Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 32

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 32
R itr ýn t e fn i 32 stokkum til þess að finna legu og stærð legsins ásamt því að leita að fyrirferðum í kviðar­ og grindarholi.45 Því næst skal gera ómskoðun um leggöng til þess að meta þykkt legslímunnar en miðað er við að þykkt eðlilegrar legslímu í konum eftir tíðahvörf sé undir 4­5 mm. Þegar legslíma mælist þykkari en 4­5 mm þarf að taka sýni til vefjagreiningar.32,33 Áður fyrr var útskaf helsta aðferðin og hefur verið talið gullstaðall til greiningar á legbols krabbameini. Við útskaf, sem oftast er gert í svæfingu, er leghálsinn útvíkkaður og legslíman skafin úr legholinu.46,47 Hins vegar er hægt að taka sýni til vefjagreiningar með minna inngripi. Þá er sýni frá legslímunni tekið með litlu sogröri (Pipelle®) sem sett er inn í legholið en það krefst hvorki svæfingar né deyfingar og er jafnan gert á stofu eða göngudeild. Jákvætt sýni með Pipelle® er áreiðanleg krabbameins­ greining en við neikvætt Pipelle® sýni er ekki hægt að útiloka krabbamein og því þarf einnig að gera útskaf ef grunur er til staðar.48 Þegar óregluleg þykknun er á legslímunni er hægt að gera markvisst brott nám á slíkum breytingum í leg speglun (e. hysteroscopic resection). Þetta krefst svæfingar eða mænu deyfingar en þá er leg holið fyllt með ísótónískum vökva, farið með legsjá (e. hysteroscope) inn í legið og breyting­ arnar skoðaðar og fjarlægðar.45 Niðurstöður úr meinafræðirannsóknum á sýnunum gefa vefjagerð krabbameinsins og gráðu þess.49 Frekari myndgreining, til dæmis segulómun, tölvu sneiðmyndun eða jáeindaskönnun, er einnig notuð í uppvinnslunni.50 Með því að spá fyrir um meinvörp, dreifingu sjúkdómsins, stærð æxlis og dýpt krabba meinsins inn í vöðva lag legsins með myndgreiningu er hægt að meta hvers konar meðferð er við hæfi og þannig hvers konar aðgerð skuli framkvæma.32 Vefjagerð, gráðun og stigun Vefjagerðir legbolskrabbameins eru margar en legslímulíkt kirtilfrumukrabbamein (e. endo- metrioid adenocarcinoma) er langalgengasta vefja gerðin eða um 85%. Aðrar vefja gerðir eru meðal annars tærfrumukrabbamein (e. clear cell adenocarcinoma), slímkrabbamein (e. mucinous adenocarcinoma) og svo krabba­ sarkmein (e. carcino sarcoma, Malignant mixed Müllerian tumor, MMMT).51 Hægt er að flokka vefjagerðir legbolskrabbameina í tvær megin gerðir, gerð I og gerð II.32,35 Gerð I legbolskrabbamein eru algengust (80­90%) en þau eru af lágri gráðu og eru öll legslímulík kirtilfrumukrabbamein af gráðu 1 eða 2. Þessi krabbamein eru estrógen­háð og hafa góðar batahorfur. Æxli af gerð II eru öll af hárri gráðu og eru mun illvígari. Þau hafa slæmar batahorfur og líkur á endurkomu og fjarmeinvörpum eru mun meiri. Þetta eru legslímulík kirtilfrumukrabbamein af gráðu 3 ásamt öllum krabbameinum sem ekki eru af legslímulíkri gerð (e. non-endometrioid) en þau eru öll illa þroskuð æxli. Áhættuþættirnir fyrir krabbamein sem eru ekki af legslímulíkri gerð eru illa skilgreindir en þessi æxli eru óháð estrógeni og vaxa oftast frá rýrri legslímu aldraðra kvenna.34,44,47,52 Gráðun og stigun er mikilvæg til þess að spá fyrir um horfur sjúklingsins og meta hvaða meðferð er við hæfi hverju sinni. Gráða krabbameins er ákvörðuð út frá vefjafræðilegri sérhæfingu krabbameinsvefjarins.53 Stigun lýsir hins vegar útbreiðslu krabbameinsins við greiningu. Stigun er ákvörðuð út frá því hversu djúpt æxlið er vaxið inn í vöðvalagið, vexti niður í legháls, leggöng eða út í yfirborðslag legsins og svo frekari dreifingu í eggjastokka, eggjaleiðara, eitla eða önnur líffæri. Stigun legbolskrabbameins samkvæmt Alþjóða­ samtökum kvensjúkdóma­ og fæðinga lækna (e. International Federation of Gynecology and Obstetrics, FIGO) má sjá á Mynd 1 og í Töflu II.54 Með því að framkvæma myndgreiningu fyrir aðgerð er hægt að fá hugmynd um stigun sjúkdómsins en stigunin er þó ekki ákvörðuð fyrr en eftir aðgerð.34 Meðferð Fjórir meginmeðferðarmöguleikar eru fyrir konur með legbolskrabbamein; skurð aðgerð, geislameðferð, lyfjameðferð og hormóna­ meðferð. Kjör meðferð er skurð aðgerð en stundum fara konur einnig í eftirmeðferð eftir aðgerð en það fer eftir gráðun og stigun krabba meinsins.44 Skurðaðgerðin felur í sér legnám ásamt brottnámi eggjaleiðara og eggja stokka. Með leginu skal leghálsinn alltaf fjarlægður þegar um krabbamein er að ræða. Stundum þarf að gera talsvert viðameiri aðgerð eða svokallað útvíkkað legnám (e. radical hysterectomy), þar sem vefur í kringum legið (e. para metrium) er einnig tekinn ásamt efsta hluta legganga en þetta getur þurft að gera ef krabba meinið nær niður í leghálsinn.55,56 Undanfarin ár hefur færst í aukana að gert sé eitla brottnám á eitlum í grindarholi og/ eða eitlum sem liggja upp með ósæðinni til að útiloka eitlameinvörp eða þegar líkur eru taldar á meinvörpum í eitlum. Deilt hefur verið um gagnsemi eitlabrottnáms sem læknandi meðferð en það er hins vegar mikilvægt fyrir nákvæma stigun sjúkdómsins og getur greint þá sjúklinga sem gætu haft gagnsemi af eftir­ meðferð.33,49 Tegund skurðaðgerðar getur verið opin aðgerð eða kviðsjáraðgerð með eða án aðstoðar aðgerðarþjarka (e. robot assisted laparoscopy).32 Legnám í opinni aðgerð hefur verið langalgengasta gerð legnáms á heims­ vísu.57 Á síðastliðnum árum hefur þó færst í aukana að gert sé legnám með kvið sjá með eða án aðgerðarþjarka, og eru nú aðgerð irnar langflestar framkvæmdar með þeirri tækni. Kviðsjáraðgerðir eru minna inngrip en opnar aðgerðir, blóðtap er minna, sjúklingurinn er fljótari að jafna sig, hann fær síður samvexti og skammtíma fylgikvillar eru sjaldgæfari án þess að slegið sé af kröfum um gæði aðgerðarinnar út frá krabbameininu.58 Það er hægt að framkvæma legnám um leg göng en almennt er ekki mælt með þeirri aðgerðar­ tækni þegar um krabbamein er að ræða þar sem bæði brottnám eggjastokka og stigun eru þá illmöguleg.58 Geislameðferð er algengasta eftirmeðferðin. Hún miðar að því að minnka líkur á endurkomu sjúkdómsins og bæta lifun sjúklinganna. Geislameðferð getur annað hvort verið ytri geislameðferð (e. external beam radiotherapy) eða innri geislameðferð (e. brachytherapy).32 Lyfjameðferð er aðallega gefin konum með lengra genginn sjúkdóm og/eða konum með vefjagerð af gerð II. Til viðbótar við lyfjameðferðina er oft gefin geislameðferð einnig þar sem hún eykur lifun hjá konum með langt genginn sjúkdóm.32 Konum sem er ekki treyst í aðgerð fara ýmist í geisla­, lyfja­ og/eða hormónameðferð. Þessum meðferðum er einnig beitt til að slá á einkenni í líknandi tilgangi.32,49 Endurkoma og lifun Samkvæmt EUROCARE­4 rannsókninni sem gerð var á árunum 2000­2002 var 5 ára meðallifun legbolskrabbameins í Evrópu 78%.59 Þetta teljast góðar horfur og má þakka því að flest tilfellin greinast snemma. Horfur sjúklinganna eru beintengdar stigun, gráðu og vefjagerð sjúkdómsins.47 Hætta á endurkomu krabbameins fer mjög eftir stigi krabbameinsins við greiningu en talað er um að 7­18% legbolskrabbameina komi aftur. Endurkomur geta komið staðbundið í grindar­ hol eða sem fjarmeinvörp.32 Flestar endur­ komur verða innan þriggja ára frá meðferð. Mælt er með að kona komi í eftirlit á þriggja til fjögurra mánaða fresti fyrstu eitt til tvö árin eftir meðferð og svo á sex til tólf mánaða fresti næstu þrjú árin.47 Meðferð við endurkomu legbolskrabbameins eftir legnám er sniðin að þörfum hverrar konu en hægt er að beita geisla­, lyfja­ og/eða hormónameðferð og í einstaka tilvikum er möguleiki að fjarlægja endurkomið krabba mein með skurðaðgerð.60 Lokaorð Á Íslandi greinast árlega tæplega 30 konur með legbolskrabbamein. Orsakir sjúk­ dómsins eru ekki alveg ljósar en ýmsir áhættu­ þættir eru þekktir, svo sem aldur, offita og hormónameðferð. Legbolskrabbamein grein­ ist fyrst og fremst hjá konum eftir tíðahvörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.