Læknaneminn - 01.04.2018, Page 43

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 43
Fr óð le ik ur 43 þéttni í þvagi er hærri eða jöfn 30 mmól/l og rúmmál utanfrumuvökva sjúklingsins er eðlilegt gæti SIAD verið rétt greining. Hins vegar er mjög mikilvægt að útiloka aðrar mögulegar orsakir til dæmis nýrnahettubilun. Aðlögun miðtaugakerfis að blóðnatríumlækkun og osmósuafmýlingarheilkenni Alvarleg einkenni blóðnatríumlækkunar orsak ast af bjúg í heila og auknum innankúpu­ þrýstingi vegna mismunar á osmólaþéttni í sermi og í heila. Þetta gerist þegar blóð­ natríum lækkun þróast hratt og heilinn hefur ekki tækifæri til að aðlagast. Með tímanum minn kar heilinn osmólaþéttni sína til að minnka bjúg og innankúpuþrýsting. Þetta tekur 24­48 klukkustundir. Ef leiðrétting á blóðnatríumgildi verður of hröð þegar þessi aðlögun hefur átt sér stað getur það leitt til osmósuafmýlingarheilkennis. Það er heilkenni heilaskemmda sem einkennast af mýliseyðingu. Þetta getur leitt til óaftur kræfra heilaskemmda og dauða. Einkenni osmósuafmýlingar­ heil kennis koma yfirleitt fram eftir einn til sjö daga og eru breytileg allt eftir umfangi skemmdanna. Segulómun er kjörrannsókn til greiningar osmósuafmýlingarheilkennis. Tíma setning hennar skiptir þó miklu máli þar sem rann sóknin er oft eðlileg við upphaf ein­ kenna og greinast skemmdir stundum ekki fyrr en eftir eina til tvær vikur. Aðrir þættir geta valdið osmósuafmýlingu eða aukið hættuna á henni svo sem áfengissýki, vannæringarástand, kalíum skortur og lifrarbilun. Ef þessir sjúk­ dómar eru til staðar skal stefna að því að hækka styrk natríum í blóði hægar til að minnka líkur á osmósuafmýlingarheilkenni. Meðferð blóðnatríumlækkunar Blóðnatríumlækkun er til að byrja með með­ höndluð út frá alvarleika (sjá Töflu III) og tímalengd (sjá Töflu II) einkenna. Meðferð miðast við að koma í veg fyrir frekari lækkun á styrk natríum í blóði og hækka hann hæfilega. Ef um svæsin eða meðalsvæsin einkenni er að ræða eða ef blóðnatríumlækkun er bráð réttlætir það bráðameðferð þó orsök sé ekki ljós. Það er gert þar sem meiri hætta er á alvarlegum einkennum heilabjúgs en osmósuafmýlingar heilkenni. Mikilvægt er þó að takmarka hækkun á s­Na+ til að koma í veg fyrir þróun osmósuafmýlingarheilkennis. Ef einkenni eru væg og/eða langvinn er mælt með að fara fyrst í greiningarvinnu og með höndla síðan á viðeigandi hátt. Ítarlegri um fjöllun um greiningu og meðferð blóðnatríumlækkunar má finna í gæðahandbók Land spítala. Mikilvægt er að huga að öðrum or sökum einkenna ef þau lagast ekki með hækk andi blóðnatríumgildi. Ef blóðnatríumlækkun er væg en einkenni svæsin eða meðalsvæsin ætti einungis að gera ráð fyrir orsakasamhengi í undantekningar­ tilfellum.    Bráðameðferð við blóðnatríum- lækkun með svæsnum og m eðal- svæsnum einkennum Bráðameðferð er óháð því hvort blóðnatríum­ lækkun er bráð eða langvinn. Séu einkenni svæsin þarf að fá álit gjörgæslulækna. Meðferð svæsinna einkenna blóðnatríumlækkunar felst fyrst og fremst í gjöf ofþrýstins salt­ vatns. Gefnir eru 300 ml af 3% NaCl á 40 mín útum og s­Na+ er mælt eftir að 150 ml hafa runnið inn. Þetta má endurtaka tvisvar sinnum eða þar til s­Na+ hefur hækkað um 5 mmól/l. Ef einkennabati verður er 0,9% NaCl gefið á lágmarkshraða (40 ml/klst) og greiningarsértæk meðferð hafin ef unnt er. Ef einkennabati verður ekki við hækkun um 5 mmól/l á að halda áfram gjöf 3% NaCl þar til s­Na+ hefur hækkað um 10 mmól/l eða s­Na+ nær 130 mmól/l. Mikilvægt er að mæla s­Na+ reglulega fyrsta sólarhringinn og síðan að minnsta kosti daglega þar til gildi er stöðugt. Séu einkenni meðalsvæsin skal gefa staka gjöf af 150 ml 3% NaCl. Í þeim tilfellum er unnt að gefa sér tíma í greiningarsértækar rannsóknir og haga meðferð samkvæmt því. Meðferð við bráðri blóðnatríum- lækkun með engum eða vægum eink ennum Hjá sjúklingi með bráða blóðnatríumlækkun með engum eða vægum einkennum er hætta á frekari lækkun á blóðnatríumgildi. Þetta getur valdið hraðri versnun á ástandi sjúklings. Því er mikilvægt að endurmeta ástand sjúk­ lings reglulega. Ef styrkur natríum í blóði lækkar brátt um meira en 10 mmól/l skal gefa ofþrýstið saltvatn. Meðferð við langvinnri blóðnatríum- lækkun með engum eða vægum e inkennum Langvinn blóðnatríumlækkun er algeng og tengist aukinni dánartíðni bæði utan og innan spítala. Þó er óljóst hvort blóðnatríumlækkunin sjálf eða undirliggjandi sjúkdómsástand valdi aukinni dánartíðni. Í þessum tilvikum hefur orðið aðlögun að lækkuðu blóðnatríumgildi og þar sem einkenni eru væg eða ekki til staðar Tafla I. Flokkun byggð á blóðnatríumgildi. Alvarleiki S-Na+ (mmól/l) Væg 130 – 135 Meðalsvæsin 125 – 129 Svæsin <125 Tafla III. Flokkun byggð á einkennum. Alvarleiki Einkenni Meðalsvæsin Ógleði, óáttun, höfuðverkur Svæsin Uppköst, flog, öndunarörðugleikar, skert meðvitund (≤8 á GCS) Tafla II. Flokkun byggð á tímalengd. Tímalengd (klst) Bráð <48 Langvinn >48 Ef óvissa er um tímalengd er blóðnatríumlækkun flokkuð sem langvinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.