Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 82

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 82
helzt með sér gallharðan prósa sem einkennir flest rit íslenzkra skáldsagnahöfunda, þótt finna megi ljóðræna kafla í ritum þeirra flestra. En sumir beztu skáldsagnahöfundarnir eru einnig góð ljóð- skáld einsog Hamsun og D. H. Lawrence, þótt skáldsagnastíll hans einkennist ekki af ljóðrænni mýkt, enda er hann í verkum sínum að leita að rótum evrópsku skáldsögunnar einsog hún birtist í allri sinn dýrð í Madame Bovary eftir Flaubert og Rauðum og svörtum eftir Stendhal, sem eru laus- ar við ljóðræna áferð og minna ekki á nokkurn hátt á rit Hamsuns, Hemingways, Laxness eða Lagerkvists sem nýtur ljóðrænnar gáfu sinnar í Dvergnum. En ljóðskáldin í skáldsagnagerð hafa ekki ræktað ljóðlistina sjálfa, heldur hafa þau miklu fremur ort ljóðræna tilfinningu sína með góðum árangri inní prósaverk sín einsog höfuð- snillingurinn sjálfur, James Joyce, sem hefur hóm- erskviður augljóslega að fyrirmynd þegar hann einbeitir sér að Ijóðrænni fegurð í verkum sínum til áhrifaauka í frásögninni. Þannig hafa margir skáldsagnahöfundar haldið þræðinum frá hómerskviðum þótt þeir spinni úr honum með öðrum hætti en epísku fornskáldin og þá miklu fremur í stíl og anda íslendinga sagna en til að mynda söguljóða um áa og ættfeður einsog germanir tíðkuðu og sjá má í fornum íslenzkum hetjukvæðum. Halldór Laxness er, þótt hann hafi ekki ræktað ljóðlistina sjálfa sérstaklega, mesta ljóðskáld okk- ar í óbundnu máli sagnatexta og má vel vera það ráði mestu um vinsældir hans. Ljóðelskir lesendur hafa dregizt að þessum ljóðræna andblæ í verkum hans, en hafa svo fengið hetjuna í ýmsum mynd- um í kaupbæti, þótt Gerpla teljist andhetjulegt verk. 4. Halldór Laxness hefur öðrum fremur minnt okkur á að sá sem lifir ekki í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni, einsog segir í Kristnihaldi undir Jökli. Þessi orð eru áskorun vegna þess að við erum ekki sízt mikilvæg í arfi okkar, tungu, bókmenntum og öðru því sem okkur hefur verið trúað fyrir. Þessi arfur er veruleiki sem við getum ekki hlaupizt frá ef við ætlum að vera áfram þjóð, en ekki óþjóð; þjóð sem man og hefur þrek til að líta um öxl á leið sinni inn í framtíðina. Við höfum allt of mörg dæmi um þjóðir sem hafa gleymt sjálfum sér. 5. Skáldsögur Halldórs Laxness fjalla um hversdags- legar hetjur sem eru skrifaðar inní þau verk sem efni standa til og þær eiga skilið, ekkert síður en Gunnar á Hlíðarenda, Egill eða Grettir sterki; Hektor, Akkiles eða Odysseifur. Hero í enskri tungu er grískt orð að uppruna, hérós, og lýsir ofurmannlegum hæfileikum eða hugrekki, en á að lokum við einskonar hálfguði. Fyrst um sinn var merkingin hin sama í ensku og í grísku, en breyttist á 16. öld í hugrakkan eða aðdáunarverðan mann, án þess um neina goð- sögulega persónu væri að ræða. En á síðarihluta 17. aldar tók orðið einnig að merkja „aðalpersóna í skáldsögu". Þá merkingu hefur það einnig hlotið á íslenzku og því getum við talað um Jón prímus sem eina af hetjum íslenzkra bókmennta, þótt ólíkur sé þeim köppum sem áðurfyr voru lof- sungnir í fornum grískum hetjuljóðum og íslenzk- um miðaldaskáldskap. Athyglisverð er upphafleg merking orðsins hetja; það er skylt hata og hettir=fjandmaður. Það er skýrt svo í íslenskri orðsifjabók: kappi, hraustmenni; skylt hata: bera hatur til, ofsækja; sbr. fornensku hettan=elta, ofsækja; hettend= fjandmaður, andstæðingur; eða víðförull víga- maður. Þessar merkingar sýna vel hver var upprunaleg afstaða til hetjunnar, þótt frægðarljóminn sýndi hana að lokum í allri sinni dýrð einsog í grískum skáldskap. Þar eru hetjurnar mestar í dauðanum einsog við þekkjum af íslendinga sögum, ekki sízt Gunnars sögu í Njálu. í lífinu aflar hetjan sér þess sem forngrikkir kölluðu time (heiður, orðstír), en í dauðanum frægðar (kleos) og hún lifir áfram um aldir í eilífum söng skáldanna. Eitt æðsta tak- markið er að verða ódauðlegur í orðstír sínum einsog segir í Hávamálum og lifa um aldur og ævi í hetjuljóðum, eða epískum skáldskap. Helena segir í Ilíónskviðu að Seifur hafi lagt þessa þolraun á þau Hektor, eða öllu heldur álög, svo „að jafnvel eftirkomandi menn munu orð á gera“. (6, 357). Þegar hetjan deyr er mikilleiki hennar sunginn í ljóðum, en venjulegt fólk geymir frásagnirnar og afrekin í þessum kveðskap. Æðsta hlutskiptið er að verða nafn einsog Odysseifur og lifa í Ijóðum og hetjusöngvum einsog hómerskviðum. Þetta var einnig æðsta markmið norrænna kappa og kon- unga. Skáldin áttu að yrkja orðstír þeirra og hetju- 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.