Læknaneminn - 01.04.2018, Page 63

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 63
Fr óð le ik ur 63 Skoðunartækni og búnaður Gefa skal konunni næði til að afklæðast og bjóða henni ábreiðu sem er lögð yfir kvið og læri og nær niður að hnjám. Algengast er að kvenskoðun sé gerð á sérstökum kvenskoðunarbekk með stoðum (e. lithotomy position, sjá Mynd 2). Undirlag undir efri hluta konunnar er hækkað, hún sest og setur fætur upp í stoðir og mjakar sér niður á fremstu brún bekkjarins. Í þessari stöðu fæst góð sýn á ytri kynfæri og auðvelt er að framkvæma innri skoðun. Einnig er mögulegt að gera kvenskoðun á hefðbundnum skoðunarbekk án stoða. Þægilegast er þá að láta konuna liggja flata, setja hæla saman og draga þá að sér og láta hné síga út til hliðanna (demanta­stelling, sjá Mynd 3). Annar mögu­ leiki er að konan liggi flöt, beygi um hné og setji iljar flatar á skoðunarbekk og opni grind eins og hægt er (M­stelling, sjá Mynd 3). Við framkvæmd skoðunar skulu hendur vera hreinar og í hönskum. Góð lýsing er nauðsynleg. Öll áhöld, sýnapinnar og sýnaglös, bursti fyrir Pap­strok og annað sem nota á í skoðuninni á að vera tiltækt innan handar og aðstoðarmanneskja upplýst um hvaða rannsóknir eru fyrirhugaðar eftir því sem við á. Við mat á innri kynfærum kvenna er notuð svokölluð andarnefja (e. speculum, sjá Mynd 4). Áhaldið er ýmist fjölnota (úr málmi) eða einnota (úr plasti) og kemur í mismunandi stærðum. Mikilvægt er að velja viðeigandi stærð. Konur sem hafa fætt börn um leggöng þarf stundum að skoða með stærri andarnefju en minni andarnefjur henta til dæmis fyrir frumbyrjur, unglingsstúlkur og margar eldri konur. Áður en fyrsta kvenskoðunin er framkvæmd er gott að skoða andarnefjuna, prófa að opna og loka henni og læsa í opinni stöðu með þar til gerðri skrúfu. Ytri skoðun Byrjað er á mati á ytri skapabörmum (e. labia majora), spangarsvæði (e. perineum) og munaðarhól (e. mons pubis). Gott er að vara konuna við áður en barmar eru aðskildir og innri skapabarmar (e. labia minora), snípur (e. clitoris), þvagrásarop (e. urethral meatus) og leggangaop (e. introitus) metin (sjá Mynd 5). Horft er eftir roða, sárum, útbrotum, útferð, bólgu og fyrirferðum. Sem dæmi um auðþekkjanlegar húðbreytingar má nefna sár og blöðrur af völdum Herpes simplex sýkingar, kynfæravörtur og Bartholin blöðru (e. Bartholin cyst) eða sýkingarpoll (e. abscess) sem lýsir sér sem aum fyrirferð klukkan fimm eða sjö við leggangaopið. Til að meta Bartholin­ kirtla er vísifingur settur inn í leggöngin neðarlega og þumall settur á neðri hluta ytri skapabarma og þreifað á milli tveggja fingra eftir bólgu eða eymslum. Innri skoðun Andarnefja af viðeigandi stærð er valin. Hún ætti að vera hituð (til dæmis með vatni) og vel smurð. Innri skapabarmar eru aðskildir og lokaðri andarnefju er smeygt varlega inn í leggöng í 45° halla. Varast skal að klemma kynfærahár eða skapabarma á leiðinni inn. Andarnefjunni er snúið í lárétta stöðu eftir að inn um leggangaop er komið og henni rennt niður á við eftir aftari vegg legganga, um fjóra til fimm sm inn á við. Andarnefjan er opnuð varlega og þá ætti leghálsinn (e. cervix) að vera sýnilegur (sjá Myndir 6 og 7). Misauðvelt er að finna leghálsinn og stundum getur verið nauðsynlegt að bakka einn til tvo sm, loka nefjunni og setja hana aftur inn, beina henni meira niður á við og lengra inn. Andarnefjan ætti að umkringja leghálsinn þannig að hann sjáist vel (sjá Mynd 7). Litur á leghálsi er metinn. Yfirborðið ætti að vera slétt. Leitað er eftir sárum, fyrirferðum, blæðingu og útferð. Ef taka á sýni, til dæmis í bakteríuræktun, veiruleit, PCR mótefnaleit fyrir klamydíu og lekanda eða Pap­strok til skimunar fyrir leghálskrabbameini, er andarnefju læst í opinni stöðu með þar til gerðri skrúfu á meðan sýni eru tekin. Mikilvægt er að vara konuna við áður en sýni eru tekin þar sem sýnataka getur verið óþægileg. Að því loknu er andarnefju aflæst og hún dregin varlega til baka út úr leggöngunum í opinni stöðu en lokað við leggangaopið. Á útleiðinni er slímhúð legganga metin með tilliti til litar, bólgu, útferðar, fyrirferða, sára og estrógen­áhrifa en skortur á fellingum bendir til skorts á estrógeni. Skoðun með andarnefju á aldrei að vera sársauka full en sumum konum getur fundist hún óþægileg. Fylgjast þarf vel með líðan konunnar meðan á skoðun stendur og ef mikillar vanlíðanar verður vart er rétt að stöðva skoðunina uns konan treystir sér til að halda áfram. Mynd 8. Innri þreifing.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.