Læknaneminn - 01.04.2018, Page 6

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 6
6 Á vö rp o g an ná la r 6 Árni Johnsen formaður Félags læknanema 2017-2018 Félag læknanema (FL) fagnaði á árinu 85 ára afmæli sínu og hefur liðið starfsár verið fullt af áskorunum og spennandi verkefnum fyrir félagið og samstarfsfélög þess. Á árinu sátu 66 lækna nemar í stjórn Félags Lækna nema, nefndum þess og stjórnum samstarfsfélaga. Án þeirra væri ekkert nemendafélag til að tala um og eiga þau mikið hrós skilið fyrir ötul og óeigingjörn störf í þágu sinna félaga og málefna þeirra. Geðheilbrigðismál almennings, ungmenna og háskóla nema hafa mikið verið í deiglunni á liðnu ári. Innan háskólans hafa verið tak­ mörkuð úrræði fyrir nema með geðræn vanda­ mál sem hefur hingað til verið sinnt af einum sálfræðingi í hálfu starfi og sálfræði ráðgjöf háskóla nema sem haldið er úti af framhalds­ nemum í sálfræði. Í mars 2018 var hins vegar ákveðið að veita auknu fé í þennan málaflokk og ráða tvo sálfræðinga í hlutastarf og meðal annars bjóða upp á HAM­hópmeðferð fyrir vægan kvíða og þunglyndi en sú aðferð hefur verið þróuð í heilsugæslu hérlendis. Það voru nokkrir samverkandi þættir sem leiddu til þess að þessi ákvörðun var tekin. Auknar fjár veitingar til háskólans bjuggu til aukið svigrúm til fjárveitinga í þennan málaflokk. Forseti lækna deildar, Engilbert Sigurðsson geðlæknir, beitti sér fyrir því að koma þessu verkefni á fót og hann þekkir vel til þess meðferðaforms sem um ræðir. Loks settu ýmis nemendasamtök þrýsting á yfirstjórn háskólans um að fjármagn yrði sett í þetta verkefni og var þetta meðal annars mark mið beggja fylkinga í stúdentapólitíkinni. Félag læknanema lagði sitt lóð á vogarskálarnar og fór undirritaður á fund rektors ásamt fulltrúum Röskvu til að hvetja rektor til að setja þennan málaflokk í forgang. Fleira jákvætt hefur gerst í geðheilbrigðismálum ungmenna, meðal annars hefur Hugrún farið af stað með vel heppnaða herferð undir myllumerkinu #huguð sem nánar má lesa um í annál Hugrúnar. Á líðandi skólaári voru gerðar breytingar á fyrsta námsári í læknisfræði. Eftir áratuga baráttu nemenda var áfangi í ólífrænni efna­ fræði felldur út af námsskrá og þess í stað kom vikulangur áfangi um „hvað er að vera læknir“ og í kjölfarið svokölluð Bjargráðs vika. Bjargráðsvikan felur í sér bæði skyndihjálpar­ námskeið og undirbúning fyrir starf Bjargráðs. Fulltrúar Bjargráðs sáu um skipulagningu þeirrar viku. Læknanemar komu einnig að framkvæmd fyrri vikunnar um „hvað er að vera læknir“. Tveir fulltrúar Hugrúnar héldu fyrirlestur um streitu og andlega líðan í námi þá viku og Félag læknanema skipulagði kynningu um lífið í læknadeild og starfsemi félagsins. Vikunni lauk síðan með hinni árlegu nýnemaferð. Að mati undirritaðs er þetta mun skemmtilegri byrjun á námi í læknisfræði heldur en tveggja vikna keyrsla í skammtafræði og öðru illskiljanlegu efni og stendur til að þessi nýja byrjun verði fastur liður í námsskrá fyrsta árs um ókomna tíð. Tekin var ákvörðun um að fjölga þeim nemum sem teknir eru inn í læknisfræði hvert ár, úr 48 í 50. Einhverjum fannst fullvarlega farið í þessa fjölgun sem getur skýrst af því að nokkur óvissa getur ríkt um fjölda í hverjum árgangi meðal annars vegna nemenda sem taka sér ársleyfi frá námi og nemenda sem fá sömu einkunn á inntökuprófinu. Þó stendur til í náinni framtíð að fjölga enn frekar og að innan fárra ára verði teknir inn 60 nemar árlega. Samhliða því hefur farið af stað mikil vinna við endurskoðun allrar námskrár í læknisfræði þannig að taka megi á móti auknum fjölda nema og að gæði námsins séu aukin. Stjórn FL ásamt Kennslu­ og fræðslumálanefnd hafa setið ótal fundi vegna þessa og lagt sig fram við að láta raddir nemenda heyrast í þessari endurskoðun. Bindur félag læknanema vonir við að sú vinna muni skila sér í enn betra námi við læknadeild á næstu árum. Að mörgu leiti hefur þó lífið hjá Félagi læknanema gengið sinn vanagang á þessu ári. Haldinn var samstillingarfundur í upp­ hafi skólaárs og farið í samstillingarferð á vor önn, fundað var reglulega með forseta lækna deildar og stjórn félagsins fór á árlegan fund með forstjóra Landspítala. Félag lækna nema tók í auknum mæli þátt í alþjóða samstarfi og fór fjölmennur hópur frá mörgum samstarfsfélögum FL bæði á ráð stefnu Federation of International Nordic Students’ Associations (FINO) 2017 í Svíþjóð og marsfund (e. March Meeting) 2018 í Egypta landi. Raunar er svo komið að Ísland er farið að full nýta pláss sín á alþjóðlegum ráð stefnum lækna nema og sitjum við uppi með það lúxus vandamál að þurfa að velja úr hvaða fulltrúar okkar sækja ráðstefnur. Rúsínan í pylsuenda þessa árs var þó að guli sófinn á þriðju hæð í læknagarði snéri loksins aftur á vormánuðum úr sinni tveggja ára löngu útlegð og hefur risið upp sem fönix í rauðum skrúða. Verkefni á liðnu ári hafa verið fjölbreytt og hafa að mestu gengið vel. Öflug starfsemi félagsins er aðeins möguleg vegna þess fjölda fólks sem lagt hefur hönd á plóg og vil ég þakka því öllu fyrir samstarfið á árinu og hlakka til áframhaldandi samvinnu í framtíðinni. Annáll Félags læknanema
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.