Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 127

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 127
R an ns ók na rv er ke fn i 3 . á rs n em a 20 17 12 7 Lifun og afdrif minnstu fyrirburanna Ellen María Gunnarsdóttir1, Þórður Þórkelsson1,2, Kristín Leifsdóttir1,2 og Snjólaug Sveinsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins Inngangur: Undanfarin ár hafa lífslíkur fyrirbura aukist umtalsvert, einkum minnstu fyrirburanna. Á það helst rætur að rekja til framfara í fæðingarhjálp og nýburagjörgæslu. Helstu vandamál sem fylgja því að fæðast mikið fyrir tímann eru langvinnur lungnasjúkdómur, heilablæðing, skemmdir á hvíta efni heilans, sjónskerðing vegna fyrirburaaugnsjúkdóms og fötlun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lifun og aðra útkomuþætti þeirra fyrirbura sem fæðst höfðu eftir 24 til 31 vikna meðgöngu og voru undir 1500 g við fæðingu síðastliðin 9 ár hér á landi. Jafnframt var tilgangur rannsóknarinnar að meta hvernig árangur Íslands væri í samanburði við önnur sambærileg lönd. Efniviður og aðferðir: Í gagnagrunni Vökudeildar Barnaspítala Hringsins (Vökudeildarskránni) fengust upplýsingar um þau börn sem höfðu fæðst eftir 24 til 31 vikna meðgöngu og voru undir 1500 g við fæðingu árin 2007­2015. Rannsóknartímabilinu var skipt í tvennt. Tímabilið 2007­2010 var annars vegar borið saman við tímabilið 2011­2015 á Íslandi. Hins vegar var fyrra tímabilið borið saman við önnur lönd, en upplýsingar um þau fengust úr nýlegri rannsókn (J Pediatr 2016;177:144­52). Niðurstöður: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 207 börnum fæddum árin 2007­2015. Þar af voru 107 börn fædd á tímabilinu 2007­2010 og 100 á tímabilinu 2011­2015. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á þeim þáttum sem skoðaðir voru milli tímabilanna. Hins vegar lækkaði fjöldi látinna barna úr 7 (6,5%) í 4 (4,0%) milli tímabila. Einnig var rúmlega tvöföld aukning á fjölda barna sem fengu alvarlega heilablæðingu (úr 4 (3,7%) í 9 (9,0%)). Jafnframt varð aukning á börnum sem fóru í aðgerð vegna fyrirburaaugnsjúkdóms. Hlutfallsleg lækkun varð á börnum sem greindust með langvinnan lungnasjúkdóm, skemmdir á hvíta efni heilans og þarmadrepsbólgu milli tímabilanna. Ísland var með næst hæstu hlutfallslega lifun barna (93%) miðað við önnur lönd, en einungis Japan var með hærri (95%). Hlutfall langvinns lungnasjúkdóms var næst hæst á Íslandi (26%), hæst var það í Bretlandi (32%) en lægst í Sviss (13%). Hlutfall barna sem fengu alvarlega heilablæðingu (gráðu III­IV) og/eða hvítaefnisskemmdir var svipað milli landa (7­15%). Sama átti við um fjölda fyrirbura sem fóru í aðgerð vegna fyrirburaaugnsjúkdóms fyrir utan hátt hlutfall í Japan (16%), annarsstaðar var það 2­4%. Ályktanir: Ísland er að standa sig vel, hér er lág dánartíðni og tiltölulega lágt hlutfall alvarlegra sjúkdómsgreininga. Þó gæti verið visst áhyggjuefni hlutfallsleg aukning á alvarlegri heilablæðingu sem þyrfti að skoða nánar. Fósturköfnun á Íslandi Nýgengi, orsakir og afdrif barnanna Elva Rut Sigurðardóttir1, Hildur Harðardóttir1,2, Þórður Þórkelsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Barnaspítali Hringsins Inngangur: Fósturköfnun (e. perinatal asphyxia) er afleiðing þess að skerðing verður á flutningi súrefnis um fylgju frá móður til fósturs. Eftir fósturköfnun eru nýburar í hættu á að fá ýmis vandamál, bæði til lengri og skemmri tíma, en alvarleiki þeirra fer eftir umfangi skaðans og ástandi þeirra líffæra sem eiga í hlut. Alvarlegastur er skaðinn sem getur orðið á heila en hann getur leitt til heilakvilla af völdum súrefnisþurrðar (e. hypoxic ischemic encephalopathy, HIE) og heilalömunar (e. cerebral palsy). Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, áhættuþætti, orsakir og afleiðingar fósturköfnunar og einnig að skoða hvernig staðið var að endurlífgun nýbura sem urðu fyrir fósturköfnun og hver afdrif þeirra voru í kjölfar hennar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði yfir 15 ára tímabil, frá 2002 – 2016. Við athugun á nýgengi fósturköfnunar voru fengnar upplýsingar um öll þau börn sem urðu fyrir fósturköfnun hér á landi á tímabilinu, skilgreind sem 5 mínútna Apgar £ 6. Auk þess voru fundin í Vökuskrá Barnaspítala Hringsins þau 50 börn sem fengu lægstan Apgar við 5 mínútna aldur og upplýsingum safnað um meðferð og afdrif þeirra úr Vökuskrá og sjúkraskrám, og um meðgöngu og fæðingu úr mæðraskrám og sjúkraskrám mæðranna. Niðurstöður: Alls fengu 634 börn greininguna fósturköfnun á rannsóknartímabilinu. Nýgengi fósturköfnunar reyndist vera 9,71/1000 fædd börn. Rannsóknartímabilinu var síðan skipt niður í tvö tímabil, 2002 – 2009 og 2010 – 2016. Nýgengi fósturköfnunar á fyrra tímabilinu var 10,64/1000 fædd börn en á því seinna reyndist það 8,64/1000 fædd börn. Algengustu áhættuþættir innan rannsóknarhópsins voru notkun oxytósíns dreypis í fæðingu (62%), líkamsþyngdarstuðull (LÞS) móður ³ 30 kg/m2 (43%) og framköllun fæðingar (42%). Algengast var að fósturhjartsláttarrit var metið óeðlilegt, í 52% tilvika af heilbrigðisstarfsfólki viðstatt fæðinguna og í 69,6% tilvika af rannsóknaraðilum. Algengar orsakir fósturköfnunar innan rannsóknarhópsins voru axlaklemma (26%) og fylgjuþurrð (20%) en algengast var að orsök fósturköfnunar hefði verið flokkuð sem “annað” (42%). Allir nýburar í rannsóknarhópnum þurftu á endurlífgun að halda eftir fæðingu. Öndunaraðstoð var veitt í öllum tilvikum, hjartahnoð í 48% tilvika, adrenalín gefið í 26% tilvika og blóð gefið í 4% tilvika. Af 50 börnum sem urðu fyrir alvarlegri fósturköfnun voru 27 (54%) sem fengu HIE. Af þeim sem fengu HIE létust sex (22,22%) og útskrifuðust 21 (77,78%) á lífi, en fimm (23,81%) þeirra greindust seinna með heilalömun. Ályktanir: Rannsóknin leiddi í ljós að nýgengi fósturköfnunar fer lækkandi. Áhættuþættir eru margvíslegir en algengastir voru notkun oxytósíns dreypis, LÞS móður ³ 30 kg/m2 og framköllun fæðingar. Fósturköfnun getur orðið óvænt, en axlaklemma og fylgjuþurrð voru algengar orsakir hennar í rannsókninni. Endurlífgun var ávallt hafin strax af viðstöddum og allt bendir til þess að rétt hafi verið staðið að henni í öllum tilvikum sem undirstrikar mikilvægi þjálfunar ljósmæðra og lækna í endurlífgun nýbura. Rúmlega helmingur barnanna bar merki um HIE eftir fæðingu. Þrátt fyrir að börnin yrðu öll fyrir alvarlegri fósturköfnun greindist aðeins tiltölulega lítill hluti þeirra með heilalömun síðar á ævinni. Millivefslungnabreytingar og öldrun Gísli Þór Axelsson1, Gunnar Guðmundsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús Inngangur: Sjálfvakin lungnatrefjun er ólæknanlegur sjúkdómur sem einkennist af bandvefsmyndun í millivef lungna og leiðir til dauða vegna öndunarbilunar. Millivefslungnabreytingar eru skilgreindar með myndgreiningu og líkjast lungna­ trefjun en eru ekki jafn útbreiddar og eru oftast í einkennalausum einstaklingum. Þær eru taldar vera forveri lungnatrefjunar, en í hlutfallslega fáum tilvikum, því tíðni millivefslungnabreytinga er mun hærri en tíðni lungnatrefjunar. Hækkandi aldur er áhættuþáttur beggja þessara fyrirbæra og vakti það þá tilgátu að ferlar tengdir öldrun væru tengdir meingerð þeirra. Tilgangur ritgerðarinnar var að kanna tengsl lífvísa öldrunar og millivefslungnabreytinga til að auka skilning á sambandi öldrunar og lungnatrefjunar. Efniviður og aðferðir: Gögn úr AGES­Reykjavik rannsókninni voru notuð. Hún er framskyggn faraldsfræðirannsókn á 5.764 Íslendingum gerð til að auka skilning á öldrun. Millivefslungnabreytingar höfðu áður verið greindar með tölvusneiðmyndum, og voru rannsakendur ókunnugir öðrum upplýsingum um þátttakendur. Þeir lífvísar öldrunar sem notast var við voru þættir tengdir bólgu; CRP og albúmín og þættir tengdir rauðum blóðkornum; fjöldi rauðra blóðkorna, hemóglóbín og hematókrít. Til viðbótar voru notaðir lífvísar öldrunar tengdir líkamlegri færni; gripstyrkur, styrkur við réttingu um hné, gönguhraði, tímasett upp og gakk próf og vöðvamassi læris. Tengsl þessara breyta við millivefslungnabreytingar og undirgerðir þeirra voru prófuð með tvíkosta aðhvarfsgreiningu. Að auki voru könnuð tengsl millivefslungnabreytinga við þætti tengda heilsu þátttakenda. Þeir þættir voru sjálfstæði við athafnir daglegs lífs, eigið mat á almennri heilsu og líkamleg virkni á síðustum 12 mánuðum. Niðurstöður: Í líkönum leiðréttum fyrir helstu meðvirkandi þáttum höfðu CRP og albúmín tengsl við millivefslungnabreytingar, ásamt öllum þáttum tengdum líkamlegri færni fyrir utan tímasett upp og gakk próf. Þættir tengdir rauðum blóðkornum höfðu ekki tengsl við millivefslungnabreytingar. CRP og albúmín höfðu meiri áhrif á millivefslungnabreytingar en þættir tengdir líkamlegri færni. Af undirgerðum millivefslungnabreytinga höfðu flestir þáttanna tengsl við breytingar undir fleiðru og blandaðar breytingar. Allir þættir tengdir heilsu þátttakenda höfðu tengsl við ILA, og var mesta áhættan tengd lélegri almennri heilsu. Ályktanir: Í þessari ritgerð fundust tengsl milli millivefslungnabreytinga og fjölmargra lífvísa öldrunar, til að mynda CRP, albúmíns og margra þátta sem varða líkamlega frammistöðu og almenna heilsu. Þessar niðurstöður benda til tengsla milli millivefslungnabreytinga og öldrunar. Engin tengsl fundust hins vegar við aðra lífvísa öldrunar. Það gæti verið vegna flókinnar meingerðar öldrunar og skorts á samstöðu um lífvísa öldrunar. Engu að síður gefa þessar niðurstöður til kynna að einstaklingar með millivefslungnabreytingar hafi verri líkamlega heilsu en aðrir. Þetta bendir til þess að millivefslungnabreytingar hafi skaðleg áhrif og bætir við fyrri rannsóknir sem leggja til frumstig millivefslungnasjúkdóma sem rannsóknarefni til að bæta meðferð og forvarnir slíkra sjúkdóma. Sýkingar hjá 18 mánaða börnum á Íslandi Guðrún Margrét Viðarsdóttir1, Emil L. Sigurðsson1,2, Margrét Ólafía Tómasdóttir1,2, Jón Steinar Jónsson1,2, Jóhann Ágúst Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Inngangur: Sýkingar eru algeng orsök veikinda, sérstak lega hjá börnum. Öndunarfærasýkingar eru ein algengasta orsök komu á heilsugæslu á Íslandi en iðrakveisur eru einnig algengar. Kvef er algengasta öndunarfærasýkingin bæði hjá börnum og fullorðnum. Bráðamiðeyrnabólga er einnig algeng í börnum og er algeng ástæða sýklalyfjaávísunar. Endurteknar bráðamiðeyrnabólgur leiða oft til ísetningar hljóðhimnuröra. Erlendar rannsóknir á veikindamynstrum í samfélaginu og notkun heilbrigðisþjónustu hafa leitt í ljós að meirihluti veikinda á sér stað utan heilbrigðisstofnanna og margir upplifa veikindi án þess að leita læknis. Fáar rannsóknir eru til um sýkingar ungbarna utan heilbrigðisgeirans hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var því að rannsaka með framvirkum hætti sýkingar meðal 18 mánaða barna á Íslandi og helstu úrræði við þeim. Efniviður og aðferðir: Foreldrum sem komu með börnin sín í 18 mánaða skoðun á heilsugæsluna var boðið að taka þátt í rannsókninni. Foreldrarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.