Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 97

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 97
Sk em m tie fn i o g pi st la r 97 Helgi Guðmundur Ásmundsson kandídat 2017-2018 Ég notaði mánuð af valtímabilinu til að kynna mér starf erfðalækna á Landspítalanum. Ég hef lengi haft áhuga á erfðafræði og langaði því að sjá hvað fælist í starfi klínískra erfðalækna. Ég hafði litla hugmynd um það, enda er hálfur dagur á göngudeild erfðalækninga eina klíníska kennslan í erfðalæknisfræði við Læknadeild. Fyrstu tvo mánuðina af valtímabilinu var ég í Nepal og á Indlandi. Það voru því svolítil viðbrigði að vera skyndilega mættur á erfða­ og sameindalæknisfræðideild Landspítalans. Hins vegar var vel tekið á móti mér og ég fljótt settur inn í starfsemi deildarinnar. Kennslan var tvíþætt. Annars vegar var ég með í við­ tölum á göngudeild og hins vegar kynnti ég mér starfsemi deildarinnar. Fyrir utan göngudeildar starfsemi fara þar fram litningarannsóknir, nýbura­ og fóstur­ skimanir ásamt öðrum erfða rannsóknum. Þá var einnig kynnt fyrir mér sam starf klínískra erfða lækna við Íslenska erfðagreiningu. Útbúin var ítarleg dagskrá fyrir hverja viku og stóðst hún að mestu leyti. Flesta göngudeildar­ daga fylgdi ég annað hvort erfðalæknunum Jóni Jóhannesi Jónssyni og Reyni Arngrímssyni eða Vigdísi Stefánsdóttur erfðaráðgjafa. Oftast var um að ræða fólk í uppvinnslu vegna gruns um krabbameinsvaldandi stökkbreytingar. Raunar kom það mér á óvart hversu mikið var um slík viðtöl en mikil aukning hefur verið í þeirri starfsemi undanfarin ár. Inn á milli komu sjúklingar í greiningarferli eða eftirliti vegna sjaldgæfari erfðasjúkdóma. Í sumum tilvikum skrifaði ég göngudeildarnóturnar. Það var nokkuð lærdómsríkt, enda eru þær nótur talsvert ítarlegri en almennt gerist í klínískri læknisfræði. Sem hluti af kynningu á starfsemi erfða­ og sameindalæknisfræðideildarinnar fékk ég kennslu í grundvallaratriðum litninga­ rannsókna, örflögu greininga og annarra erfða­ rannsókna. Þá var einn dagur til einkaður kennslu í fóstur skimun og annar í nýbura skimun. Þrjá daga heimsótti ég Íslenska erfða greiningu. Þar er að finna lítið teymi sem nýtir sér þann gagnagrunn sem Íslensk erfðagreining býr yfir til að finna erfða breytileika sem skýra sjúkdóma í einstak­ lingum og fjölskyldum sem ekki hefur tekist að skýra með öðrum hætti. Teymið er samsett af Patrick Sulem lækni, Guðnýju Önnu Árnadóttur líf upplýsinga fræðingi og Brynjari Erni Jenssyni lífefna verkfræðingi og er þessi vinna unnin í sam starfi við erfða lækna á LSH. Þetta var lærdóms ríkt og er það starf sem þarna er unnið mjög áhuga vert. Í grófum dráttum felst þetta í því að sjúk lingar eru raðgreindir og leitað að erfða breytileikum í erfða mengi þeirra sem eru sjaldgæfir í gagna grunninum, en hann er sam settur af erfða mengi 50.000 Íslendinga. Í raun var þetta svolítið eins og að vera staddur í vísindas káldskap. Þá væri ég að ljúga ef ég segðist skilja allt sem þarna fór fram, þó ég hafi vonandi náð megininntakinu. Sjálfur tel ég ólíklegt að ég leggi fyrir mig erfða lækningar þó ég útiloki það ekki. Undan­ farin ár hafa þó orðið ótrúlegar framfarir í erfðafræði. Því er sennilegt að læknar muni þurfa að búa yfir meiri þekkingu á þessu sviði en nauðsynlegt hefur verið fram að þessu. Þá er erfðalæknisfræði áhugavert fag og þeir sjúkdómar sem erfðalæknar sinna mjög fjölbreyttir. Ég mæli því eindregið með að fólk nýti hluta af valtímabilinu sínu á erfða­ og sameindalæknisfræðideild LSH. Valtímabil á Íslandi 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.