Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 80

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 80
Sk em m tie fn i o g pi st la r 80 Vorið 2017 flutti ég til Danmerkur í tvo mánuði. Tilefni flutninganna var BS verkefni mitt sem ég vann á heila­ og taugaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Árósum. Leiðbeinandi minn var Mikkel Mylius Rasmussen sem auk þess að bera danskasta nafn í heimi er virkur í rannsóknum á mænunni, lífeðlisfræði hennar og árangri aðgerða á henni. Tengiliðurinn minn var íslenski heila­ og taugaskurðlæknirinn Guðrún Guðmundsdóttir, núverandi yfirlæknir á deildinni. Hún og fjölskylda hennar tóku vel á móti mér, kynntu mig fyrir fólkinu í Árósum, borginni sjálfri og Guðrún fyrir skurðdeildinni. Fyrir það er ég henni og þeim ævinlega þakklát. Taugaskurðdeildin var algjör draumur. Þar fékk ég tækifæri til að fylgjast með og eftir atvikum taka þátt í ýmsum aðgerðum. Ég fékk að sjá aðgerðir á afar sjaldgæfum tilfellum eins og klofnum hrygg og tvímænu (e. diastemato- myelia). Leiðbeinandi minn, Mikkel, var dug legur að benda mér á hinar og þessar aðgerðir sem mér gætu þótt áhuga verðar og deildar læknirinn, Joel, var drífandi og áhugasamur. Undir ötulli handleiðslu þeirra og sérfræðinganna á deildinni fékk ég tækifæri til að sauma, vera „á soginu“ og brenna á æðar. Í þau skipti sem það kom fyrir brosti ég hringinn það sem eftir var dags. Tímabilið var þó ekki aðeins dans á rósum. Líkt og flestir læknanemar þurfti ég að berjast við tárin inni á skurðstofu þegar reyndur skurðhjúkrunarfræðingur öskraði á mig. Slíkt kom fyrir þegar ég baslaðist frekar klaufalega við það að setja á mig steríla hanska í aðgerð, gleymdi að kynna mig og jafnframt tilkynna takmarkaða kunnáttu mína á tungumálinu og verkferlum skurðstofunnar. Almennt var þó kosturinn við skurðdeildina sá að ég þurfti lítið á dönskukunnáttu að halda og meira á áhuga og forvitni. Starfsmennirnir á skurðstofunni voru hjálpsamir við fyrstu skref mín í innskrúbbun og útskýrðu fyrir mér, á ensku, samviskusamlega hvert stig hverrar aðgerðar.1 Lífið utan skurðstofunnar, þegar maður komst út, var ekkert síðra. Árósar eru ein fallegasta borg sem ég hef heimsótt. Í gegnum miðbæinn rennur lækur með göngu­ og hjólastígum beggja vegna og meðfram þeim raðast falleg og þéttbyggð pastellituð íbúðarhús í gömlum byggingar stíl. Blómlegar verslanir og veitingahús einkenna borgina og alls staðar í kjarna hennar er gert ráð fyrir gangandi og hjólandi fólki. Háskólastúdentar eru úti um allt og hinum megin við spítalann, þar sem ég vann verkefni mitt, er fallegt háskólasvæði (e. campus). Þar blandast saman stúdentaíbúðir, kennsluhúsnæði og útivistarsvæði sem eru vel nýtt af bæði stúdentum og kennurum. Á vorin er svæðið best nýtt; fólk safnast saman í frisbí, lautarferðir og fleira sem hægt er að gera úti, enda er laut í skjóli frá veðri og vindum á miðju háskólasvæðinu. Í apríl ár hvert er haldin keppni sem ber heitið „Kapsejladsen“. Keppnin er svokallað „ølstafet“ og öllu er tjaldað til af nemendafélögum háskólans. Þau keppast um að vinna „det gyldne bækken“ eða gyllta bikarinn sem fæst fyrir að vera fljótust að sigla heimagerðum bát yfir lækinn neðst í þessum hálfgerða dal á háskólasvæðinu. Læknanemarnir hafa unnið þennan titil oftast af öllum nemendafélögum en síðast unnu þeir árið 2015. Mikill metnaður er lagður í þennan dag af keppendum og stuðningsmönnum og eins og í öðrum þekktum dölum þar sem ungt fólk safnast saman er mikið djamm. Sem betur fer er sú hátíð aðeins haldin einu sinni á ári. Í Árósum kynntist ég þó nokkrum Íslend­ ingum, Dönum og fólki hvaðanæva að úr heiminum. Tíminn á spítalanum var lærdóms­ ríkur og skemmtilegur. Fallega borgar­ umhverfið, félagslífið á háskólasvæðinu og hlýjar mót tökur Guðrúnar og fjölskyldu hennar skilja eftir dýrmætar minningar. Ef ég mætti endur taka leikinn myndi ég gera það án hiks og mæli eindregið með því fyrir þá sem eru að íhuga það að fara erlendis í BS skrif. Tíminn leið alltof hratt. Ragna Sigurðardóttir læknanemi á þriðja ári 2016-2017 Vor í Danmörku BS verkefni erlendis 1Einhverjir sem lesa þetta (sérstaklega eldri sérfræðingar) kunna að hneykslast yfir því að ég sé ekki betur að mér í dönsku enda skyldufag í öllum grunnskólum landsins. Mér til varnar ólst ég upp í Bandaríkjunum og flutti til landsins 15 ára þar sem ég fékk samtals eitt ár af dönskukennslu í íslensku skólakerfi. Ef einhverjir eru enn hneykslaðir geta þeir hinir sömu glaðst yfir því að ég er komin með Duolingo (TM) í snjallsímann og hef einsett mér að bæta mig í tungumálinu. Batnandi læknanemum er best að lifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.