Mímir - 01.06.1996, Síða 12

Mímir - 01.06.1996, Síða 12
strax. Ég hitti Pálma rektor niðri í bæ og hann tók mig tali, spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að kenna. „Og hvað?“ spurði ég. „Hvað sem þú vilt,“ sagði hann og það varð úr að ég kenndi latínu einn vetur í fimmta bekk. H — Mikið er nú rætt um að erlent fjölmiðlaefni sem streymir inn í landið ógni íslenskri menningu og tungu, þessi vá steðjaði ekki að ykkur, voru kannski einhverjar aðrar hættur sem talað var um á þeim tíma? F — Nei við þurftum ekki mikið að hafa áhyggj- ur af þessu, það var ekki mikil umræða af þessu tagi þá. En það þarf að vera vel á verði núna og fólk þarf að athuga vel hvert stefnir. Það ætti að vera nóg að gera fyrir íslenskumenntað fólk í framtíðinni í þessu sambandi, það þarf kröftugt lið í þetta. H — Manstu eftir því hvernig viðhorfið var til háskólanema á þínum námsárum? Ég spyr að þessu af því að maður heyrir stundum tortryggnis- raddir, fólk er að velta því fyrir sér hvað fer fram þarna í Háskólanum og hefur sumt ekki alltof mikla trú á því. Maður lendir stundum í því að vera hálfpartinn farinn að verja nám sitt og líklega ekki síst af því að það er í heimspekideild. Það eru svo margir sem sætta sig helst ekki við annað en að sjá krónurnar hreinlega streyma út. F — Ég man svosem ekki eftir neikvæðu við- horfi í okkar garð. En það er náttúrulega eins og gengur, menn vilja sjá þetta gefa eitthvað í aðra hönd. Reyndar var spurt að því niðri í fjármála- ráðuneyti hér í gamla daga; „hvað gefur Lands- bókasafnið í aðra hönd?“ Það kom hik á lands- bókavörð, þá sagði sá sem spurði; „já tökum Þjóö- leikhúsið, þar kemur þó eitthvað inn, þeir selja aðgang.“ Þar hringlaði í og það var það sem hann skildi. H — Já þetta er eitthvað sem breytist líklega seint. En svona að lokum, ertu sáttur við Mími og þau störf sem hafa verið unnin í nafni félagsins á liðnum árum? F — Já ég held að grundvallarmarkmiðin sem sett voru í upphafi haldi sér enn og það hafi verið starfað í réttum anda. Mér sýnist að maður geti bara verið ánægður með það að hafa verið fyrsti formaðurinn. Ég þakka Finnboga kærlega fyrir spjallið. Hildur Gróa Gunnarsdóttir r Öndvegisrit með afslætti Árnastofnun birtir traustar textaútgáfur og vönduð fræðirit. Bókaskrá má fá á skrifstofunni. Mímisfélagar fá útgáfubækur Árnastofnunar með 15% afslætti. / / Stofnun Arna Magnússonar á Islandi Árnagarði við Suðurgötu - 101 Reykjavík - Skrifstofusími 525 4010 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.