Mímir - 01.06.1996, Side 27

Mímir - 01.06.1996, Side 27
reynst rétt sem á eftir kemur, að kvein hans heyr- ist ekki. Það er jafn ágengt og fyrr þó að kuldi og myrkur einkenni ekki lengur íslenska tilveru. En Hjálmar þekkti líka hina hliðina. Það sýnir hann í Vísum til dulins velgjörara og víðar í skáld- skap sínum, þau eru raunar ekki færri, þakkar- kvæðin en níðkvæðin, þó að þau síðari hafi geymst betur sem vitnisburður um þjóðareðlið. Hjálmar verður ekki haminn í goðsögn sinni, hinn önug- lyndi Hjálmar á mynd Ríkarðs Jónssonar er ekki sá eini. Það er einnig til annar Hjálmar, trúaður, auðmjúkur, veraldarkraminn, nánast sálmaskáld, Hallgrímur Pétursson 19. aldar. Sá Hjálmar sem sér dag vonar handan við þjáninguna og yrkir Sálarskipið sem hér eru upphaf og endir á: Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við andviðri freistinganna. Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. í myrkrinu býr ljósið sem eyðir dimmunni og veld- ur þversögnum mannlegs lífs. Það er heldur öfugsnúið að minnast tveggja alda afmælis Bólu-Hjálmars í ár því að þó að hann hafi verið fæddur 1796 skrifaði hann sig á efri árum eldri, var því orðinn 85 ára þegar hann lést árið 1875. Menn eltust hratt á íslandi á 19. öld. En þó að þrek hins skagfirska hörkutóls þyrri að lokum er kynngi skáldskapar hans söm og áður og á hverjum degi á því herrans ári 1996 glymja orð hans í hjörtum kuldalegrar þjóðar með jarðhita undir ís þegar hún mælir sig við þjóðir sem öðrum finnast meiri og merkilegri: „eru því flestir aum- ingjar / en illgjarnir þeir, sem betur mega“. 1 Stefán Einarsson. íslensk bókmenntasaga 874-1260. Rvík 1961, 295. 2 Eysteinn Sigurðsson. Bólu-Hjálmar. Rvík 1987, 264- 75. Þórir Óskarsson. Hjálmar í Bóiu og rómantíkin. Andvari (nýr fl., 30) 1988, 113-24. Eysteinn Sigurðs- son. Alþýðuskáld og rómantík. Andvari (nýr fl., 31) 1989, 157-65. 3 Sverrir Kristjánsson. Feigur Fallandason. Konur og kraftaskáld. Rvík 1964, 158. Félagsstofnun stúdenta 25

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.