Mímir - 01.06.1996, Side 36
Tafla 5.1.
Áherslu-
sérhljóð a e i O u y 0 9 9
skrifað i 320 322 326 217 142 141 64 21 126
skrifað e 180 132 58 57 25 41 15 3 71
Áherslu-
sérhljóð au ei ey #
skrifað i 13 88 26 2
skrifað e 3 23 9 33
Þessi tafla sýnir að i er oftast skrifað á eftir i, í
áhersluatkvæði. Það er þó ekki fjöldinn sem skipt-
ir megin máli hér, heldur hlutfallið á milli fjölda
tilvika þar sem i er skrifað á eftir i, í áhersluat-
kvæði, og fjölda þeirra tilvika þar sem e er skrifað.
Ef þessi hlutföll eru borin saman fæst eftirfar-
andi tafla, byggð á töflu 5.1.38
Tafla 5.II.
Áherslu-
sérhljóö a e i o u y ei ey
% skrifað i 64 71 85 79 85 77,5 79 74
% skrifað e 36 29 15 21 15 22,5 21 26
100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%
Fljótt á litið virðist þessi tafla staðfesta hug-
myndir Floms, og þar með Hægstads og Seips, um
sérhljóðasamsvörun, þar sem taflan sýnir hærra
hlutfall af i á eftir nálægu sérhljóðunum i, u, y og
tvíhljóðinu ei. Þegar taflan er skoðuð nánar sést
að það skiptir í raun ekki neinu máli.
Þar sem i er almennt farið að ná yfirhöndinni, á
eftir hverju áherslusérhljóði fyrir sig, er munurinn
á dreifingunni ekki það mikill að hægt sé að tala
um sérhljóðasamsvörun. Að vísu er hér um nokk-
ur prósent að ræða, en tilviljun getur ráðið slíkum
mun. Auk þess fær það ekki staðist að sérhljóða-
samsvörun finnist í svo litlum hluta bókarinnar, ef
tekið er mið af því að hún sé rituð af einum
skrifara.
Tafla 5.II. sýnir því einungis að í vissum hlutum
bókarinnar er oftar skrifað i í stað e, sem annars er
ríkjandi venja skrifarans.39 Þetta staðfestir því
hvorki kenningar um sérhljóðasamsvörun, né
kenningu Hreins.
5.1.2.
I umfjöllun Andreu van Weenen er líka minnst
á fjölda tilvika með i í þeim hlutum bókarinnar
sem ekki er fjallað um sérstaklega, þ.e. þeim hlut-
um bókarinnar sem umfjöllunin í 5.1.1. nær ekki
yfir.40
Andrea gefur ekki upp heildarfjölda tilvika þar
sem [1] kemur fyrir. Hún segir einungis að í þess-
um hlutum bókarinnar sé e yfirleitt ritað en gefur
ekki upp fjölda tilvika. Hún gefur bara upp fjölda
tilvika þar sem i er skrifað og birtir fjölda þeirra
tilvika þar sem i er skrifað á eftir i, í áhersluat-
kvæði.
Af þeim 429 skiptum sem i er skrifað í áherslu-
leysi, er það skrifað á eftir i, í áhersluatkvæðinu á
undan, í 322 skipti. Þ.e. í 75% þeirra skipta sem i
er skrifað, stendur það í atkvæði á eftir i.
Þetta er að vísu ekki alveg marktækt, þar sem
upplýsingar um fjölda tilvika með e vantar. Þrátt
fyrir það hljóta þessar upplýsingar að gefa nokkra
vísbendingu um að skrifarinn skrifi i, í áherslu-
leysi, einkum á eftir i sem er í fullu samræmi við
kenningu Hreins Benediktssonar.
5.2. Um [U]
I Stokkhólmshómilíubókinni er venjulega skrif-
að o fyrir [U].41 í allri bókinni eru aðeins 65 dæmi
um að u sé skrifað fyrir [U].42
Því miður er ekki gefinn upp heildarfjöldi
þeirra tilvika þar sem [U] kemur fyrir. Það hefði
a.m.k. gefið vísbendingu um innbyrðis hlutfallið á
milli fjölda tilvika með u og fjölda tilvika með o.
Aftur á móti má draga þá ályktun að í svo stórri
bók hljóti 65 tilvik með u að vera allt of lítið til að
byggja tölfræðilegar upplýsingar á.
Eins og sagði í 3.2.2. og 3.2.3., verður breyting-
in í kerfi áherslusérhljóða sem hafði áhrif á táknun
[U] í áhersluleysi síðar en breytingin sem hafði
áhrif á táknun [I]. Þess vegna ætti að skoða nokk-
uð yngri handrit þegar breytingin o> u er skoðuð.
6.0. Niðurstöður
6.1. Breytingin e > i
Segja má að kenning Hreins Benediktssonar
komi vel heim og saman við breytinguna e > i.
Það sem fram kom í 4.1. staðfesti, eins langt og
það nær, að breytingin á sér stað einkum á eftir
/i,í/ í áhersluatkvæðinu á undan.
Hómilíubókin staðfestir kenninguna einnig. Þó
svo að þær upplýsingar sem koma fram í 5.1.2. séu
ekki fullnægjandi, gefa þær samt sem áður sterka
vísbendingu um að kenningin standist.
34