Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 76

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 76
nemur hann úr þeim sameiginleg atriði og teflir saman andstæðupörum sem nefnd eru „mýtem“ eða stórir frumþættir. í einum þessarra frumþátta er fólgin staðfesting á jarðeðli mannsins, þ.e. staðfesting á því að maðurinn sé sprottinn upp úr jörðinni eins og planta. Þetta felst í merkingu nafnanna Labdakos (haltur), Laios (örfættur) og Ödipus (bólgufótur): í goðsögnum er algengt að menn sem fæddir eru af jörðinni séu sýndir þannig, þegar þeir koma fyrst fram, að þeir geti enn ekki gengið eða eigi óhægt um gang. Hér gæti verið að finna kjarnann í merkingu orðsins tröll. Goðsögulegar verur eiga í erfiðleik- um með gang vegna þess að þær hafa sprottið upp úr jörðinni. I merkingu miðháþýsku sagnanna er að finna þennan sama vanda þar sem tröllin ýmist ráfa eða skjögra. Sama merking gæti jafnvel verið fólgin í indóevrópsku rótinni dreu-, þ.e. trítla, sem stæði þá fyrir óþroskað eða ófullkomið göngulag. Hvaða upprunamerkingu getum við þá dregið af orðinu tröll ? Hér að framan er sýnt fram á hvernig merking orðanna tröll og jötunn virðist hafa verið sú sama í fyrndinni. En síðar hafi skilið með þeim leiðir og tröll farið að eiga við um illgjarnari verur. Tilgáta mín er sú að orðið tröll vísi til uppruna þeirra vera sem við þekkjum sem jötna í dag. Eins og sjá má af norrænu goðafræðinni er fyrsta lifandi veran sem varð til úr samruna hita og kulda, jötuninn Ymir.40 Ýmir varð ekki til við getnað manns og konu heldur er hann sprotinn af jörðinni líkt og guðir Grikkjanna. Orðið tröll vísaði þá til göngulags Ýmis.41 Ýmir var tröll vegna jarðaruppruna síns. Orðið jötunn tók síðar þessa merkingu yfir og tröll fór að eiga eingöngu við hina neikvæðu þætti. Það fær sjálfstæða tilveru, fer að vísa til annarrar veru. Þessu til frekari stuðnings má nefna að helti er að finna á stöku stað í frásögnum af tröllum, ef til vill sem leifar þessarar gömlu merkingar. I Eyr- byggju er sagt frá víkingnum Þórólfi bægifæti, nafngift sína hlaut hann eftir að fótur hans bækl- aðist í bardaga. A efri árum gerist Þórólfur illur í skapi, hann verður hamslaus að hætti trölla. Nú skal segja frá Þórólfi bægifót. Hann tók nú at eldast fast ok gerðist illr ok æfr við ellina ok mjög ójafnaðarfullr. Lagðist ok mjög ómjúkt á með þeim Arnkatli feðgum.42 Eftir deilur um auð og landgæði við nágranna sína kemur Þórólfur heim en matast hvorki né yrðir á nokkurn mann. Hann sest í sæti sitt og situr þar alla nóttina. Þegar heimilismenn vakna morg- uninn eftir finnst Þórólfur dauður. Ekki líður á löngu þar til hann gengur aftur og verður að trölli. Hestar verða tröllriða, yxn ærast og fuglar drepast á haugi hans. Þórólfur drepur smalamann og fjölda sveitunga sinna, svo brátt leggst dalurinn í eyði. Það er ekki fyrr en Arnkell, sá er Þórólfur deildi við, lætur brjóta upp hauginn og færa til líkið að litlum höfða, að reimleikunum linnir. Höfðinn var síðar kallaður Bægifótshöfði. Hér styðst íslendingasagan við orðalag þjóðsögunnar. Lét Arnkell síðan leggja garð um þveran höfðann fyrir ofan dysina svá hávan, at eigi komst yfir nema fugl fljúgandi, og sér enn þess merki. Lá Þórólfur þar kyrr alla stund, meðan Arnkell lifði.43 í þjóðsögunni af Þorsteini tóli er einnig að finna frásögn af skringilegum fótaburði. Þorsteinn var smiður sem eitt sinn rakst á stór spor tröllskessu á öræfum, alsett blóðdrefjum. Hann fetar í fótspor skessunnar og gerir grín að þeim. I svefni birtist honum stórvaxin kona reiðileg í fasi sem segir: Illa gjörir þú Þorsteinn í gær að glenna þig í spor jóðsjúkrar skessu, og mikið kapp lagðir þú á þig að flimta sem mest um það allt er þér bar fyrir augu í gær ásamt félögum sínum, en þess læt ég um mælt fyrir þér að áður en næsti dagur er að kvöldi munu önnur eins lýti á þig komin sem spor mín í gær- dag.44 Eftir þetta varð annar fótur Þorsteins mjög krepptur og gekk hann haltur síðan. í draumi mínum heyri ég ergilega rödd Emilíu segja: „Illa gjörir þú Þorfinnur að hafa orð áhyggjufullrar móður í flimtingum“. Aftanmálsgreinar 1 Þorfinnur Skúlason. Þau spruttu upp úr jörðinni. Rannsókn á eðli trölla. B.A.-ritgerð í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands, haust 1995. 2 Lévi-Strauss, Claude. „Formgerð goðsagna". Gunnar Harðarson þýddi úr frönsku. Spor í bók- menntafræði 20. aldar. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir ritstýrðu. Reykjavík 1991, 56. 3 Wilbur,T.H. „Troll, An Etymological Note“. Scandinavian studies. (30) 1958, 137-139. 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.