðu að œttjarðarljóð verði alltaf ort á ís- landi? Þetta ættjarðarljóð sem Höfuð konunnar byrjar á þykist nú vera svolítið að andæfa þessari hefð. Það byrjar á: „Ég segi þér ekkert um landið, ég syng engin ættjarðarljóð.“ En auðvitað er það samt ættjarðarljóð, það er bara að reyna að vera pínulítið öðruvísi, kannski einmitt út af þessari sterku hefð. En kveikjan að því ljóði var einmitt hástemmt og orðmargt ættjarðarljóð sem ég heyrði flutt einhvers staðar. Eftir það fór þetta ljóð að gerjast í mér sem andóf. Hitt ljóðið, þetta sem ég hlustaði á og er ekkert að segja hvað var, það var akkúrat í þessari hefð, í þessari karlmann- legu ættjarðarljóðahefð. Ég er ekkert voðalega hrifin af henni, þótt sum slík ljóð höfði til mín. Þegar ég var að byrja að yrkja var Snorri Hjartar- son í miklu uppáhaldi hjá mér, og er það reyndar enn, og hans ættjarðarljóðastíll höfðar mikið til mín. Ég vona að það verði alltaf ort ættjarðarljóð á íslandi, einhver ættjarðarljóð, þau þurfa ekki að vera öll í gömlum stíl. Það er ekki hægt að lifa á þessu landi án þess að þykja dálítið vænt um það. HÖFUÐ KONUNNAR Höfuð konunnar er ekki þungt Höfuð konunnar er mjallhvítur dúnmjúkur hnoðri Höfuð konunnar siglir á skærbláum sunnudagshimni og hlær (Höfuö konunnar) 41

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.