Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 46
Ingi Bogi Bogason
Expressjónískir drættir í Söknuði
Á aldarafmæli Jóhanns Jónssonar (1896-1932)
Hver var Jóhann Jónsson? Þessi spurning hefur
lengi leitað á íslenska ljóðaunnendur. Hver var
hann þessi maður sem fór ungur til framandi
lands, orti þar eitt fegursta nútímaljóð íslenskt og
dó þar á besta aldri?
Þegar maður virðir fyrir sér Jóhann, bæði eins
og hann birtist í ljóðum sínum og eins í þeim
heimildum sem tiltækar eru um hann, þá festir
maður augun fljótlega á þverstæðunum í lífi hans,
þverstæðum sem gera flestar tilraunir til að svara
þessari spurningu harla erfiðar.
Jóhann Jónsson var maður tveggja tíma,
tveggja heima — og samt átti hann heima í hvor-
ugum. Hann fór utan til Þýskalands, nýrómantísk-
ur sveitadrengur og hitti þar fyrir rústað menning-
arveldi sem var að sleikja sárin. Jóhann var með
ónothæfa fagurfræði í farteskinu og hafði litlar
forsendur til þess að skilja eða taka þátt í nýjum
menningarstraumum í Þýskalandi. Þetta vissi
hann manna best sjálfur eins og fram kemur í einu
bréfa hans: „Við sem erum þeim örlögum háðir að
hafa fengið lífsskoðun okkar í skóla gömlu menn-
ingarinnar, sem leið undir lok 1914, verðum aldrei
annað en „framandi menn í okkar eigin lífi“ svo að
ég síteri sjálfan mig.“
Bestu vinir Jóhanns höfðu séð þá veröld farast
sem hann hafði beðið eftir að fæddist heima á
íslandi. Eftir því sem lífsþróttur Jóhanns þvarr óx
úr grasi nýtt Þýskaland þar sem hatur, mann-
vonska og gerræði voru dýrkuð. Og Jóhann átti
enga samleið með þessum straumum. En þótt Jó-
hann væri landlaus maður á landakorti hugmynd-
anna þá náði hann a.m.k. einu sinni á ævi sinni að
slá hinn eina rétta tón. Freistandi er að fullyrða að
rætur Saknaðar liggi einmitt í þessu allsherjar átt-
leysi sem einkenndi ævi Jóhanns. Togstreitan milli
þess hvernig hann lifði og hvernig hann vildi lifa
tók á sig margar myndir. Hann var alla ævi sína að
búa sig undir lífshlutverk sem aldrei varð. Sökn-
uður er staðfesting þess.
Þótt Söknuður sé ljóð á einskismannslandi ber
það að sjálfsögðu vitni hugmyndaheimi gamla og
nýja tímans. Sérstaklega er forvitnilegt að gefa
gaum expressjónískum stíláhrifum í ljóðinu.
Þótt styðja megi það ýmsum rökum að Söknuð-
ur endurspegli erlenda hugsun þá bergmálar ljóð-
ið einnig tilfinningu sem blundaði í brjósti Jó-
hanns heima á Islandi. Hann var þá ósáttur við að
taka að sér hlutverk sem samfélagið ætlaðist til,
hann vildi ekki láta drekkja sér „í æði múgsins“. I
bréfi sem hann skrifaði árið 1918 segir hann meðal
annars frá þörf sinni til að komast „burt frá þess-
um hversdags hugsunum sem eru framleiddar af
vanans vélum, en ekki skapandi mannsheila“.
Löngu síðar, þegar hann var orðinn helsjúkur,
sótti hann djúp heimþrá sem hann fékk aldrei
svalað.
Nýrómantík — expressjónismi
Jóhann kom til Þýskalands með hugmyndir í far-
teskinu sem voru ekki gjaldgengar. Skáldin sem
við vitum að Jóhann dáist að á íslandi eru Jóhann
Sigurjónsson, Jóhann Gunnar Sigurðsson og Stef-
án frá Hvítadal. Jóhann fer til Þýskalands með
nýrómantískar hugmyndir og hefur nám við há-
skólann í Leipzig í germönskum fræðum. Sam-
kvæmt kennsluskrá háskólans er kennsla í nýrri
bókmenntum aðallega bundin við Goethe og
Schiller, expressjónisminn með skáldum eins og
Stramm, Becher og Trakl er iðkaður utan veggj-
anna, nánast undirheimamenning. Hlýtur því
undrun Jóhanns ekki að hafa orðið mikil þegar
hann tekur að kynnast menningarstraumum í
Þýskalandi og ólgunni í samfélaginu? Svo er að
skilja samkvæmt bréfum Jóhanns til vinar síns sr.
44