Mímir - 01.06.1996, Síða 61

Mímir - 01.06.1996, Síða 61
Halla. Er hann ekki sí og æ að blekkja fólk á einhvern hátt? Hann þiggur fé í bætur af Einari flugu fyrir mann sem hann lýgur að hafi verið bróðir sinn. Hann hefur fé út úr Englandskonungi fyrir að kveða endileysu. Með öðrum orðum þá tekst honum með klækjum að fá öllu framgengt sem hann vill. Astæðan fyrir því að hann kemst upp með alla klæki sína liggur síðan í því að eng- inn trúir illu upp á hann vegna fíflsku hans. Halli hikar ekki við að bregða sér í gervi fíflsins enda er það partur af hátterni bragðarefsins, leið til að villa á sér heimildir. Gott dæmi um þetta er hvernig hann þaggar niður í þingheimi í Dan- mörku: Kuomu menn nu til þingsins og var nu sliktt op eda meira sem hina fyrri dagana. Og er menn vardi siztt hleypr Halli vpp og æpir sem hæst matti hann. hlydi aller menn mier er mals þorf. mier er horfin hein og heinasmior skreppa og þar med allur skrepuskrudi saa er kallmanni er betra ath hafa enn ath missa. Aller menn þaugnudu. sumir hugdu ath hann mundi ær vordin en sumir hugdu ath hann mundi tala konungs eyrendi nauckur.26 Halli er ef til vill ekki eins dæmigert fífl og Hreiðar, hann er klókari og fíflska hans er, að því er virðist, ekki meðfædd. Ef litið er á dauðdaga hans samkvæmt frásögn Flateyjarbókar læðist þó að manni efi um snilld Halla en um leið vissa fyrir því hvaða augum Haraldur konungur leit hann. Túlkun Haralds konungs á dauðdaga Halla hæfir fáum betur en fíflinu: „aa grauti mundi greyit sprungit hafa.“27 Fíflin fæðast í hlátrinum Halli og Hreiðar eru samkvæmt þessu persónur sem standa nærri fíflinu og geta jafnvel flokkast undir að vera hirðfífl. Útlit þeirra og hátterni minnir að minnsta kosti frekar á hirðfífl en hirð- skáld. En hvaðan eru þessar persónur ættaðar fyrst þær lenda ekki í sama flokki og aðrir dug- miklir og skáldmæltir menn frá Islandi sem gista konungshöllu og þjóna við hirðir? Eins og áður segir vill Hermann Pálsson rekja frásagnir á borð við „Sneglu-Halla þátt“ til franskra fábylja (fabliaux) eða annarra léttúðgra suðrœnna frásagna. Hispursleysi Sneglu-Halla kæmi lesanda lítt á óvart þótt hann rækist á slíkt í franskri skrýtlu eða skopsögu frá tólftu öld, [.. ,]28 Að mínu mati eiga frásagnirnar af þeim Halla og Hreiðari fátt skylt með hinum frönsku fábylj- um sem fjalla oftast um samskipti og samlífi karls og konu.29 Þrátt fyrir klúryrði Halla tel ég vafa- samt að setja „Sneglu-Halla þátt“ undir sama hatt og sögur á borð við þá af Bósa og Herrauði. í sögunni kemur til dæmis aðeins fyrir ein kona, drottning Haralds konungs. Sagan fjallar því á engan hátt um samskipti kynjanna heldur segir hún frá ákveðinni persónu og hvernig henni tekst að leika á ýmis stórmenni. Enn langsóttara er að lesa fábylju út úr „Hreiðars þætti heimska“ þar sem ekki gætir einu sinni klámfengins orðalags. En hvert skal þá horfa? Rétt er að skoða þær bókmenntir sem hafa fífl í stórum hlutverkum. Slíkar bókmenntir tengjast oft svokallaðri hláturmenningu miðalda. A boundless world of humorous forms and mani- festations opposed the official and serious tone of medieval ecclesiastical and feudal culture. In spite of their variety, folk festivities of the carnival type, the comic rites and cults, the clowns and fools, 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.