Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 51
Fr
óð
le
ik
ur
51
á átta stöðum í heiminum. Þar kom í ljós að
flestir höfðu séð eða heyrt um einstakling sem
gæti passað við skilgreiningu á hikikomori.5
Því er ef til vill ekki rétt að hugsa lengur um
hikikomori sem fyrirbæri sem einvörðungu er
bundið menningu Japans heldur fyrirbæri sem
hægt er að finna alls staðar í heiminum.
Allt frá því fyrst var talað um hikikomori hafa
fræðimenn, fjölmiðlar og almenningur spurt
sig af hverju fólk, og þá sérstaklega ungir
karlmenn, kjósi að læsa sig inn í herbergi og
„stimpla sig út“ úr samfélaginu. Bent hefur
verið á áhættuþætti svo sem að vera ekki í fastri
vinnu, skort á sjálfstrausti, lítinn metnað og að
hafa óljósar hugmyndir um lífið og framtíðina.
Ungmennin eru oft háð foreldrum og skortir
sjálfstæði og tækifæri til þess að uppgötva
heiminn. Ungt fólk í Japan getur búið lengi í
heimahúsum auk þess sem móðirin sér um að
elda fyrir fjölskylduna og önnur heimilisstörf.
Talið er að fólk sem er líklegt til að verða útsett
fyrir hikikomori hafi verið ofverndað á vissan
hátt og ekki fengið tækifæri til þess að öðlast
eðlilegan félagsþroska.6 Auk þess er orðið
gríðarlega auðvelt að komast upp með það
að stíga aldrei fæti út fyrir heimilið. Stærstan
hluta þjónustu er hægt að afgreiða í gegnum
internetið til dæmis að borga reikninga og
fá heimsendan mat auk þess sem sjálfsalar
og sjoppur eru ávallt innan 5 mínútna
göngufjarlægðar. Einnig er hægt að sækja
mikið af félagslegum þáttum á internetinu
í gegnum tölvuleiki og samfélagsmiðla. Hluti
af vandamálinu sem gæti átt stóran þátt í
því að ýta fólki í átt að félagslegri einangrun
er tilhneiging samfélagsins til þess að líta
neikvæðum augum á mismunandi eiginleika
fólks og persónuleika. Þetta gerir það að
verkum að þeir sem eru á einhvern hátt öðruvísi
sæta meira einelti, einangrun og er hafnað af
jafningjum sínum. Japanskt samfélag, líkt og
mörg önnur Asíulönd, einkennist af mikilli
samkeppni. Inntökupróf byrja mjög snemma
í lífi fólks en færst hefur í auka að smábörn
þurfi að þreyta inntökupróf til að komast inn
í góða leikskóla. Þó er ekki þar með sagt að
þeim sem komast inn í ágætis háskóla séu
tryggð atvinnutækifæri. Fjölskyldu mynstur
er öðruvísi en til dæmis á Íslandi. Eins og
Tafla I. Tillaga um greiningarskilmerki fyrir DSM-5 eftir Teo og Graw.1
Aðaleiginleiki heilkennisins er langvinn félagsleg einangrun. Einstaklingurinn eyðir
stærstum hluta hvers dags og flestum dögum lokaður inni í einu herbergi, oftast eigin
svefnherbergi. Það er teljanleg forðunarhegðun frá félagslegum aðstæðum og beinum
samskiptum við fólk. Einstaklingurinn getur farið út úr herbergi sínu að nóttu til þegar
minni líkur eru á að vekja eftirtekt fólks. Einstaklingurinn eyðir stórum hluta tímans
í að nota internetið, að lesa eða spila tölvuleiki. Einstaklingurinn verður að standast
eftirfarandi sex skilmerki:.
a. Einstaklingurinn eyðir stærstum hluta dagsins og flestum dögum innan veggja
heimilisins.
b. Áberandi og langvarandi forðun frá félagslegum aðstæðum (til dæmis að mæta
í skóla, vinnu) og frá félagslegum samböndum (til dæmis vinátta, samskipti við
fjölskyldumeðlimi).
c. Félagsleg einangrun og forðunarhegðun hefur áhrif á daglegt líf einstaklings, nám
og starfsgetu hans og virkni í félagslífi og samböndum.
d. Einstaklingnum finnst forðunarhegðunin vera í samræmi við sjálfsímynd sína
(e. egosyntonic).
e. Ef einstaklingur er undir 18 ára aldri þá hefur þessi hegðun staðið yfir í að minnsta
kosti sex mánuði.
f. Þessi félagslega einangrun og forðunarhegðun er ekki eingöngu vegna annarra
geðraskana eins og félagsfælni, þunglyndi, geðklofa eða persónuleikaröskunar.