Mímir - 01.06.1996, Síða 31
Hægstad minnist líka á að stafsetningin i-o hafi
reglulega verið notuð í íslenskum handritum, á
tímabili.i * * * * 6 Það skýrir Hægstad ekki.7 Hann telur
breytinguna e-o > i-u einungis stafsetningarlegs
eðlis fyrir áhrif frá norsku og útskýrir ekki staf-
setninguna i-o.
2.1.2.
Didrik Arup Seip8 tekur undir skoðun Hæg-
stads um að breytingin sé stafsetningarlegs eðlis
og gefur eftirfarandi yfirlit um skoðanir sínar á
þessu efni:
1. Isl. talemál har altid hatt i-u (Hægstad).
2. Skrivem&ten e-o har grunnlag i sprvestnorsk
skrift.
3. Stundom forekommer i-o, men vi vet ikke sikk-
ert hvilket grunnlag denne skrivemáten har.
4. Alt i 12. há. ser vi merker i isl. av norsk skrive-
stikk med vokalharmoni.
5. Med pávirkning fra norsk skriftmpnster med
vokalharmoni, og især fra isl. talemál med i og
u, kommer i-u mer inn i isl. skriftsprák i annen
halvdel av 13. há.
En eins og Hægstad getur Seip ekki útskýrt
hversvegna stafsetningin i-o tíðkast í sumum
handritum.
3.0. Hljóðbreyting hjá stuttum
áherslusérhljóðum
Fyrsta málfræðiritgerðin hefur gefið mönnum til-
efni til að ætla að hljóðönin í áhersluleysi, á ritun-
artíma hennar, hafi verið a, e og o, sem má setja
upp í kerfi á þennan hátt:9
e o
a
Hljóðgildi þessara þriggja áherslulausu hljóð-
ana munu hafa verið eitthvað á þessa leið:
[1] [U]
[a]
Síðar átti sér stað sú breyting að hljóðön í
áhersluleysi voru táknuð með i og u í stað e og o.
Eftir þá breytingu leit kerfi áherslulausra sér-
hljóða út eins og það gerir núna:
i u
a
Þetta útilokar að hljóðön í áhersluleysi hafi
alltaf verið i, u og a, eins og Hægstad og Seip vildu
meina. Stafsetningin i-o bendir til þess að breyt-
ingarnar e > i og o > u hafi ekki verið samstíga,
þ.e. að breytingin o > u hafi verið seinna á ferð en
e > i, en hvorugur þeirra útskýrir það.
Útfrá þessu má ljóst vera að hvorki Hægstad né
Seip geta haft rétt fyrir sér. Skýring þessarra
breytinga hlýtur að vera önnur.
3.1. Ný hugmynd um hljóðbreytingu
I grein sinni The unstressed vowels ofold Icelan-
dic skoðar Einar Haugen þetta vandamál. Þar
kernur hann fram með þá hugmynd að hljóðbreyt-
ing í kerfi stuttra, frammæltra áherslusérhljóða
hafi haft áhrif á táknun áherslulausa sérhljóðans
[I].10
In terms of the stressed vowel system this ment a
shift from a three-vowel series to a two-vowel ser-
ies:
Stressed Unstressed Stressed Unstressed
i
e [1] to i [1]
P e
Myndin sýnir afleiðingar þess að g fellur brott.
Frammæltu sérhljóðarnir i og e fá meira pláss
innan kerfisins. Hann segir ennfremur að afleið-
ing þessarar breytingar sé hugsanlega skýringin á
því að skrifarar fara að skrifa i í stað e, þar sem
hljóðgildi áherslulausa sérhljóðans virðist, eftir
hljóðbreytinguna, vera líkara/i/ en /e/, eins og sést
á myndinni. Aftur á móti skýrir hann ekki breyt-
inguna o > u.
3.2. Lækkun stuttu sérhljóðanna
Hreinn Benediktsson tekur upp þessa hugmynd
Einars og vinnur betur úr henni. Hann telur þessa
hugmynd einnig geta skýrt breytinguna frá o > u,
og þá staðreynd að breytingarnar verða ekki á
sama tíma.
3.2.1.
Eins og áður sagði skýrði Einar Haugen vanda-
málið með hljóðbreytingu í stutta sérhljóðakerf-
inu. En Hreinn skýrir þetta nánar.11
29