Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 10
10
Á
vö
rp
o
g
an
ná
la
r
10
Bjargráður
Ívar Elí Sveinsson
formaður Bjargráðs 2017-2018
Liðið ár hefur verið mjög viðburðaríkt í okkar
starfi og er Bjargráður sífellt að auka við
starfsemi sína. Í upphafi haustannar fengum
við þær gleðifregnir að Bjargráður hefði hlotið
veglegan styrk frá Valitor til þess að færa okkur
nær því markmiði að kenna endurlífgun við
alla framhaldsskóla á Íslandi. Styrkurinn var
afhentur við athöfn í höfuðstöðvum Valitor og
færðum við þeim kærar þakkir fyrir.
Í ár hefur Bjargráður haldið samtals 85
fyrirlestra í 17 skólum víðsvegar um landið.
Þetta er aukning frá því í fyrra þegar að
Bjargráður heimsótti 14 framhaldsskóla og
stefnum við á að fjölga fyrirlestrum enn frekar.
Í ár var fyrsta Bjargráðsvikan haldin í samstarfi
við Læknadeild. Bjargráður hafði fram að þessu
kennt fyrsta árs nemum í nokkrum lotum utan
skólatíma á haustönninni til að undirbúa þau
fyrir fræðslu vetrarins. Á vormánuðum 2017
stóð Bjargráður í viðræðum við Læknadeild um
endurskipulagningu á skyndihjálparkennslu
fyrsta ársins og þann möguleika að flétta
starfsemi Bjargráðs inn í þá kennslu. Úr varð
að Bjargráður tók að sér skipulagningu einnar
viku við upphaf náms fyrsta ársins. Þessi vika
er hugsuð til að veita nemendum traustan
grunn í endurlífgun og fyrstu hjálp ásamt því
að búa þau undir að fræða framaldsskólanema
um undirstöðuatriði endurlífgunar. Vikan
byrjaði á því að skyndihjálparnámskeið Rauða
kross Íslands, sem hefur áður verið á vorönn
fyrsta árs, var kennt á fyrstu tveim dög unum.
Í framhaldi var frekari kennsla skipu lögð og
kennd af Bjargráði ásamt sérfræði læknum.
Meðal annars var fyrirlestur Bjargráðs
kenndur, Hjalti Már Björnsson bráða læknir
hélt erindi og farin var hópferð í Neyðar
línuna í Skógarhlíð. Ánægjulegt var að sjá
góða mætingu fyrsta ársins í kennsluna og við
vonum að þau hafi haft gagn og gaman af.
Endurlífgunardúkkur Bjargráðs hafa einnig
öðlast nýtt hlutverk og aukna frægð á
árinu þegar þær komu við sögu í sérlega
vel heppnuðum árshátíðarmyndböndum
læknanema.
Félagið bauð preklínískum nemum í vísinda
ferð í flugskýli Landhelgisgæslunnar síðast
liðið haust ásamt því að Viðar Magnússon
flutti feiknarlega skemmtilegt erindi um
endurlífgun fyrir læknanema í framhaldinu.
Starfsári Bjargráðs lauk þann 27. apríl þar
sem fyrsta árs nemum var boðið upp á veigar
og duglegir fyrirlesarar leystir út með gjöfum
fyrir óeigingjarnt starf.
Á næsta starfsári Bjargráðs bíða okkar
mörg verkefni. Þar á meðal er að þróa áfram
Bjargráðsvikuna og sjá hvað má bæta og
breyta til að hún nýtist fyrsta árinu sem best.
Áfram verður lagt kapp á að heimsækja sem
flesta skóla og á endanum ná því markmiði
okkar að allir framhaldsskólanemar á Íslandi
hljóti fræðslu um endurlífgun.
Viðar Magnússon svæfinga- og gjörgæslulæknir heldur erindi fyrir læknanema í vísindaferð
á vegum Bjargráðs.
Lýðheilsufélag
læknanema
Hekla Sigurðardóttir
formaður Lýðheilsufélags læknanema
2017-2018
Starfsárið 20172018 var viðburðaríkt hjá
Lýðheilsufélagi læknanema. Lýðheilsufélagið
hélt áfram að styrkja alþjóðleg tengsl og
samstarf með auknum krafti. Tveir fulltrúar
frá félaginu fóru á ráðstefnu FINO (Federation
of International Nordic Students’ Associations)
í Malmö, Svíþjóð, í nóvember og fræddust um
þær áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur
frammi fyrir vegna fólksflutninga. Einnig
fór fulltrúi frá Lýðheilsufélaginu á marsfund
(e. March meeting) IFMSA (International
Federation of Medical Students’ Associations) í
Egyptalandi.
Bangsaspítalinn var að vanda haldinn í ár en nú
með breyttu sniði. Var hann haldinn einn dag
á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgar
svæðinu í einu. Breytingarnar þóttu afar vel
heppnaðar og gáfu bangsalæknum og börnum
meiri tíma til að sinna þeim böngsum sem
þurftu aðstoð. Stefnir félagið því á að halda
þessu fyrirkomulagi áfram. Bangsa læknar
létu sig heldur ekki vanta á Fjölskyldudag
Stúdenta ráðs Háskóla Íslands þann 10. febrúar.
Þann 15. mars stóð félagið svo fyrir kynningar
kvöldi þar sem læknar sem hafa starfað við
fjölbreytt og krefjandi verkefni erlendis sögðu
frá sinni reynslu.
Félagið sendi nýverið bréf til Landspítala þar
sem hvatt var til bættrar aðstöðu til flokkunar
í matsölum spítalans. Voru viðbrögðin góð
og tilraunaverkefni til flokkunar á plasti og
pappír er komið af stað, bæði á Hringbraut og
í Fossvogi.
Lýðheilsufélag læknanema þakkar fyrir gott
og skemmtilegt starfsár.