Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 135
R
an
ns
ók
na
rv
er
ke
fn
i 3
. á
rs
n
em
a
20
17
13
5
yfir himnuna en V1 svæðið sér um vatnsrof á ATP.
Undireiningar V0 eru 5 og eru tilgreindar með
litlum stöfum (a, c, c’’, d og e). Undireining a er
aðal skynjari sýrustigs innan frumunnar. Hún er
til í 4 mismunandi ísóformum en þau eru talin
ákvarða staðsetningu VATPasans innan frumunnar.
Í ljósi þess að VATPasar spila svo stóran þátt í
illkynja hegðun krabbameina hafa þeir þótt fýsilegt
lyfjaskotmark, sérstaklega vegna þess að nú þegar
eru til lyf sem hamla virkni þeirra. Mikilvægt er að
komast að því hvaða áhrif það hefur að fella niður
tjáningu þeirra í krabbameinsfrumum. Markmið
þessarar rannsóknar var að fella niður tjáningu á
mismunandi ísóform undireiningar a og athuga áhrif
þess á sýrustig innan frumunnar.
Efniviður og aðferðir: Útbúnar voru stöðugar
501mel sortuæxlisfrumulínur sem tjáðu flúrmerkt
ísóform undirieiningar a í VATPösum. Einnig
voru búnar til genaferjur sem innihéldu miRNA
svæði til niðurfellingar á þessum sömu VATPösum.
Til þess að athuga virkni þeirra var miRNA
genaferjunum var komið fyrir í þessum flúrljómandi
sortuæxlisfrumulínum og minnkun á flúrljómun
skoðuð með western blot og lagsjá (e. Confocal
microscope). Þá var þróuð aðferð til að mæla sýrustig
innan frumunnar með flúrljómandi sameind til þess að
ákvarða hvort að niðurfelling á VATPösum gæti haft
áhrif á það. Einnig var staðsetning a undireininganna
skoðuð í lagsjá með samlitun VATPasa og próteina
með þekkta innanfrumustaðsetningu.
Niðurstöður: Ekki var hægt að ákvarða með
óyggjandi hætti hvort að miRNAin gætu fellt niður
tjáningu á VATPösum innan frumunnar. Enginn
sjáanlegur munur var á tjáningu VATPasanna í
lagsjánni í samanburði við frumur án miRNA og
tjáning VATPasa próteina á Western blotti var
ekki marktækt öðruvísi þegar þau voru felld niður
í samanburði við viðmið. Mæling á sýrustigi var
ekki markverð vegna lítils merkis frá flúrljómandi
sameindinni og því var ekki hægt að ákvarða hvort
niðurfelling á VATPösum með miRNA hefur áhrif
á sýrustig innan fruma. Samlitun VATPasanna við
prótein með þekkta staðsetningu leiddi í ljós að a2
ísóformið var helst staðsett á seininnblöðrum og
endurvinnslu innblöðrum, a3 ísóformið var helst
staðsett í frymisnetinu og á frumuhimnunni og a4
ísóformið var helst staðsett í frymisneti, golgi kerfinu,
innblöðrum og á frumuhimnunni.
Ályktanir: Þar sem ekki var hægt að draga ályktanir
um áhrif niðurfellingar VATPasa með miRNA er
mikilvægt að skoða það betur og notast við aðrar
aðferðir til þess. Einnig væri hægt að þróa aðrar aðferðir
við mælingar á sýrustigi innanfrumu eða notast við
nýrri sameindir til að athuga hvort betra merki næst.
Samlitun leiddi í ljós að staðsetning VATPasans er að
mörgu leyti sambærileg við það sem aðrar rannsóknir
hafa sýnt með einhverjum undantekningum þó.
Áhugaverð er tjáning a3 og a4 á frumuhimnunni en
þær upplýsingar væri hægt að nota í meðferðarþróun
gegn meinvarpandi sortuæxlum.
Brátt kransæðaheilkenni hjá
sjúklingum með eðlilegar
kransæðar
Sævar Þór Vignisson1, Ingibjörg
Jóna Guðmundsdóttir2, Ylfa Rún
Sigurðardóttir1, Karl Andersen1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Hjartadeild LSH
Inngangur: Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni
hafa til þessa verið taldir vera með rof á
æðakölkunarskellu með eftirfylgjandi blóðsegamyndun
og bráðri blóðþurrð í hjartavöðva. Á undanförnum
árum hefur komið í ljós að hjá hluta þessara sjúklinga
er ekki um að ræða rof á æðakölkunarskellu heldur
aðrar orsakir sem valda þessum klínísku einkennum.
Markmið rannsóknarinnar var að finna algengi og
undirliggjandi orsakir bráðs kransæðaheilkennis hjá
þeim sjúklingum sem reynst hafa verið með eðlilegar
eða nær eðlilegar kransæðar við hjartaþræðingu
(<50% þrengsli). Sjúkdómsgreiningar voru
endurskoðaðar og sjúklingar flokkaðir niður í 6
fyrirfram ákveðna flokka : a) fleiðurmyndun á æðaþeli
(e. plaque erosion), b) broddþensluheilkenni (e.
Takostubo cardiomyopathy), c) hjartavöðvabólga (e.
myocarditis), d) kransæðakrampi (e. spasmi), e) týpu
2 hjartavöðvadrep (e. infarct), f ) annað og óútskýrt.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggð
gagnarannsókn og leitað var í gagnagrunni
hjartaþræðingarstofu LSH (SCAAR). Rannsakaðir
voru sjúklingar sem sendir voru í hjartaþræðingu
vegna bráðs kransæðaheilkennis (STEMI / NSTEMI)
á Landsspítalanum frá 1.janúar 2012 til 31.desember
2016 en reyndust vera með eðlilegar kransæðar eða nær
eðlilegar kransæðar. Eftirfarandi breytur voru skoðaðar:
aldur, kyn, hæð, þyngd, BMI stuðull, áhættuþættir
kransæða sjúkdóma (reykingar, háþrýstingur,
kólesteról, sykursýki og ættarsaga) og niðurstöður
hjarta þræðinga. Síðan voru niðurstöður hjartalínurits,
hjarta ómunar, segulómunar og blóðmælinga metnar
til þess að komast að undirliggjandi orsökum
sjúklinganna. Tölfræði úrvinnsla var gerð í Microsoft
Excel og RStudio.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru 1708 sem
fengu greininguna STEMI / NSTEMI og voru sendir
í hjartaþræðingu. Af þeim reyndust 225 (13,2%)
vera með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar.
Hlutfall þessara sjúklinga jókst úr 3,0% árið 2012
í 9,5% 2013 og í 15,0% árið 2014. Árið 2015 var
það 15.3% og 14.4% árið 2016. Alls fengu 72 (32%)
sjúklinga greininguna fleiðurmyndun, 33 (14,7%)
hjartavöðvabólgu, 28 (12,4%) broddþensluheilkenni,
30 (13,3%) týpu tvö hjartavöðvadrep, 31 (13,8%)
kransæðaspasma og 31 (13,8%) fengu greininguna
annað og óútskýrt.
Ályktanir: Hlutfall þessara sjúklinga hefur aukist
síðust ár og er tilkoma hánæms troponin T prófs
árið 2012 talin eiga stóran þátt í því. Einungis 23
(10,2%) sjúklinganna voru segulómaður og 164
(74,2%) hjartaómaðir og því gat verið erfitt að komast
að undirliggjandi orskum allra sjúklinganna. Engar
skýrar verklagsreglur eru til á Landsspítalanum um
uppvinnslu á sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni
og eðlilegar kransæðar. Fyrirhugað er að nýta þá reynslu
sem fæst af þessari rannsókn til að útbúa verklagsreglur
um uppvinnslu og eftirfylgni þessara sjúklinga. Þannig
verður hjartaómskoðun, segulómskoðun, vinstri
slegilsmynd í þræðingu (e. left ventricular angiogram)
og ákveðnir lífvísar mældir kerfisbundið í framsýnni
rannsókn á þessum rannsóknarhóp.
Árangur rafvendinga við
gáttatifi og -flökti
Unnar Óli Ólafsson1, Davíð O. Arnar1,2,
Karl Andersen1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Hjartadeild og hjartagátt LSH
Inngangur: Gáttatif og flökt er algengasta viðvarandi
hjartsláttartruflunin og getur haft mikil einkenni
í för með sér. Rafvending er mikilvægur hluti í
meðferð við þessum sjúkdóm, ásamt blóðþynningu
og hraða og taktstillandi lyfjum. Nýlegt MBLATER
skor má hugsanlega yfirfæra á sjúklinga sem gengist
hafa undir rafvendingu en það var hannað til þess
að meta áhættu þeirra sem hafa haldist í sínus takti
í 1 ár eftir brennsluaðgerð á að fara aftur í gáttatif.
Þetta áhættumat tekur tillit til kyns, greinrofs,
stærðar vinstri hjartagáttar, gerðar af gáttatifi og hvort
endurkoma þess hafi átt sér stað innan 90 daga eftir
aðgerð. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt: Annars
vegar að skoða hversu lengi gáttatifssjúklingar héldust
í sínus takti eftir rafvendingu. Hins vegar að meta
hvaða þættir hafa áhrif á taktstillingu og hvort MB
LATER hafi forspárgildi um viðhald sínus takts eftir
rafvendingu.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og
náði til allra þeirra sem komu í sína fyrstu rafvendingu
á LSH á árunum 2014 og 2015. Tímalengd þessara
sjúklinga í sínus takti var reiknuð út frá dagsetningu
rafvendingar og hvenær staðfest var hvort viðkomandi
sjúklingur væri farinn aftur í gáttatif/flökt eða
hvort hann væri í enn sínus takti. Upplýsingar um
lyfjameðferð og MBLATER skor var reiknað út frá
upplýsingum úr sjúkraskrám.
Niðurstöður: Af 438 sjúklingum voru 293 (66,9%)
karlar og 145 (33,1%) konur. Meðalaldur þeirra var
67,6 ± 12,4 ár. Eftir sex mánuði voru 47,3% í sínus
takti en 34,8% eftir eitt ár. Konur voru hlutfallslega
á fleiri lyfjum en karlar en lyfjameðferð hafði ekki
marktæk áhrif á tímalengd í sínus takti. Stækkun á
vinstri gátt (≥47 mm), metið með ómskoðun, hafði
neikvætt forspárgildi fyrir tímalengd sjúklinga í
sínus takti en eftir eitt ár voru 23,2% af þeim með
stækkaða gátt enn í sínus takti á móti 38,4% hjá þeim
með eðlilega stóra gátt (p<0.01). Þættir eins og kyn,
greinrof eða aldur höfðu hvert um sig ekki marktæk
áhrif á tímalengd í sínus takti, en hærra MBLATER
skor hafði neikvætt forspárgildi. Hlutfall sjúklinga í
sínus takti eftir eitt ár var 51,1% af þeim með 01 stig,
19,7% af þeim með 23 stig og 0% þeirra með 45
stig (p<0.0001). Eftir að hafa leiðrétt fyrir breytunni
„Endurkoma gáttatifs/flökts innan 90 daga“ voru
36,7% þeirra með 02 stig í sínus takti eftir eitt ár á
móti 6,1% þeirra með 34 stig (p<0.0001).
Ályktanir: Sjúklingar með stækkun á vinstri gátt ≥47
mm voru ólíklegri til að haldast í sínus takti til lengri
tíma miðað við þá sem hafa eðlilega stóra vinstri gátt.
MBLATER skor virðist gefa góða vísbendingu um
hversu líklegir gáttatifssjúklingar eru til þess að haldast
í sínus takti til lengri tíma og gæti verið gagnlegt til
þess að hjálpa til við að meta hvort þeir sem hrökkva
úr takti gætu haft gagn af annarri rafvendingu eður ei.
Langtímaárangur hjá
sjúklingum í ofþyngd eftir
kransæðahjáveituaðgerð
Þórdís Þorkelsdóttir1, Hera
Jóhannesdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands og 2Hjarta
og lungnaskurðdeild Landspítala
Inngangur: Offita er almennt talin auka tíðni fylgikvilla
eftir skurðaðgerðir. Rannsóknir á tengslum offitu við
snemmkominn árangur opinna hjartaaðgerða eru þó
misvísandi en sumar rannsóknir hafa sýnt sambærilega
eða jafnvel lægri tíðni fylgikvilla. Langtímaárangur
kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum í ofþyngd
lítið verið rannsakaður og markmið rannsóknarinnar
að bæta úr því.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1755
sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð
á Landspítala 20012013. Úr sjúkraskrám voru
skráðir lýðfræðilegir og áhættuþættir sjúklinga,
þ.m.t. EuroSCOREII, skammtíma fylgikvillar og 30
daga dánartíðni. Sérstaklega var leitað að eftirfarandi
langtíma fylgikvillum; hjartaáfalli, heilablóðfalli, þörf
á endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkun með eða án
kransæðastoðnets og dauða (major adverse cardiac
and cerebrovascular event, MACCE). Sjúklingunum
var skipt upp í fjóra hópa eftir líkamsþyngdarstuðli
(LÞS); i) kjörþyngd = 18,524,9 kg/m2 (n=393), ii)
yfirþyngd = 2529,9 kg/m2 (n=811), iii) ofþyngd
= 3034,9 kg/m2 (n=388) og iv) mikil ofþyngd =
>35 kg/m2 (n=113). Sjúklingar með LÞS <18,5
voru aðeins 7 talsins og því ekki teknir með í
tölfræðiúrvinnslu. Hinir hóparnir fjórir voru síðan
bornir saman m.t.t. áhættu og aðgerðartengdra þátta,
fylgikvilla og lifunar en langtímalifun og MACCEfrí
lifun var áætluð með aðferð KaplanMeier. Sjálfstæðir
forspárþættir lifunar og MACCE voru fundnir með
Coxaðhvarfsgreiningu. Meðaltal eftirfylgdar var 5,6
ár og miðaðist eftirfylgd við 1. júlí 2014.
Niðurstöður: Sjúklingar í ofþyngd reyndust
marktækt yngri (67 ár fyrir mikla ofþyngd sbr. 61 ár
fyrir kjörþyngd) og hlutfall karla hærra. Sjúklingar í