Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 102
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
st
la
r
10
2
Sýni voru í ræktun á sýklafræðideild í tvo
sólarhringa. Því næst var sýni tekið úr hverri
þyrpingu fyrir sig, fest við gler (e. fixed),
Gramlitað og skoðað í ljóssmásjá með 100x
stækkun.
Niðurstöður
Má sjá á Myndum 15 ásamt Töflu II.
Umræður
Þrátt fyrir umtalsverð sjáanleg óhreinindi
á nokkrum hlustunarpípanna virðist bakteríu
magn ekki vera í samræmi við það. Engar
meinvaldandi bakteríur ræktuðust, aðeins
umhverfisbakteríur. Því má velta fyrir sér hvort
óhreinindi séu hugsanlega ryð en samræmi
virðist vera milli daglegrar sprittnotkunar og
aukins magn sjáanlegra óhreininda undir þind.
Þakkir
Þátttakendur fá bestu þakkir fyrir þátttöku.
Við þökkum starfsfólki sýklafræðideildar
Landspítala fyrir hjálpina. Sérstakar þakkir
fá Hannes Bjarki Vigfússon, deildarlæknir
á sýklafræðideild og Erla Sigvaldadóttir,
lífeindafræðingur og verkefnastjóri hjá
sýklafræðideild. Án þeirra þá hefði úrvinnsla
sýna og túlkun ekki verið möguleg.
Mynd 6. Erla Sigvaldadóttir lífeindafræðingur og verkefnastjóri og Hannes Bjarki Vigfússon deildarlæknir.
Tafla II. Hér má sjá niðurstöður ræktana og Gramlitunar fyrir hverja hlustunarpípu fyrir sig.
Númer hlustunarpípu Niðurstöður ræktana og Gramlitunar
1 Gram jákvæðir klasakokkar, geta samrýmst Micrococcus tetragenis.
2 Gram jákvæðir klasakokkar, geta samrýmst coagulasa neikvæðum Staphyolucoccus
3
Gram jákvæðir kokkar
Gram jákvæðir klasakokkar, geta samrýmst Micrococcus tetragenis
Gram jákvæðir stafir, geta samrýmst Bacillus
4
Gram jákvæður langur stafur, getur samrýmst Bacillus
Gram jákvæðir klasakokkar, geta samrýmst coagulasaneikvæðum Staphylococcus
Gram jákvæðir klasakokkar, geta samrýmst Micrococcus tetragenis
Gram jákvæðir kokkar
5 Gram jákvæðir kokkar