Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 36

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 36
Tafla 5.1. Áherslu- sérhljóð a e i O u y 0 9 9 skrifað i 320 322 326 217 142 141 64 21 126 skrifað e 180 132 58 57 25 41 15 3 71 Áherslu- sérhljóð au ei ey # skrifað i 13 88 26 2 skrifað e 3 23 9 33 Þessi tafla sýnir að i er oftast skrifað á eftir i, í áhersluatkvæði. Það er þó ekki fjöldinn sem skipt- ir megin máli hér, heldur hlutfallið á milli fjölda tilvika þar sem i er skrifað á eftir i, í áhersluat- kvæði, og fjölda þeirra tilvika þar sem e er skrifað. Ef þessi hlutföll eru borin saman fæst eftirfar- andi tafla, byggð á töflu 5.1.38 Tafla 5.II. Áherslu- sérhljóö a e i o u y ei ey % skrifað i 64 71 85 79 85 77,5 79 74 % skrifað e 36 29 15 21 15 22,5 21 26 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% Fljótt á litið virðist þessi tafla staðfesta hug- myndir Floms, og þar með Hægstads og Seips, um sérhljóðasamsvörun, þar sem taflan sýnir hærra hlutfall af i á eftir nálægu sérhljóðunum i, u, y og tvíhljóðinu ei. Þegar taflan er skoðuð nánar sést að það skiptir í raun ekki neinu máli. Þar sem i er almennt farið að ná yfirhöndinni, á eftir hverju áherslusérhljóði fyrir sig, er munurinn á dreifingunni ekki það mikill að hægt sé að tala um sérhljóðasamsvörun. Að vísu er hér um nokk- ur prósent að ræða, en tilviljun getur ráðið slíkum mun. Auk þess fær það ekki staðist að sérhljóða- samsvörun finnist í svo litlum hluta bókarinnar, ef tekið er mið af því að hún sé rituð af einum skrifara. Tafla 5.II. sýnir því einungis að í vissum hlutum bókarinnar er oftar skrifað i í stað e, sem annars er ríkjandi venja skrifarans.39 Þetta staðfestir því hvorki kenningar um sérhljóðasamsvörun, né kenningu Hreins. 5.1.2. I umfjöllun Andreu van Weenen er líka minnst á fjölda tilvika með i í þeim hlutum bókarinnar sem ekki er fjallað um sérstaklega, þ.e. þeim hlut- um bókarinnar sem umfjöllunin í 5.1.1. nær ekki yfir.40 Andrea gefur ekki upp heildarfjölda tilvika þar sem [1] kemur fyrir. Hún segir einungis að í þess- um hlutum bókarinnar sé e yfirleitt ritað en gefur ekki upp fjölda tilvika. Hún gefur bara upp fjölda tilvika þar sem i er skrifað og birtir fjölda þeirra tilvika þar sem i er skrifað á eftir i, í áhersluat- kvæði. Af þeim 429 skiptum sem i er skrifað í áherslu- leysi, er það skrifað á eftir i, í áhersluatkvæðinu á undan, í 322 skipti. Þ.e. í 75% þeirra skipta sem i er skrifað, stendur það í atkvæði á eftir i. Þetta er að vísu ekki alveg marktækt, þar sem upplýsingar um fjölda tilvika með e vantar. Þrátt fyrir það hljóta þessar upplýsingar að gefa nokkra vísbendingu um að skrifarinn skrifi i, í áherslu- leysi, einkum á eftir i sem er í fullu samræmi við kenningu Hreins Benediktssonar. 5.2. Um [U] I Stokkhólmshómilíubókinni er venjulega skrif- að o fyrir [U].41 í allri bókinni eru aðeins 65 dæmi um að u sé skrifað fyrir [U].42 Því miður er ekki gefinn upp heildarfjöldi þeirra tilvika þar sem [U] kemur fyrir. Það hefði a.m.k. gefið vísbendingu um innbyrðis hlutfallið á milli fjölda tilvika með u og fjölda tilvika með o. Aftur á móti má draga þá ályktun að í svo stórri bók hljóti 65 tilvik með u að vera allt of lítið til að byggja tölfræðilegar upplýsingar á. Eins og sagði í 3.2.2. og 3.2.3., verður breyting- in í kerfi áherslusérhljóða sem hafði áhrif á táknun [U] í áhersluleysi síðar en breytingin sem hafði áhrif á táknun [I]. Þess vegna ætti að skoða nokk- uð yngri handrit þegar breytingin o> u er skoðuð. 6.0. Niðurstöður 6.1. Breytingin e > i Segja má að kenning Hreins Benediktssonar komi vel heim og saman við breytinguna e > i. Það sem fram kom í 4.1. staðfesti, eins langt og það nær, að breytingin á sér stað einkum á eftir /i,í/ í áhersluatkvæðinu á undan. Hómilíubókin staðfestir kenninguna einnig. Þó svo að þær upplýsingar sem koma fram í 5.1.2. séu ekki fullnægjandi, gefa þær samt sem áður sterka vísbendingu um að kenningin standist. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.