Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 136

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 136
R an ns ók na rv er ke fn i 3 . á rs n em a 20 17 13 6 ofþyngd (LÞS >30 kg/m2) höfðu oftar sykursýki, háþrýsting, blóðfituröskun, reykingasögu og tóku oftar beta­blokkera og statín. Einkenni og dreifing kransæðasjúkdóms var hins vegar sambærileg milli hópa, en sjúklingar í mikilli ofþyngd voru þó með lægra EuroSCORE­II en sjúklingar í kjörþyngd (1,6 sbr. 2,7, p=0,002). Aðgerðar­ og tangartími var marktækt lengri hjá offeitum (LÞS >30 kg/m2) en sjúklingum í kjörþyngd sem og heildarlegutími, sem var 2 dögum lengri hjá sjúklingum í mikilli ofþyngd samanborið við yfirþyngd (p=0,0099). Tíðni snemmkominna fylgikvilla var sambærileg milli hópa, nema hvað vægar skurðsýkingar og aftöppun af fleiðruvöka voru marktækt fátíðari hjá sjúklingum í mikilli ofþyngd. Dánartíðni innan 30 daga var sambærileg milli hópanna fjögurra, eða í kringum 2%. Langtímalifun var einnig sambærileg milli hópanna en heildarlifun 5 árum frá aðgerð var í kringum 90% (ÖB: 0,88–0,91) og 10 ára lifun 70% (ÖB: 0,70–0,76). MACCE sjúkdómsfrí 5 og 10 ára lifun reyndist einnig sambærileg milli hópa, eða í kringum 81% og 56% (p=0,7). Við aðhvarfsgreiningu reyndist LÞS hvorki sjálfstæður áhættuþáttur fyrir langtíma lifun (OR: 1,02, ÖB: 0,96–1,01) né heldur langtíma MACCE­frírri lifun (OR: 1, ÖB: 0,98 1.03). Ályktanir: Sjúklingar í ofþyngd sem gangast undir kransæðahjáveitu eru yngri og með fleiri áhættuþætti kransæðasjúkdóms. Þegar leiðrétt var fyrir þessum þáttum í fjölbreytugreiningu reyndist líkamsþyngdarstuðull ekki spá sjálfstætt fyrir um tíðni langtíma fylgikvilla og lifunar. Blóðsýkingar af völdum S. aureus á árunum 2010-2016. Ægir Eyþórsson1, Már Kristjánsson2, Hilmir Ásgeirsson4, Karl G. Kristinsson1,5, Ólafur Guðlaugsson3 1Læknadeild, 2Smitsjúkdómadeild LSH, 3Sýkingavarnardeild LSH, 4Smit­ sjúkdómadeild Karolinska University Hospital, 5Sýklafræðideild LSH Inngangur: Staphylococcus aureus er algengur og alvarlegur sýkill í mönnum og getur valdið fjölda mismunandi sýkinga. Bakterían þrífst vel á yfirborði dauðra hluta, sem gerir hana að kjörinni spítalasýkingu. Jafnframt finnst hún í eðlilegri flóru um þriðjungs manna, ýmist á húð, í nefi eða nefkoki. Bakterían er ein algengasta orsök blóðsýkinga á Vesturlöndum, en nýgengi S. aureus blóðsýkinga (e. S. aureus bacteremia, SAB) hefur farið mjög hækkandi samfara aukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. Blóðsýking getur fylgt því að bakterían dreifist um líkamann frá upphafsstað og getur einnig leitt til sýklasóttar (e. sepsis), sem er svar hýsils við sýkingunni. Sýklasótt getur leitt til losts (e. septic shock), sem hefur um 40% dánartíðni á spítala. Því eru SAB, eins og aðrar blóðsýkingar, alvarlegar og skiptir því miklu að réttur orsakavaldur sé greindur og réttri meðferð beitt. Fyrir tíma sýklalyfja var dánartíðni þeirra sem fengu SAB um 80% og er enn á bilinu 14­27%. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til þeirra blóðræktana sem bárust frá Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH) og eingöngu í einstaklingum, sem höfðu náð 18 ára aldri. Almennum upplýsingum um aldur, kyn, nýgengi og dánartíðni var safnað. Sjúklingar voru flokkaðar eftir því hvar þeir sýktust, hver uppspretta sýkingar var, alvarleiki sýkingar var skoðaður, upplýsingar um undirliggjandi sjúkdóma, áhættuþætti og aðskotahluti voru einnig skráðar. Ályktað var um gæði meðferðar út frá tegund sýklalyfs og lengd meðferðar. Kannað var hvort sjúklingar gengust undir hjartaómun og voru allar blóðræktanir á innlagnartímanum skoðaðar. Þá var upplýsingum um aðrar jákvæðar S. aureus ræktanir einnig safnað. Niðurstöður: Alls voru 648 jákvæðar blóðræktanir fyrir S. aureus á Íslandi á árunum 2008­2016. Á rannsóknartímabilinu var unnt að rannsaka 374 tilfelli í 360 einstaklingum. Nýgengitíðnin á árunum 2010­2016 var 28,8 per 105 persónuár, heildardánartíðni eftir 30 daga var 12,1% sem jókst í 20,16% eftir 90 daga. Karlar voru í meirihluta (66,4%) og var miðgildi aldurs 67 ár. Flestar sýkingar tengdust heilbrigðiskerfinu (35,5%) og aðskotahlutir voru algengustu uppsprettur sýkinganna, eða í 22,3% tilfella. Meirihluti sjúklinga (55,1%) var meðhöndlaður með upphafsmeðferð (e. emperic) með virkni gegn S. aureus og meirihluti sjúklinga (64,0%) fékk ákjósanlega eða fullnægjandi endanlega meðferð, sem er hækkun miðað við fyrri rannsóknir. Í 223 tilfellum var framkvæmd hjartaómun og 46 tilfelli af hjartaþelsbólgu voru greind á rannsóknartímabilinu. Ályktanir: Nýgengitíðni á rannsóknartímabilinu breyttist nánast ekkert miðað við seinustu rannsókn sem gerð var á Íslandi. Nýgengitíðnin er áþekk því sem gerist í samanburðarlöndum. Sömuleiðis var ekki munur á dánartíðni eftir 30 daga á milli rannsókna. Eins og sjá má á dánartíðninni er um alvarlega sýkingu að ræða, þrátt fyrir að næstum tveir af hverjum þremur fengi ákjósanlega eða fullnægjandi meðferð. Dánartíðnin í þessari rannsókn er þó heldur lægri en margar erlendar rannsóknir hafa sýnt. Ástæður þessarar lágu dánartíðni eru ekki ljósar. Í flestum tilfellum var óskað eftir ráðgjöf smitsjúkdómalækna sem telst afar jákvætt. Því miður voru nokkrir vankantar á því að blóð væri ræktað þangað til að neikvæð ræktun lág fyrir. 11. Rose EC, di San Filippo CA, Ndukwe Erlingsson UC, Ardon O, Pasquali M, Longo N. Genotype­Phenotype Correlation in Primary Carnitine Deficiency. Hum Mutat. 2012;33(1):118­123. doi:10.1002/ humu.21607. 12. Schoderbeck M, Auer B, Legenstein E, et al. Pregnancy­related changes of carnitine and acylcarnitine concentrations of plasma and erythrocytes. J Perinat Med. 1995;23(6):477­ 485. doi:10.1515/jpme.1995.23.6.477. 13. Van Hinsbergh VWM, Veerkamp JH, Van Moerkerk HTB. Palmitate oxidation by rat skeletal muscle mitochondria: Comparison of polarographic and radiochemical experiments. Arch Biochem Biophys. 1978;190(2):762­ 771. doi:https://doi.org/10.1016/0003­ 9861(78)90337­5. 14. Fukami K, Yamagishi SI, Sakai K, et al. Oral L­carnitine supplementation increases trimethylamine­N­oxide but reduces markers of vascular injury in hemodialysis patients. J Cardiovasc Pharmacol. 2015;65(3):289­295. doi:10.1097/FJC.0000000000000197. 15. Velasquez MT, Ramezani A, Manal A, Raj DS. Trimethylamine N­Oxide: The Good, the Bad and the Unknown. Vanholder R, ed. Toxins (Basel). 2016;8(11):326. doi:10.3390/ toxins8110326. 16. Bernardini I, Rizzo WB, Dalakas M, Bernar J, Gahl WA. Plasma and muscle free carnitine deficiency due to renal Fanconi syndrome. J Clin Invest. 1985;75(4):1124­1130. http:// www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/ PMC425435/. 17. Rasmussen J, Køber L, Lund AM, Nielsen OW. Primary Carnitine deficiency in the Faroe Islands: health and cardiac status in 76 adult patients diagnosed by screening. J Inherit Metab Dis. 2014;37(2):223­230. doi:10.1007/ s10545­013­9640­0. 18. Hafsteinsdóttir K, Snorradóttir H, Rasmussen E. Fréttir af frændum : sjúkdómurinn CTD í Færeyjum. Tímarit lífeindafræðinga. 2010;5(1). 19. Rasmussen J, Nielsen OW, Janzen N, et al. Carnitine levels in 26,462 individuals from the nationwide screening program for primary carnitine deficiency in the Faroe Islands. J Inherit Metab Dis. 2014;37(2):215­222. doi:10.1007/s10545­013­9606­2. 20. CARNITINE PALMITOYLTRANSFERASE I DEFICIENCY #255120. Online Mendelian Inheritance in Man, OMIM®. McKusick­ Nathans Institute of Genetic Medicine, Johns Hopkins University (Baltimore, MD). https:// omim.org/. Published 2015. 21. Fohner AE, Garrison NA, Austin MA, Burke W. Carnitine palmitoyltransferase 1A P479L and infant death: Policy implications of emerging data. Genet Med. 2017;19(8):851­ 857. doi:10.1038/gim.2016.202. 22. Bonnefont JP, Djouadi F, Prip­Buus C, Gobin S, Munnich A, Bastin J. Carnitine palmitoyltransferases 1 and 2: Biochemical, molecular and medical aspects. Mol Aspects Med. 2004;25(5­6):495­520. doi:10.1016/j. mam.2004.06.004. 23. Huerta­Alardín AL, Varon J, Marik PE. Bench­to­bedside review: Rhabdomyolysis – an overview for clinicians. Crit Care. 2005;9(2):158­169. doi:10.1186/cc2978. 24. Torres PA, Helmstetter JA, Kaye AM, Kaye AD. Rhabdomyolysis: Pathogenesis, Diagnosis, and Treatment. Ochsner J. 2015;15(1):58­69. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/ PMC4365849/. 25. Thuillier L, Rostane H, Droin V, et al. Correlation between genotype, metabolic data, and clinical presentation in carnitine palmitoyltransferase 2 (CPT2) deficiency. Hum Mutat. 2003;21(5):493­501. doi:10.1002/ humu.10201. 26. Vitoria I, Martín­Hernández E, Peña­ Quintana L, et al. Carnitine­Acylcarnitine Translocase Deficiency: Experience with Four Cases in Spain and Review of the Literature. JIMD Rep. 2015;20:11­20. doi:10.1007/8904_2014_382. 27. Rebouche CJ, Engel AG. Kinetic compartmental analysis of carnitine metabolism in the human carnitine deficiency syndromes. Evidence for alterations in tissue carnitine transport. J Clin Invest. 1984;73(3):857­867. http://www.ncbi.nlm.nih. gov/pmc/articles/PMC425090/. 28. Rebouche C, Bosch E, Chenard C, Schabold K, Nelson S. Utilization of dietary precursors for carnitine synthesis in human adults. J Nutr. 1989;119( July):1907­1913. http://ukpmc. Gallar í myndun og flutningi karnítíns Heimildaskrá – framhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.