Læknaneminn - 01.04.2018, Page 59
Fr
óð
le
ik
ur
59
Mynd 6. Þreifing á eista Mynd 7. Þrengsli í forhúð.
nýrnaæð og hverfur oft þegar sjúklingurinn
leggst út af. Vatnspungur (e. hydrocele) stafar
af vökvasöfnun umhverfis eistað sem hægt er
að greina með því að lýsa með ljósi í gegnum
punginn. Ef sjúklingur er með nárakviðslit
geta garnir legið niður í pung og ætti að vera
hægt að koma þeim aftur fyrir í kvið með
þrýsting ef þær eru ekki klemmdar og jafnvel
heyra garnahljóð þegar lagt er við hlustir
á pung. Þegar grunur er um snúning á eista
liggur það oft hærra og þverstætt í pungnum.
Svokallað „cremester“ viðbragð er þá einnig oft
horfið og hægt að kanna með því að strjúka
húðinni létt yfir ofanverðu innanverðu lærinu.
Eistað togast upp þegar viðbragðið er óskert.
Limur
Byrja skal á að skoða liminn og þvagrásaropið
vel og bretta vel upp á kónginn. Þreifa skal
eftir strengjum eða örvef í skafti sem valda
oft óþægilegri beygju á limnum við holdris
(Peyronie’s sjúkdómur). Leita skal eftir sárum,
bólgu, mari, örum eða fyrirferðum í húð,
forhúð, kóng og þvagrásaropi. Ef illa gengur
að bretta upp á forhúð getur það stafað af
þrenglsum (e. phimosis) (sjá Mynd 7) sem getur
valdið sársauka og endurteknum sýkingum í
kóng og forhúð. Þvagrásarop (e. meatus) skal
skoða vel með tilliti til bólgu, útferðar og hvort
það opnist vel. Staðsetning þess er einnig
mikilvæg þar sem algengt er að opið sé á neðri
hluta limsins eða jafnvel efsta hluta pungs
(e. hypospadias). Að lokum er mikilvægt að
þreifa eitla í nárum en krabbamein í lim dreifir
sér í náraeitla ólíkt eistnakrabbameini.
Þakkir
Guðmundur Geirsson, sérfræðingur í þvag
færas kurðlækningum, fær bestu þakkir fyrir
yfirlestur á greininni sem og Oddur Björnsson,
kandídat á þvagfæraskurðdeild, fyrir aðstoð
við gerð myndefnis.
SEGÐU SKILIÐ VIÐ RAUÐ AUGU
CLEYE FRÁ CLEAR EYES LOKSINS Á ÍSLANDI
Fæst í apótekum
Cleye augndropar innihalda nafazolinhýdróklóríð. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á wwww.serlyfjaskra.is.