Mímir - 01.06.1996, Side 40
fyrsta skipti í skólablaðinu í menntaskólanum,
þegar ég var svona 17 ára, en þau ljóð komust
ekkert í bókina, þau voru fyrnd. Svo birti ég í
Birtingi á þessum menntaskólaárum og seinna
komu nokkur ljóð í Tímariti Máls og menningar.
Ég var ennþá á Kúbu þegar Þangað vil ég fljúga
kom út. Ég fékk hana að vísu senda þó að póst-
samgöngur við Kúbu væru erfiðar en það var
ósköp einmanalegt því það voru engir Islendingar
á Kúbu, engir sem ég gat sýnt hana. Það fylgdu
með henni einhverjar úrklippur að heiman, þá
hafði verið skrifað um hana í blöðin. Hún fékk
frekar jákvæðar viðtökur og það var ósköp nota-
legt, en ég fékk engin alvöru viðbrögð við henni
fyrr en ég kom heim, þegar hún var ársgömul eða
eitthvað svoleiðis og það var svolítið seint.
Hafðirðu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í
skáldskapnum? Hvaðan fékkstu hvatningu til að
byrja að yrkja?
Pabbi var góður hagyrðingur og var þar að auki
með talsverða skáldadrauma þegar hann var ung-
ur, en hann kom þessu ógurlega lítið á framfæri.
Hann hafði ekki mikinn áhuga á að trana sér fram.
Það var ekki fyrr en hann var dáinn sem við syst-
kinin gáfum út lítið kver með ljóðum og vísum
eftir hann. Pabbi var mjög ánægður með það að ég
væri að yrkja og ýtti mér eiginlega út á þessa
braut, má segja. Hann var alltaf að benda mér á
einhver skáld sem ég þyrfti endilega að lesa og
koma með bækur sem ég átti að kíkja í. Þannig að
hann var mjög hvetjandi.
Annars voru það tvö skáld sem höfðu mest áhrif
á mig þegar ég var að byrja að yrkja og það voru
Snorri Hjartarson og Steinn Steinarr. Mér hefur
gengið verr að uppgötva einhver kvenleg áhrif.
Það voru svo fáar konur sem höfðu gefið út ljóða-
bækur þegar ég var að byrja og ég man ekki eftir
að jafnöldrur mínar hafi mikið verið að birta ljóð
þegar mitt hnoð fór að sjást í skólablaði MR og
víðar. Hinsvegar var ég komin yfir þrítugt þegar
ég gaf út fyrstu bókina, og þá höfðu t.d. Nína
Björk og Steinunn gefið út bækur, fleiri en eina
hvor, og þó er Steinunn talsvert yngri en ég. Svo
vissi ég auðvitað af Vilborgu og sá ljóð eftir hana í
Tímariti Máls og menningar sem barst mér öðru
hverju meðan ég var í Moskvu — fyrir nú utan að
hún kom einu sinni í heimsókn til mín í eigin
persónu. Ástu Sigurðardóttur hitti ég tvisvar
stuttlega og heillaðist af frásagnargáfu hennar,
hún sagði svo skemmtilegar sögur af skrýtnu fólki.
Ég vissi reyndar af henni allt frá því að sagan
hennar fræga, Sunnudagskvöld til mánudags-
morguns, birtist í Lífi og list. Þá var ég nefnilega í
sveit fyrir vestan, hjá fólki sem þekkti til hennar
og talaði um hana og söguna. Ég var ekki nema
níu ára, og las ekki söguna fyrr en seinna, en man
vel eftir að hafa í laumi dáðst að þessari djörfu
konu sem hneykslaði fólk svo rosalega.
Það er vel hugsanlegt að þessar konur hafi haft
áhrif á mig þótt ég geri mér ekki alveg grein fyrir
því. Satt að segja minnir mig að þær konur sem
mig langaði mest til að líkjast þegar ég var ung-
lingur hafi yfirleitt verið myndlistarkonur — og þó
ætlaði ég aldrei að fást við myndlist. Það var bara
eitthvað sterkt og frjálst og öðruvísi við þessar
konur og það heillaði mig.
EFTIRMÆLI
Minn síðasti dagur
mun líða að kvöldi
sem aðrir dagar
sólin mun setjast
og fólk mun ganga til svefns
og kannski verður einhverjum
einhversstaðar að orði:
hún Inga dó í dag
og annar mun spyrja
hver var hún, hvað gerði hún?
Og mætti ég ráða svörum
þann dag mundi ég segja:
þótt dagar hennar yrðu stundum
hver öðrum líkir
þessi sama brennandi sól
í hvirfilpunkti á hádegi
og kvöldin með jasmínangan
úr garði náungans
og annarra manna börn
að leikjum á götunni
og einveran köld og stingandi
angistarfull heimþrá
þrátt fyrir þetta
gat hún glaðst yfir litlu
einsog barn sem skilur allt.
(Þangað vil ég fljúga)
Það er klárt upphaf í Þangað vil ég fljúga, fœð-
ing skáldsins, en skáldið deyr líka í bókinni í Ijóð-
inu „EftirmæliÆtlaðir þú aldrei að yrkja meira?
Jú, þarna ætlaði ég það nú. En það er samt
38