Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 132

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 132
R an ns ók na rv er ke fn i 3 . á rs n em a 20 17 13 2 Forspárgildi anti-dsDNA hækkunar fyrir versnunarkast í rauðum úlfum-Safngreining. Margrét Arna Viktorsdóttir1, Gunnar Tómasson1, Þórunn Jónsdóttir2, Sæmundur Rögnvaldsson1. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús. Inngangur: Rauðir úlfar (systemic lupus erythematosus (SLE)) eru fjölkerfa sjálfsofnæmissjúkdómur með breytilega sjúkdómsvirkni, þar sem að á skiptast versnunarköst og tímabil með lítilli sjúkdómsvirkni. Mótefni gegn tvístranda DNA (anti­dsDNA) hafa ótvírætt gildi til að staðfesta greiningu á SLE og hafa tengsl við sjúkdómsvirkni. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er gagnlegt að fylgjast með anti­dsDNA gildum hjá sjúklingum með SLE, en vafi er uppi um hve vel slíkum mælingum tekst að finna sjúklinga sem fá versnunarkast sjúkdóms. Markmið þessa verkefnis eru að finna forspárgildi hækkunar anti­dsDNA mótefna á versnunarkast í SLE með safngreiningu á birtum rannsóknum auk þess að leggja mat á misleitni og bera kennsl á mögulegar orsakir hennar. Efniviður og aðferðir: Gerð var leit í MEDLINE gagnagrunninum og greinar sem ekki var unnt að útiloka með yfirferð á titlum og/eða útdrætti voru lesnar ítarlega (full­text review). Megin inntökuskilmerki voru að hægt væri að draga út upplýsingar um næmi og sértæki hækkunar á anti­ dsDNA fyrir versnunarkast SLE. Fyrir hverja grein var reiknað jákvætt­ og neikvætt líkindahlutfall og dregnar út upplýsingar um birtingarmynd sjúkdóms og mæliaðferðir á anti­dsDNA. Niðurstöður eru settar fram með forest myndum og samantektargildi fyrir jákvæð­ og neikvæð líkindahlutföll (likelihood ratios), reiknuð með módeli er tekur tillit til slembinna þátta (random effects model) og sett fram með 95% öryggismörkum. Til að meta breytileika milli rannsókna (misleitni (e. heterogeneity)) var reiknuð I2­stærð sem tekur gildi milli 0 og 1 og vísar til þess hve stór hluti heildarbreytileika safngreiningar er tilkomin vegna misleitni. Safn­aðhvarfsgreining var notuð til að meta áhrif i)tíma birtingar, ii)kynjahlutfalla, iii)hve hátt hlutfall sjúklinga hafði nýrnasjúkdóm, iv)mæli­ aðferða og v)tíðni anti­dsDNA mælinga á niðurstöður og misleitni. Egger’s próf var notað til að meta hvort niðurstöður safngreiningarinnar væru undir áhrifum birtingarskekkju (publication bias). Niðurstöður þess prófs eru sett fram sem p­gildi og p<0.05 talið samrýmast því að birtingarskekkja sé til staðar. Niðurstöður: Leit skilaði 1690 greinum og voru 58 teknar til ítarlegrar yfirferðar. Átta rannsóknir, með samtals 850 sjúklingum, sem birtar voru árin 1982­2014 uppfylltu inntökuskilmerki. Hækkun á anti­dsDNA varð hjá 227 sjúklingum og 226 fengu sjúkdómsversnun. Samantektargildi fyrir jákvætt líkindahlutfall fyrir hækkun á anti­dsDNA fyrir sjúkdómsversnun var 5.46 (95% CI 2.23­ 13.41) og 0.47 (95% CI 0.30­0.72) fyrir neikvætt líkindahlutfall. Það var veruleg misleitni á milli greinanna (I2=0,88). Safnaðhvarfsgreining leiddi í ljós að tími birtingar hafði áhrif á niðurstöðu með þeim hætti að eldri rannsóknir benda til sterkari tengsla hækkunar á anti­dsDNA við versnun heldur en nýrri rannsóknir. I2 minnkaði úr 0,88 í 0,85 þegar tekið var tillit til tíma birtingar. Sjúkdómsþættir SLE eða mæliaðferðir anti­dsDNA höfðu hvorki tengsl við niðurstöður né skýrðu misleitni. Niðurstöður Egger’s prófs fyrir birtingarskekkju voru 0.03 og því ljóst að birtingarskekkja er til staðar. Ályktanir: Hækkkun á anti­dsDNA hefur nokkurt forspárgildi á sjúkdómsversnun í SLE. Misleitni er veruleg milli rannsókna um efnið. Egger’s próf sýndi að nokkur birtingarskekkja er til staðar þar sem minni rannsóknir sýndu forspárgildi anti­dsDNA hækkunar fyrir versnunarkast meira en það raunverulega er. Stenotrophomonas maltophilia blóðsýkingar ásamt öðrum sýkingum af hennar völdum á Íslandi Ólafur Orri Sturluson1, Helga Erlendsdóttir1,2, Sigurður Guðmundsson1,3, Kristján Orri Helgason2 og Magnús Gottfreðsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sýklafræðideild Landspítala, 3Smitsjúkdómadeild Landspítala Inngangur: Stenotrophomonas maltophilia er loftháð Gram neikvæð staflaga baktería og vex í röku umhverfi. S. maltophilia myndar örverufilmur (e. biofilm) fyrst og fremst á innra yfirborði æðaleggja. Almennt er S. maltophilia talin vera baktería með litla meinvirkni en sýkingar af hennar völdum geta þó verið alvarlegar. Áhættuþættir fyrir S. maltophilia sýkingar eru m.a. ónæmisbæling, inniliggjandi æðaleggir, útsetning fyrir breiðvirkum sýklalyfjum og löng dvöl á sjúkrahúsi. Algengustu sýkingar sem S. maltophilia veldur eru lungnasýkingar, blóðsýkingar (e. bacteremia), sýklasótt (e. sepsis) og húð­ og þvagfærasýkingar. Erfitt getur verið að meðhöndla S. maltophilia sýkingar vegna ónæmis fyrir nær öllum aminoglycosíðum og β­lactam sýklalyfjum, þar á meðal carbapenemlyfjum. Þá hefur komið upp ónæmi fyrir fluoroquinolonum, tetracyclinum og trimethoprim/sulfamethoxazole (TMP/SMX) en þó ekki fyrir öllum lyfjunum í einu. TMP/SMX er besta meðferðin við sýkingum vegna S. maltophilia. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna hvaða sjúklingahópar fengu þessar sýkingar af völdum S. maltophilia. Jafnframt finna hvað væri sameiginlegt með þessum sjúklingum og kanna afdrif þeirra. Efniviður og aðferðir: Allar jákvæðar S. maltophilia blóðræktanir frá 1. janúar 2006 til og með 31. desember 2016 voru fundnar í gögnum Sýklafræðideildar Landspítalans. Klínískum upplýsingum var síðan safnað úr sjúkraskrám sjúklinganna. Þá var klínískum upplýsingum einnig safnað úr sjúkraskrám þeirra einstaklinga sem lágu á LSH eða HSS og höfðu ræktast með S. maltophilia í hvaða ræktun sem er frá 1. október 2016 til og með 3. mars 2017. Niðurstöður: Alls voru 41 sjúklingur með blóðsýkingu af völdum S. maltophilia á tímabilinu en engar á árunum 2014 og 2015. Sjúklingahópurinn var helst skipaður krabbameinssjúklingum (36.5%) og sprautufíklum (19.5%). Þá voru 24.5% sjúklinga með hvítkornafæð við sýkingu. Algengast var að sýkingin væri rakinn til æðaleggja (24.5%). Þá var 30 daga dánartíðni fullorðina 23% en 40% sjúklinga með hvítkornafæð við sýkingu létust og voru þeir marktækt líklegri til að deyja úr sýkingunni en hinir sjúklingarnir (P = 0.038). Aðeins 40% allra sjúklinganna voru settir á TMP/SMX en þó sást að fleiri voru settir á TMP/SMX á seinni árum tímabilsins. Þá fundust 36 sjúklingar sem höfðu ræktast jákvæðir fyrir S. maltophilia í öðrum ræktunum heldur en blóðræktunum á seinna tímabilinu. Þar var sjúklingahópurinn helst skipaður krabbameinssjúklingum (31.5%) og sjúklingum með langvinna lungnateppu (29%). Flest sýnin komu frá lungum (50%) og var algengast að þær væru túlkaðar sem klínískar sýkingar (68.5%). Þá voru 69.5% sjúklinganna með klíníska sýkingu settir á TMP/SMX. Ályktanir: Rekja mátti 19.5% allra blóðsýkinga á Íslandi síðat liðinn áratug til fíkniefna sprautunotkunar. Þessum áhættuhópi hefur ekki verið áður lýst. Þá sást að hvítkornafæð jók líkurnar á því að sjúklingur myndi deyja vegna S. maltophilia blóðsýkingar (P=0.036). Flestir sjúklinganna höfðu áhættuþætti sem auka líkurnar á sýkingu t.d. æðaleggi og ónæmisbælingu. Þessi rannsókn sýnir að S. maltophilia skal höfð í huga þegar sprautufíklar eru til meðhöndlunar. Jafnframt sýnir hún að aðeins 40% sjúklinga með S. maltophilia blóðsýkingu fengu bestu sýklalyfjameðferð en þó höfðu fleiri sjúklingar fengið TMP/SMX á seinni hluta tímabilsins heldur en fyrri hluta þess sem bendir til jákvæðrar þróunar þegar það kemur að gjöf TMP/ SMX við S. maltophilia blóðsýkingum á Íslandi. Tethered Cord Release in Myelomeningocele: An Investigation on the Effect of Tethered Cord Release on Tethered Cord Syndrome Related Procedures Ragna Sigurðardóttir1, Joel Haakon Borgstedt­Bakke2, Guðrún Guðmundsdóttir2, Mikkel Mylius Rasmussen2 1University of Iceland, Reykjavík, Iceland; 2Aarhus Univeristy Hospital, Department of Neurosurgery, Aarhus, Denmark Introduction: Tethered cord syndrome (TCS) is a functional disorder caused by anchoring of the spinal cord at its caudal end by an inelastic structure. Such anchoring of the spinal cord induces stretching, disrupting the normal physiology of the spinal cord, which can lead to symptoms such as back and leg pain, progressive motor and sensory deficits in the lower limbs, neurogenic bladder and bowel dysfunction, and scoliosis. Many of these symptoms require surgical treatment. The primary treatment for TCS is surgical tethered cord release (TCR). Surgical results vary, however, between groups of patients with TCS. The group with the worst outcome in improvement of symptoms are patients with myelomeningocele (MMC). The aim of this study was to investigate the effect of TCR surgery on the frequency of TCS related surgeries in patients with MMC. Methods: A study population from a previous study in our research group was adopted. The study group included patients in the Western Denmark Myelomeningocele Database, which contains all patients born with MMC in western Denmark from January 1st, 1970 to the present. A cross­reference had previously been performed on June 19th, 2015 with the study population and the Central Denmark Region database at Aarhus University Hospital. Information on procedures on MMC patients that were alive at any point in time between January 1st, 1996 and June 19th, 2015 was extracted. Data was collected on orthopedic surgery, occipito­cervical decompression, neurogenic bladder and bowel dysfunction surgery, dermal ulcer surgery, spondylodesis, and shunt surgery. Data on shunt surgery was used as a control as it was not expected to be affected by TCR. Data on each surgery category was compared between two groups of patients, TCR and non­TCR. Data was also compared within the TCR group, before and after TCR. Age at surgery, years at risk, and incidence rates of each surgery per year of age and per year at risk were calculated. Results: A total of 166 patients were included in the study. 45 patients (27%) had undergone TCR, seven of which were reoperated (16%). A total of 52 TCR operations were performed over the study time period, yielding an incidence of 18,1 operations per 1.000 years at risk. The average age at TCR was 12,33 years [1,3­29,4 years]. No significant difference was found between the number of TCS related operations between groups (TCR vs. non­TCR) in any surgery category, or within the TCR group (before and after TCR). Conclusion: TCR does not seem to have an effect on the number of TCS related surgeries in patients with MMC. This supports the hypothesis that TCR in patients with MMC does not improve symptoms of TCS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.