Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 62

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 62
giants, dwarfs, and jugglers, the vast and manifold literature of parody — all these forms have one style in common: they belong to one culture of folk carnival humor.30 Með hláturmenningu er átt við alþýðumenningu sem hefur hláturinn að leiðarljósi. Grófasta af- kvæmið er sennilega karnivalið þar sem alþýðan skemmtir sér í kómískum helgileikjum en ýmis- konar skop og raunar flest það sem vekja á hlátur má rekja til hláturmenningar. Markmiðið með öllum þessum hlátri er að losa um spennu sem myndast þegar andstæðir heimar takast á, himinn og jörð, líf og dauði, valdhafar og alþýða. Þar sem hláturinn hefur alltaf verið tákn um líf og ham- ingju er hann áhrifaríkt vopn til að skapa jafnvægi milli andstæðra afla. Öll þekkjum við hversu björt veröldin er eftir að við höfum hlegið ærlega. Markmiðið með hlátrinum er því ekki að breyta þeim heimi sem fyrir er heldur að viðhalda hon- Skopstælingar á samtímafrásögnum Eitt af afkvæmum hláturmenningarinnar er skop- stælingin, paródían, og þar tel ég að rætur Halla og Hreiðars liggi.32 Ykjur, skrumskælingar, gróf- gerð fyndni og gróteska eru hluti af stíl skopstæl- inga. Af slíku höfum við nóg í þessum tveimur frásögnum og segja má að þær einkennist af slíku. „Hreiðars þáttur heimska“ hefur löngum verið talinn, stíllega séð, eitt af meistaraverkum ís- lenskra fornbókmennta og engum dettur annað í hug en að Hreiðar sé skálduð persóna.33 Með það í huga er ekki fráleitt að hugsa sér frásögnina sem hreina skopstælingu, paródíu þar sem skopast er að ímyndinni af glæstum íslenskum hetjum sem halda utan og vinna hylli konungs. Ef marka má það sem varðveist hefur af fornbókmenntum ís- lendinga, sem fullar eru af sönnum hetjum, kemur ekki á óvart að einhver snjall sagnaritari hafi séð sér leik á borði til að vekja hlátur, að skapa pers- ónur sem eru skyldari hirðfíflinu en hetjunni eða hirðskáldinu. Hreiðar á margt sameiginlegt með hinni dæmi- gerðu hetju. Hann kann ekki að reiðast, er frár á fæti og sterkari en allir aðrir. í sögunni er þessum eiginleikum hans lýst með ýkjukenndum hætti, með aðferð skopstælingarinnar. Hreiðar reiðist ekki fyrr en hermenn Haraldar eru nærri búnir að murka úr honum lífið og þá koma kraftar hans berlega í ljós þegar hann þrífur einn hermanninn á loft og keyrir hann af svo miklu afli niður í jörðina að heilinn liggur úti. Ekki er ýkjustíllinn minni þegar Hreiðar er látinn nánast stinga af ríðandi hirðmenn á tveimur jafnfljótum. Allur hláturinn í sögunni virðist síðan stafa af því hversu afmynd- aður og ljótur Hreiðar er ásýndum sem og af öllu því ógáfulega sem hann lætur sér um munn fara. Slíkt er, samkvæmt Enid Welsford, lægsta stig kómidíunnar.34 „Sneglu-Halla þáttur“ er stíllega séð frábrugð- inn frásögninni um Hreiðar. Sagan af Halla er dregin grófum dráttum sem brjótast fram með gróteskum hætti. Persónur klæmast og éta ótæpi- lega, skáld yrkja um jafnómerkilega iðju og að gæta kúa og að bera út ösku og kálfar hengja menn. Þrátt fyrir ólíkan stfl held ég að hér sé einnig á ferðinni skopstæling. f staðinn fyrir ýkjur notar sagnaritarinn tungumál gróteskunnar óspart og vekur með því hlátur. Hvar annars stað- ar finnum við hirðskáld hvísla klámvísu í eyra drottningar? Allt klámið hjá Halla er síðan skýrt af Haraldi konungi sem tvíræðni og með því móti er skopast að sjálfum konunginum, hann er gerð- ur heimskur því að erfitt er að lesa annað en eitt út úr kveðskap Halla.35 Ofan á allt annað bætist lýs- ingin á Halla sjálfum sem sýnir heldur ófrýnilegan mann. Erfitt er að segja til um með vissu hvers vegna sögur á borð við þessar er að finna innan um hetjulegar frásagnir í konungasögum. Hafa verð- ur í huga að með skopstælingum var ætlunin ekki að brjóta niður hið hefðbundna, slíkt var ekki markmið hláturmenningarinnar, heldur stóð hefðin styrkari fótum á eftir. Hvað sem öðru líður standa Hreiðar og Halli fyllilega undir fíflsnafn- bótinni og ef til vill hafa sagnaritararnir eða þeir sem tóku saman samsteypuritin viljað krydda verk sín lítillega með skrautlegum persónum. Það er ekki mitt að segja til um hvort Snorri Sturluson hefði kallað Hreiðar og Halla skáldfífl eða hvort skaparar þeirra hefðu frekar hlotið þá nafnbót. Hitt fullyrði ég að líta má á tvímenningana sem fífl, íslensk hirðfífl. Eftirmálsgreinar 1 Grein þessi var unnin sem námsritgerð í námskeið- inu Sagnaritun II haustið 1995 undir leiðsögn Asdís- ar Egilsdóttur. 2 íslenskir fræðimenn hafa ekki gert mikið meira en ýja að hugmyndinni um íslenska hirðfíflið. f ís- lenskri bókmenntasögu II minnist Vésteinn Ólason 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.