Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 5
Nokkur orð frá ritnefnd
Flest deildarfélög Háskóla íslands standa í ein-
hvers konar blaðaútgáfu en afraksturinn er afar
ólíkur og reyndar tilgangurinn Iíka. Sum blaðanna
hafa skemmtanagildið að höfuðatriði, önnur eru
liður í fjáröflun o.s.frv. Mímir hefur, eins og
áskrifendum er kunnugt, verið með ýmsu móti
gegnum árin, en á undanförnum árum hafa rit-
nefndir blaðsins tekið þá stefnu að Mímir eigi fyrst
og fremst að vera vandað fagtímarit um íslenskt
mál og bókmenntir og vonar fráfarandi ritnefnd
að það hafi tekist með þessu 43. tölublaði blaðs-
ins.
Efni þessa tölublaðs ber töluverðan keim af því
að Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum, er
fimmtugur á árinu. Af því tilefni var saga félagsins
tekin saman og nokkrir gamlir og virðulegir Mím-
isliðar fengnir til að leggja til efni í blaðið. Ætlunin
var að birta myndir af öllum fimmtíu fyrrverandi
formönnum félagsins, en alllangt er síðan síðast
voru birtar myndir af formönnum félagsins.
Heimtur voru hins vegar ekki nógu góðar og biður
ritnefndin þá skilvísu Mímisformenn sem brugð-
ust við beiðni okkar og sendu mynd velvirðingar á
umstanginu. I sárabætur fyrir lesendur birtast í
þessu tölublaði myndir af flestum greinarhöfund-
um. Þetta er í þágu íslenskunema framtíðarinnar
því við stúdentar vitum að gamlar myndir af kenn-
urum og öðrum þjóðþekktum mönnum úr fræð-
unum er það skemmtilegasta sem stúdentar kom-
ast yfir.
Að öðru leyti er efni blaðsins að stofninum til
námsritgerðir stúdenta í íslensku auk skáldskapar
og tveggja viðtala við tvær athyglisverðar konur,
Ingibjörgu Haraldsdóttur skáld, þýðanda og for-
mann Rithöfundasambands Islands og Sigríði Sig-
urjónsdóttur, doktor í máltöku barna og dósent í
íslenskri málfræði.
Það er von ritnefndarinnar að blaðið falli les-
endum í geð, svo rækilega að þeir sýni ánægju sína
í verki, rölti með gíróseðilinn í bankann og ...
Með sólríkum sumarkveðjum
Hugrún Hrönnn Ólafsdóttir
Sigtryggur Magnason og
Sigþrúður Gunnarsdóttir.
Eftirtaldir aðilar fá þakkir fyrir veittan stuðning:
Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands
Málvísindastofnun Háskóla íslands
3