Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 134
R
an
ns
ók
na
rv
er
ke
fn
i 3
. á
rs
n
em
a
20
17
13
4
hefji TNFi meðferð fyrir meðgöngu. Nýburum
kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma vegnar
jafnvel og nýburum annarra kvenna. Þörf er á frekari
rannsóknum með stærra þýði og því er fyrirhugað að
leggja þessi gögn fram í samnorræna rannsókn.
Helstu gæðavísar og árangur á
göngudeild barna og unglinga
með sykursýki á Íslandi
Sigríður Þóra Birgisdóttir1, Ragnar
Bjarnason1,2, Elísabet Konráðsdóttir2,3,
Soffía Jónasdóttir2
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2 Barnaspítali Hringsins,
3Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Inngangur: Sykursýki af tegund 1 er einn algengasti
langvinni sjúkdómurinn meðal barna og unglinga
og hefur nýgengi farið vaxandi undanfarna áratugi.
Eitt af meginmarkmiðum meðferðar hjá börnum
og unglingum er að blóðsykurgildi séu sem næst
eðlilegum mörkum, en því markmiði er oft erfitt að
ná. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi
góðrar blóðsykurstjórnunar hjá sykursjúkum til að
koma í veg fyrir eða seinka mjög alvarlegum síðbúnum
fylgikvillum. Markmið rannsóknarinnar er að meta
helstu gæðavísa og árangur á göngudeild barna og
unglinga með sykursýki á Íslandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra barna
og unglinga yngri en 18 ára með sykursýki af tegund
1 sem voru í eftirfylgd við göngudeild Barnaspítala á
tímabilinu 20062016. Upplýsingar voru fengnar úr
Swediabkids gagnagrunninum, þar sem helstu breytur
eru skráðar við hverja komu sjúklings. Blóðsykurstjórn
var metin út frá mælingum HbA1c, og meðaltal
mælinga fyrir hvert barn tekið. Einnig var skoðuð
tíðni alvarlegra blóðsykurfalla og blóðsýringa. Þá voru
nokkrir gæðavísar kannaðir, s.s. notkun á insúlíndælu
og hve regluleg skimun á alvarlegum fylgikvillum er.
Niðurstöður: Heildarfjöldi barna í eftirfylgd á
tímabilinu var 262 (137 drengir og 125 stúlkur), með
samtals 5590 komur á göngudeild. Meðalfjöldi barna í
eftirliti ár hvert var 116.9, með að meðaltali 4.21 komur.
Meðalaldur barna var 13.5 ár og meðaltímalengd með
sjúkdóminn 3.6 ár. Ársmeðalgildi HbA1c á tímabilinu
var 66.470.8 mmol/mol. Meðalgildi HbA1c var 67.81
mmol/mol fyrir allan sjúklingahópinn. 18% barna
náðu meðferðarmarkmiðum samkvæmt alþjóðlegum
viðmiðum HbA1c < 57 mmol/mol en 41.2% barna
voru með HbA1c > 70 mmol/mol að meðaltali.
Stúlkur voru með marktækt hærra meðalgildi HbA1c
en drengir og marktæk hækkun var á HbA1c eftir
aldri hjá stúlkum. Ekki var marktækur munur á
HbA1c fyrir og eftir uppsetningu insúlíndælu. Tíðni
alvarlegra blóðsykurfalla á rannsóknartímabilinu var
2.77 atvik / 100 sjúklingaár og tíðni blóðsýringa var
1.45 atvik / 100 sjúklingaár. Skimun fyrir síðbúnum
fylgikvillum er ekki nægilega markviss og þarf m.a. að
bæta skráningu og samræma vinnulag.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að
árangur meðferðar er ágætur í alþjóðlegum samanburði
en nokkuð síðri í samanburði við hin Norðurlöndin
þar sem aukinn árangur hefur náðst undanfarin
ár. Mikilvægt er að fá sem nákvæmasta mynd af
meðferðarárangri hérlendis til að hægt verði að ráðast í
markvissar aðgerðir til að bæta árangur og auka öryggi
og lífsgæði barna og unglinga með sykursýki á Íslandi.
Bráðar blæðingar frá neðri hluta
meltingarvegar:
Langtímahorfur og tíðni
endurblæðinga
Silja Ægisdóttir1, Jóhann Páll
Hreinsson2, Einar Stefán Björnsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Landspítali Háskólasjúkrahús
Inngangur: Bráð blæðing frá neðri hluta meltingar
vegar er algengt heilsufarsvandamál sem leiðir í
mörgum tilvikum til innlagnar á sjúkrahús. Fáar
rannsóknir eru til sem fjalla um langtímahorfur
sjúklinga með bráða blæðingu frá neðri hluta
meltingarvegar. Markmið þessarar rannsóknar var að
skoða horfur þessara sjúklinga til 5 ára og þá þætti
sem hafa forspárgildi fyrir endurblæðingu.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var þýðisbundin
eftirfylgdarrannsókn og náði til allra sjúklinga sem
leituðu á Landspítala á tímabilinu frá 1. janúar 2010
til 31. desember 2011. Gögnum frá 2010 var safnað
á framsýnan hátt en 2011 gögnum var safnað með
aftursýnum hætti. Upplýsingar um einkenni, orsök,
meðferð, fylgisjúkdóma, lyfjanotkun og blóðgildi
sjúklinga voru teknar saman. Viðmiðunarhópur
samanstóð af sjúklingum sem voru speglaðir árið 2010
án þess grunur væri um blæðingu og var valinn með
tilliti til aldurs og kyns.
Niðurstöður: Alls greindust 323 sjúklingar með bráða
blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar á tímabilinu
sem rannsóknin tók til. Kynjaskipting var nokkuð
jöfn en konur voru 52%. Meðalaldur sjúklinganna
var 64 ár (±21) og meirihluti þeirra (67%) var 60
ára og eldri. Ristilpokar (24%) voru algengasta orsök
blæðinga og gyllinæð (15%) næst algengust. Tíðni
endurblæðinga var 21% á eftirfylgdartímabilinu en
2,8% hjá viðmiðunarhópi. Cox aðhvarfsgreining
leiddi í ljós að áhættan á endurblæðingum var 8x
(95% öryggisbil 2,922) meiri í hópi blæðara miðað
við viðmiðunarhóp þegar leiðrétt var fyrir aldri,
fylgisjúkdómum og blóðþynnandi lyfjum. Þegar
hópur þeirra sem blæddu aftur var borin saman við þá
sem blæddu ekki aftur með einþátta tölfræðigreiningu
voru marktækt fleiri úr hópi endurblæðara með ≥2
stig á Charlson fylgisjúkdóma skalanum. Lógistísk
aðhvarfsgreining leiddi ekki í ljós forspárþætti fyrir
endurblæðingu.
Ályktanir: Um það bil 1 af hverjum 5 sem fá bráða
blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar koma til með
blæða aftur á 5 ára tímabili og eru mun líklegri til þess
heldur en viðmiðunarhópur. Aldur, fylgisjúkdómar og
notkun blóðþynnandi lyfja virðast ekki geta spáð fyrir
um hverjir blæða aftur.
Nýir Íslendingar - Heilsufar
nýrra Íslendinga sem koma í
fyrstu skimun eftir flutning
til Íslands á Barnaspítala
Hringsins
Stella Rún Guðmundsdóttir1,
Valtýr Stefánsson Thors1,2, Ásgeir
Haraldsson1,2, Ardís Henriksdóttir2,
Gestur Pálsson2, Þórólfur Guðnason3
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Barnaspítali Hringsins, 3Embætti
sóttvarnalæknis
Inngangur: Innflytjendur eru alltaf að verða stærri hluti
af íslensku samfélagi. Nýir Íslendingar eiga sér ólíkan
bakgrunn. Sumir eru innflytjendur sem höfðu tíma til
að undirbúa sig og völdu Ísland sérstaklega. Aðrir eru
kvótaflóttamenn, einstaklingar sem eru að flýja stríð og
er úthlutað Íslandi og enn aðrir hælisleitendur. Börn
eru ættleidd til landsins frá ýmsum heimshlutum.
Innflytjendur koma gjarnan frá landsvæðum þar sem
heilbrigðiskerfið er ekki sambærilegt því íslenska og
algengi smitsjúkdóma ólíkt því sem gerist hér. Vegna
þessa setti embætti landlæknis ákveðnar verklagsreglur
um að allir umsækjendur um dvalarleyfi eða alþjóðlega
vernd sem og kvótaflóttamenn frá Mið og Suður
Ameríku, þ.m.t. Mexíkó, Evrópu utan EES, Asíu eða
Afríku skulu gangast undir læknisrannsókn vegna
sóttnæmra sjúkdóma. Umsækjendur frá EES, Sviss,
Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi
eða Ísrael þurfa ekki undirgangast læknisrannsókn.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvert sé
algengi smitsjúkdóma hjá börnum sem flytjast til
landsins, hvort algengi sé ólíkt eftir ástæðu komu
til landsins eða upprunasvæðum. Einnig vildum við
athuga hvort margir fleiri greinist með leynda berkla
eftir að viðmiðið á jákvæðu Mantoux prófi breyttist.
Að lokum kanna hvort ástæða sé til að breyta lista yfir
þau lönd sem eru skimuð.
Efni og aðferðir: Rannsókn þessi nær til allra barna
sem komu í fyrstu skoðun á Barnaspítala Hringsins
eftir komu til landsins á tímabilinu frá 1. janúar
2006 til 31. desember 2015 (n=1245). Notast
var við gagnagrunn í formi læknabréfa sem teymi
innflytjendamóttöku hefur haldið utan um og fengust
upplýsingar með leit eftir ICD10 greiningum í
sögukerfi LSH.
Niðurstöður: Alls undirgengust 1245 börn skimun
á tímabilinu: 724 almennir innflytjendur, 68
flóttamenn, 106 hælisleitendur, 24 skiptinemar og
170 þar sem óljóst var hvernig komu væri háttað.
Af börnunum sem undirgengust skimun voru 14,3%
með smitsjúkdóm, einn eða fleiri. Flest voru með
leynda berkla, 88 börn (7,1% af skimuðum) og
sníkjudýr í saur 86 börn (7,4% af skimuðum). Þá
voru 9 börn með lifrarbólgu B (0,76% skimaðra) og
eitt barn með sárasótt (0,084%). Af leyndum berklum
komu flestir frá Filipseyjum, 29 börn eða 17,9% allra
sem komu þaðan og Póllandi, 19 börn eða 13,9%
pólskra barna. Marktækt fleiri innflytjendur voru með
leynda berkla fram yfir hælisleitendur og flóttamenn
(p=0,00084). Alls fundust 15 tegundir meinvaldandi
sníkjudýra í saur og voru algengustu: Giardia lamblia,
Trichuris trichuria og Ascaris lumbricoides. Marktækt
fleiri frá löndum sunnana Sahara (p=0,048) og frá
Suður Ameríku (p=0,031) voru með sníkjudýr í saur.
Einnig voru marktækt fleiri flóttamenn (p=0,0021) en
fóru þeir allir í gegnum flóttamannabúðir. Einungis
komu 37,4% barnanna með bólusetningaskírteini
en af þeim voru 94% vel bólusett. Af börnum með
skírteini voru 89,7% með MMR mótefni í blóði borið
saman við 81,5% þeirra sem voru ekki með skírteini.
Ályktun: Rannsóknin okkar leiðir í ljós að börn sem
koma í skimun eru almennt hraust, inngrip af hálfu
heilbrigðiskerfisins eru óþörf í flestum tilfellum og
skimun mögulega of ítarleg á Barnaspítalanum. Helst
fundust leyndir berklar og sníkjudýr í saur. Íhuga ætti
að endurskoða lista yfir þau lönd sem eru skimuð
fyrir leyndum berklum, með tilliti til Póllands og
Eystrasaltslandanna.
Hlutverk V-ATPasa í sortuæxlum
Áhrif niðurfellingar undireininga
V-ATPasa á innanfrumu sýrustig
Surya Mjöll Agha Khan1, Sara
Sigurbjörnsdóttir1, Eiríkur
Steingrímsson1
1Læknadeild Háskóla Íslands
Inngangur: Eitt af aðal einkennum illkynja
krabbameina er lækkað sýrustig í nærumhverfi
æxla, en það eykur frumufjölda, stuðlar að ífarandi
vexti og myndun meinvarpa. Sýrustigi umhverfisins
er að miklu leyti stjórnað af VATPösum en í
krabbameinum verður gjarnan aukning á tjáningu
þeirra í frumuhimnum. VATPasar eru vel varðveitt
holensím sem er tjáð í öllum heilkjarnafrumum
líkamans. Þeir eru samsettir úr 13 undireiningum
sem skipt er upp í tvö virknisvæði, V0 og V1. Hið
fyrrnefnda ,V0 svæðið, sér um flutning á róteindum