Mímir - 01.06.1996, Side 91
þrátt fyrir þá ágalla sem hér hafa verið tíundaðir
er þetta vel heppnuð bók og uppfyllir í einu og
öllu það markmið að vera aðgengilegt yfirlitsrit
yfir sögu kenninga um skáldskaparfræði. Það
hefði hins vegar verið spennandi að fá meira að
heyra, um bókmenntasögu, tengsl bókmennta-
fræða og kenninga í öðrum greinum, t.d. heim-
speki, málfræði, sálfræði og guðfræði, og síðast en
ekki síst meira um þá höfunda íslenska sem fjöll-
uðu um bókmenntir, sama hver aðferð þeirra var.
Til þessa hefði þurft að beita meiri greiningu og
rýni og minni endursögn en hér er gert. En verk
Arna stendur fyrir sínu og stendur við sín mark-
mið, aðrir verða að spreyta sig á þeim verkefnum
sem hér hafa verið talin og ef til vill heldur Árni
áfram á sömu braut. Nú er tuttugasta öldin ein
eftir, og það verður spennandi að sjá hvort og
hvernig Árni tekst á við það verkefni. Mér er ekki
grunlaust um að þá verði hann að taka aðferð sína
til róttækrar endurskoðunar enda þýðir lítið að
ætla að einblína á skáldskaparfræðina eina í því
flóði bókmenntaskrifa sem hefur orðið til á okkar
öld.
Frágangur bókarinnar er ekki allur eins og best
verður á kosið. Efninu er reyndar vel skipað niður
eins og áður sagði og í bókinni eru ítarlegar nafna-
og atriðisorðaskrár sem gera hana aðgengilega og
þægilega í notkun. Það verður hins vegar að segj-
ast að útlit bókarinnar er ekki til að gleðja augað.
Ég kvarta að vísu ekki yfir kápunni eða ytra útliti
en þegar bókin er opnuð er annað uppi á teningn-
um. Pappírinn er skjannahvítur, líkastur vélritun-
arpappír, og letrið og uppsetning þess með hálf-
gerðum tölvubrag og fremur óaðlaðandi. I eintaki
undirritaðs eru auk þessa nokkrar síður þar sem
blekið hefur smitast, þannig að stafirnir eru
ógreinilegir.
Prentvillur fann ég nokkrar, og ein þeirra
a.m.k. verðskuldar töluverða frægð. Á blaðsíðu
384 segir um Níels skálda: „hann var sjálfmennt-
aður og sérkennilegur maður, bóndi um skeið en
lifði einkum af ljóðmóðurstörfum síðari hluta æv-
innar.“ Þarna er komið starfsheiti sem ritstjórar
og útgáfustjórar framtíðarinnar geta borið með
stolti.
Jón Yngvi Jóhannsson
1 Árni Sigurjónsson: Bókmenntakenningar fyrri alda.
Heimskringla. Reykjavík 1991, 9.
h
0§ _rY.''
mö'
GRAFÍ K
Prentsmiöjan Grafík hf. Smiöjuvegi 3, 200 Kópavogi • Sími 554 5000 • Fax 554 6681