Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 21
nautnir hans. Hann var feykilega hræddur við
djöfulinn en hneigðist þó að honum í frygðugum
hryllingi, hann stundaði svartagaldur og djöfla-
særingar en ímyndaði sér samt framá síðustu
stund að hann kæmist undan kvalaeldi helvítis.
Þegar hann fáeinum mánuðum fyrir dauða sinn
gekk til altaris auðmjúkur í anda og blóðugur
uppfyrir axlir bað hann almúgafólk um að krjúpa
með sér við gráturnar jafnframt því sem hann
einsetti sér að halda uppí pílagrímsferð til Jórsala.
Svo hélt hann áfram að skera börn. Aftökustund-
in sjálf einkenndist af himinhrópandi fyrirgefning-
arbón og fáránlegri vissu um líknandi guðdóm og
eilífa sæluvist í paradís.
Hugur Gilles de Rais er okkur ólæsilegur en
kannski hefur mannkynið verið hlutkenndur
massi í hans augum, efnislegur glundroði; í org-
íunni öðlast hann fullt vald yfir þessu efni um
stund, og það hefur enga merkingu fyrir utan
þessa brjáluðu nautn sem veittist honum einum.
Þetta er utanvið alla skynsemi enda var ekkert
skynsamlegt við Gilles, hann lifði í einhverskonar
vitstola óráði sem um síðir steypti honum í glötun
af einum hæsta tindi samfélagsins. Hann var
skrímsli hvernig sem á málið er litið enda var
honum blandað saman við Bláskegg, skuggalega
ófreskju, í þjóðtrúnni; maður af þessu tagi gat
ekki verið einn af okkur, hann hlaut að tilheyra
öðru kyni, annarri náttúru. Gilles sjálfur var sér
vitandi um ferlegan ljótleika sinn því hann kvaðst
fyrir rétti hafa fæðst undir alveg sérstöku stjörnu-
merki og við félaga sinn sagði hann: Enginn mað-
ur fær nokkurntíma skilið það sem ég hefi gert!
Hann ímyndaði sér að hann stæði nálægt máttar-
völdum annars heims enda var honum hugfast allt
til loka að djöfullinn kæmi honum til bjargar.
Þetta sjálfsmat endurspeglast í sögninni sem um
hann var sköpuð líktog ýmsa aðra stórglæpa-
menn, en samkvæmt henni hafa þeir sérstök
tengsl við hið yfirnáttúrulega svo sem sjá má af
þjóðsögu um íslenskan fjöldamorðingja, Björn á
Öxl. Þetta voru helgir menn líktog dýrlingar kirkj-
unnar þótt á annan hátt væri, helgi þeirra var ekki
guðdómleg og hrein heldur óhrein og djöfulleg.
Þá er það með undarlegri tilviljunum sögunnar að
Gilles var höfuðstoð dýrlingsins Jóhönnu af Örk í
hernaði hennar gegn Englendingum; þau mynda
sérkennilega samstæðu innan sögulegs tíma líktog
Kristur og djöfullinn á sviði hins yfirnáttúrulega.
Mannlegt rökvit leysist uppí reyk frammi fyrir
athæfi svarta barónsins eins og Gilles var kallaður
því það getur ekkert frekar skýrt hið illa núna en á
tímum rannsóknardómarans; illskan heldur áfram
að vera óleyst vandamál, leyndardómur, hvað
sem sálarfræði og sálgreiningu líður. Þessi vangeta
vitsins kemur skýrt fram í áðurnefndri skáldsögu
Illuga Jökulssonar þarsem spurt er hvort mann-
helgin sé náttúrulögmál og ef svo sé hvað hafi þá
farið úrskeiðis: Hvers virði er lífið í raun og veru,
er það jafnmikils virði allsstaðar eða er hitt satt að
lífið sé fremur munaður en réttur? Hvað gefur
tveggja ára gönrlu soltnu og skítugu smábarni sem
skilið hefur verið eftir úti á götu í borg heilagan
rétt til að lifa; er eitthvað athugavert við að bjarga
slíku barni frá örlögum sem eru sýnu verri en
dauðinn með því að skjóta það? Eru hugmyndir
okkar um rétt og rangt, um eðli mannsins og algilt
siðferði nokkuð annað en reglusmíð sem klambr-
að hefur verið saman af fólki sem hefur nóg að éta
og tíma til að grufla? Uppgjörið á síðustu síðum
skáldsögunnar leysir þetta vandamál ekki, heldur
er breitt yfir það með skáldlegu málæði í anda
nytsemishyggju: við skulum trúa á lífið og hið
góða af því það er hagkvæmt og okkur fyrir bestu.
Sagt er að tómhyggja morðingjans sé lygi, að him-
inninn sé blár þótt geimurinn sé svartur, að ljósið
bliki fagurlega á leið sinni að tómi sem einnig sé
hvítt. Illugi er hér einsog útsprunginn Einar H.
19