Læknaneminn - 01.04.2018, Page 54
Fr
óð
le
ik
ur
54
Réttarlæknisfræði er grein innan læknis
fræðinnar sem fáir kynnast vel í náminu
en hún hefur töluverða sérstöðu. Stór hluti
greinar innar snýst um að framkvæma réttar
krufningar en þær eru gerðar til þess að
ákvarða dánaratvik og orsök. Dánaratvik
á við um það hvernig dauðann bar að garði.
Dánaratvik eru náttúruleg þegar sjúkdómur
er dánarorsökin en ónáttúruleg þegar ytri öfl
valda dauðanum. Hið síðarnefnda má flokka
í slys, manndráp eða sjálfsvíg. Dánarorsök er sá
sjúkdómur eða áverki sem leiðir til stöðvunar
á lífsnauðsynlegum þáttum.
Í leiðbeiningum frá Evrópuráði í réttar
læknisfræði (e. European Council of Legal
Medicine) fyrirfinnast þrjár mismunandi
ábend ingar fyrir réttarkrufningu. Sú fyrsta er
grunur um aðild annars aðila að dauða hins
látna hvort sem um er að ræða að yfirlögðu
ráði eða vegna vanrækslu. Önnur ábendingin
er skyld hinni fyrstu en það er til að reyna að
komast að dánarorsök og útiloka aðild annars
einstaklings að dauða hins látna. Að lokum
eru réttarkrufningar framkvæmdar til að bera
kennsl á hinn látna. Landlæknisembættið
hefur gefið út leiðbeiningar um hvaða andlát
skulu tilkynnt til lögreglu sem byggð eru á
lögum um dánarvottorð, krufningar og fleira
(sjá Töflu I). Læknir sem annaðist sjúklinginn
skal tilkynna andlátið en það er lögregla en ekki
læknar sem taka ákvörðun um réttarkrufningu
og eru þær þannig framkvæmdar að beiðni
lögregluyfirvalda. Ekki leiða allar tilkynningar
til réttarkrufningar.
Áður en krufning hefst ætti réttarlæknirinn
að vera upplýstur um aðdraganda málsins til
dæmis um möguleg vopn og ferla sem leiddu
til andláts, aðstæður og stað þar sem líkið
fannst. Mikilvægt er að krufning fari sem fyrst
fram og að fram að krufningu sé farið varlega
með líkið og að ekki sé hróflað við ástandi
þess. Til dæmis getur verið rétt að setja poka
um hendur líks til að freista þess að ná af þeim
snefilgögnum. Sem dæmi um slíkt má nefna
að ef grunur er um sjálfveitta skotáverka má
reyna að ná seinna byssupúðri af höndunum.
Einnig er hægt að ná DNAsýni sem tengja
má við geranda. Mat á dánarstund fer fram
fram í völdum tilfellum og þarf þá að kalla til
réttarlækni á vettvang. Á þessu stigi þarf einnig
að meta þörf á myndrannsóknum. Að auki við
hefðbundnar krufningar eru framkvæmdar
hliðarrannsóknir sem geta reynst mjög
hjálplegar við að ákvarða dánarorsök og atvik.
Ytri skoðun
Krufningin hefst á ytri skoðun. Byrjað er
á að lýsa fötum hins látna. Þá er sérstaklega
mikilvægt að lýsa og skrásetja hverskonar
skemmdir og bletti, svo sem rifur og blóðbletti,
og tengja þær við áverka á líkinu ef við á.
Einnig ber að lýsa því sem ekki ber saman við
ástand líksins.
Næst ber að skoða alla fleti líksins án klæða og
er líkið ljósmyndað. Byrjað er á að lýsa kyni,
áætluðum aldri, holdafari og líkamsbyggingu,
húðlit og sérkennum svo sem húðflúrum og
örum. Einnig skal lýsa rotnunarástandi líksins.
Þá skal lengdar og þyngdarmæla líkið.
Sem og við aðrar læknisskoðanir skal svo
skoða líkamann á kerfisbundinn hátt. Yfirleitt
er byrjað á hárinu og allur líkaminn skoðaður
í bak og fyrir niður að iljum. Sérstaka athygli
þarf að veita nokkrum þáttum. Alla áverka skal
mæla og lýsa vel með tilliti til staðsetningar,
litar, lögunar, gróanda og fleira. Þetta á einnig
við um áverka sem hlutust við endurlífgun
eða önnur læknisfræðileg inngrip. Teknar eru
myndir af áverkunum. Í sumum tilvikum gæti
þurft að skera í áverkann, svo sem til að meta
marbletti, eða skera áverkann á brott til frekari
vefjafræðilegra rannsókna. Skoða skal öll
líkams op vel, bæði náttúruleg og ónáttúruleg.
Taka skal viðeigandi sýni svo sem lífsýni (eins
og líkamsvessa og vefjasýni) og snefilsýni (til
dæmis byssupúður) frá líkinu áður en innri
líkamsskoðun hefst.
Innri skoðun
Opna ætti inn á kúpu, brjóst og kviðarhol í
lögum og leita eftir merkjum um áverka í hverju
lagi fyrir sig. Þannig er til dæmis mikilvægt
að fjarlægja beinhimnuna af höfuðkúpunni
til að athuga hvort sjáist brot eða sprungur.
Þegar inn er komið ætti að athuga hvort loft
sé í líkamsholunum. Þá ætti að mæla vökva svo
sem fleiðruvökva, gollurshússvökva, þvag og
blóð. Sérstaklega skal veita athygli blóði sem
safnast hefur fyrir, þá einna helst á stöðum þar
sem það ætti ekki að vera eins og í gollurshúsi
eða kviðarholi.
Líffærin ættu að vera skoðuð í upprunalegri
legu sinni áður en þau eru fjarlægð og útliti
þeirra og áverkum lýst. Eftir það ætti að
fjarlægja þau úr líkamanum og skoða vandlega.
Líffærin eru svo krufin á viðurkenndan og
kerfisbundinn hátt sem tekur tillit til áverka
og ummerkja um sjúkdóma eða skaða. Einnig
eru klipptar upp æðar, til dæmis kransæðar,
slagæðar í heila, ósæð og greinar hennar og
portæð (lat. vena portae hepatis). Magainnihald
er skoðað til dæmis til að leita eftir leifum af
töflum og til að greina hvað manneskjan hefur
borðað. Tekin eru sýni úr flestum líffærum
fyrir vefjafræðilega greiningu.
Hliðarrannsóknir
Myndrannsóknir
Notkun á myndrannsóknum hefur aukist
í réttarlæknisfræði. Tölvusneiðmynd eftir
andlát varðveitir upplýsingar um líffæri og
meinsemdir hins látna. Þar að auki getur
tölvusneiðmynd eftir andlát hjálpað til við að
svara spurningum sem getur reynst erfitt að
Signý Malín Pálsdóttir
læknanemi á fimmta ári 2017-2018
Pétur Guðmann Guðmannson
sérfræðingur í réttarlækningum
Réttarkrufning
Ábendingar, framkvæmd og hliðarrannsóknir