Mímir - 01.06.1996, Síða 34
er, út af fyrir sig, góð og gild en hún sýnir ekki
innbyrðis muninn á hlutfalli e og i á eftir hverju
áherslusérhljóði fyrir sig. Eins og sagt var í 4.1.2.
þyrfti taflan að sýna heildarfjölda tilvika24 til að
vera marktæk. Þá yrði hlutfall tilvika þar sem i er
skrifað um 35% (30-40%) og fjöldi tilvika með e
um 65%.
Með þessari aðferð fáum við út töflu þar sem
(nokkurn veginn) er hægt að sjá út hlutfall i, mið-
að við hlutfall e, á eftir hverjum áherslusérhljóða
fyrir sig.
Tafla 4.V.
Áherslu-
sérhljóð /i,í/ /y,ý/ /u,ú/ /e/ /o,ó/ /a,á/ /ei/ aðrir
% af i 9,9 2,3 1,8 6,4 0,6 8,2 2,9 2,9= 35%
% af e 4,4 7,0 1,9 8,9 16,6 17,2 3,8 5,1= 65%
=100%
Þessi tafla sýnir að i er skrifað oftar en e á eftir
/i,í/. Aftur á móti er e algengara á eftir öðrum
áherslusérhljóðum, einnig á eftir öðrum nálægum
sérhljóðum.
Eins og sjá má er hér meiri munur á hlutfalli
tilvika með i á eftir /i,í/ heldur en tilvika með e sem
þýðir að i hefur sótt meira á. Tafla 4.V. staðfestir
því kenningu Hreins og útilokar um leið að hér sé
um sérhljóðasamsvörun að ræða.
Samt sem áður verður að taka töflu 4.V. með
fyrirvara þar sem ekki er stuðst við upprunalegan
fjölda tilvika, heldur einungis prósenturnar úr
töflu 4.IV.
4.1.4.
í töflu 4.VI. styðst Hreinn við handritið AM
673a 4to, rithönd B. Á sama hátt og í AM 655 VII
4to er skrifað i í 30-40% tilvika.25
Tafla 4.VI.
Áherslu- sérhljóð /i,í/ /y.ý/ /u,ú/ /e/ /o,ó/ /a,á/ /ei/ aðrir
% af i 29,5 3,9 5,9 7,8 9,8 19,6 11,9 9,7
% af e 11,9 3,7 5,5 34,0 7,3 13,8 12,8 11,0
Þessi tafla, eins og tafla 4.IV., sýnir dreifingu e
og i, hvors fyrir sig, á eftir mismunandi áherslusér-
hljóðum. Á sama hátt og tafla 4.IV. sýnir hún ekki
innbyrðis muninn á hlutfalli e og i á eftir hverju
áherslusérhljóði fyrir sig. Eins og sagt var í 4.1.2.
þyrfti taflan að sýna heildarfjölda tilvika, með [I],
til að vera marktæk. Með þeirri aðferð fáum við
töflu 4.VII.
Tafla 4.VII.
Áherslu-
sérhljóð /i,í/ /y,ý/ /u,ú/ /e/ /o,ó/ /a,á/ /ei/ aðrir
% af i 10,3 1,4 2,1 2,7 3,4 6,9 4,2 3,4=
% af e 7,7 2,4 3,6 22,1 4,7 9,0 8,3 7,2=
=100%
Þessi tafla sýnir að i er skrifað oftar en e á eftir
/i,í/. Þó er munurinn ekki jafn mikill og í töflu 4.V.
sem skýrist e.t.v. með því að AM 673a 4to er talið
vera nokkuð eldra en AM 655 VII 4to.26 Aftur á
móti er e algengara en i á eftir hinum áherslusér-
hljóðunum, líka þeim nálægu. Tafla 4. VII. stað-
festir því kenningu Hreins og útilokar um leið að
hér sé um sérhljóðasamsvörun að ræða.
Samt sem áður verður að taka þessari úrvinnslu
með fyrirvara þar sem ekki er stuðst við upp-
runalegan fjölda tilvika.
4.2. o og u
Þegar tölfræðin yfir tilvik þar sem u er skrifað
fyrir [U] er skoðuð má sjá sömu vandamálin og
skutu upp koilinum í 4.1. Því miður er ekki hægt
að vinna með þessar upplýsingar á sama hátt og
gert var í 4.1., þar sem hvorki eru gefnar upplýs-
ingar um heildarfjölda tilvika þar sem [U] kemur
fyrir, né fjölda tilvika þar sem u er skrifað.
4.2.1.
Hreinn birtir, við upphaf þeirrar tölfræði sem
varðar [U], töflu27 sem sýnir dreifingu u á eftir
mismunandi áherslusérhljóðum.28
Tafla 4.VIII.
Áherslusérhljóð /í,í/ /y.ý/ /u,ú/ /e/ /0/
% 24,6 1,5 60,8 1,5 11,6
Þessi tafla sýnir skýrt að u er skrifað í lang-
stærstum hluta tilvika á eftir áhersluatkvæði með
/u,ú/. Aftur á móti gildir það sama um þessa töflu
og töflu 4.1. Til þess að þessi tölfræði verði mark-
tæk þarf að gefa upp fjölda tilvika, auk þess sem
taflan gæfi réttari mynd ef gefið væri upp hlutfall u
32