Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 46

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 46
Ingi Bogi Bogason Expressjónískir drættir í Söknuði Á aldarafmæli Jóhanns Jónssonar (1896-1932) Hver var Jóhann Jónsson? Þessi spurning hefur lengi leitað á íslenska ljóðaunnendur. Hver var hann þessi maður sem fór ungur til framandi lands, orti þar eitt fegursta nútímaljóð íslenskt og dó þar á besta aldri? Þegar maður virðir fyrir sér Jóhann, bæði eins og hann birtist í ljóðum sínum og eins í þeim heimildum sem tiltækar eru um hann, þá festir maður augun fljótlega á þverstæðunum í lífi hans, þverstæðum sem gera flestar tilraunir til að svara þessari spurningu harla erfiðar. Jóhann Jónsson var maður tveggja tíma, tveggja heima — og samt átti hann heima í hvor- ugum. Hann fór utan til Þýskalands, nýrómantísk- ur sveitadrengur og hitti þar fyrir rústað menning- arveldi sem var að sleikja sárin. Jóhann var með ónothæfa fagurfræði í farteskinu og hafði litlar forsendur til þess að skilja eða taka þátt í nýjum menningarstraumum í Þýskalandi. Þetta vissi hann manna best sjálfur eins og fram kemur í einu bréfa hans: „Við sem erum þeim örlögum háðir að hafa fengið lífsskoðun okkar í skóla gömlu menn- ingarinnar, sem leið undir lok 1914, verðum aldrei annað en „framandi menn í okkar eigin lífi“ svo að ég síteri sjálfan mig.“ Bestu vinir Jóhanns höfðu séð þá veröld farast sem hann hafði beðið eftir að fæddist heima á íslandi. Eftir því sem lífsþróttur Jóhanns þvarr óx úr grasi nýtt Þýskaland þar sem hatur, mann- vonska og gerræði voru dýrkuð. Og Jóhann átti enga samleið með þessum straumum. En þótt Jó- hann væri landlaus maður á landakorti hugmynd- anna þá náði hann a.m.k. einu sinni á ævi sinni að slá hinn eina rétta tón. Freistandi er að fullyrða að rætur Saknaðar liggi einmitt í þessu allsherjar átt- leysi sem einkenndi ævi Jóhanns. Togstreitan milli þess hvernig hann lifði og hvernig hann vildi lifa tók á sig margar myndir. Hann var alla ævi sína að búa sig undir lífshlutverk sem aldrei varð. Sökn- uður er staðfesting þess. Þótt Söknuður sé ljóð á einskismannslandi ber það að sjálfsögðu vitni hugmyndaheimi gamla og nýja tímans. Sérstaklega er forvitnilegt að gefa gaum expressjónískum stíláhrifum í ljóðinu. Þótt styðja megi það ýmsum rökum að Söknuð- ur endurspegli erlenda hugsun þá bergmálar ljóð- ið einnig tilfinningu sem blundaði í brjósti Jó- hanns heima á Islandi. Hann var þá ósáttur við að taka að sér hlutverk sem samfélagið ætlaðist til, hann vildi ekki láta drekkja sér „í æði múgsins“. I bréfi sem hann skrifaði árið 1918 segir hann meðal annars frá þörf sinni til að komast „burt frá þess- um hversdags hugsunum sem eru framleiddar af vanans vélum, en ekki skapandi mannsheila“. Löngu síðar, þegar hann var orðinn helsjúkur, sótti hann djúp heimþrá sem hann fékk aldrei svalað. Nýrómantík — expressjónismi Jóhann kom til Þýskalands með hugmyndir í far- teskinu sem voru ekki gjaldgengar. Skáldin sem við vitum að Jóhann dáist að á íslandi eru Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Gunnar Sigurðsson og Stef- án frá Hvítadal. Jóhann fer til Þýskalands með nýrómantískar hugmyndir og hefur nám við há- skólann í Leipzig í germönskum fræðum. Sam- kvæmt kennsluskrá háskólans er kennsla í nýrri bókmenntum aðallega bundin við Goethe og Schiller, expressjónisminn með skáldum eins og Stramm, Becher og Trakl er iðkaður utan veggj- anna, nánast undirheimamenning. Hlýtur því undrun Jóhanns ekki að hafa orðið mikil þegar hann tekur að kynnast menningarstraumum í Þýskalandi og ólgunni í samfélaginu? Svo er að skilja samkvæmt bréfum Jóhanns til vinar síns sr. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.