Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 15
R itr ýn t e fn i 15 í æð. Einnig var fengin röntgenmynd af lungum. Hjartalínurit sýndi þekkt langvinnt gáttatif. Tölvusneiðmynd af brotinu sýndi að ekki var í raun um þríbrot á hægri ökkla að ræða, þar sem dálkshnyðja (e. lateral malleolus) virtist vera óbrotin. Hins vegar var brot í liðbandafestingum (e. syndesmosis) sköflungsmegin. Samkvæmt fyrirmælum bæklunarlækna fékk sjúklingur blóðvökva (e. plasma) og að auki K­vítamín til að snúa við blóðþynningaráhrifum warfaríns vegna fyrir­ hugaðrar aðgerðar. Fyrsta aðgerð bæklunarlækna Sjúklingur fékk cefúroxím í æð fyrir aðgerð og að auki próþrombínlausn vegna blóðþynningar. Í aðgerðinni kom í ljós að stór hluti sköflungshnyðju var fastur inni í ökklaliðnum. Skýrði það af hverju ekki reyndist unnt að setja ökklaliðinn rétt á slysadeild. Eftir að þessi beinflaski var fjarlægður út úr liðnum náðist að færa völubeinið (e. talus) á sinn stað. Beinbitinn var síðan festur með tveimur skrúfum. Á þessum tímapunkti í aðgerð var fótleggur sjúklings orðinn spenntur og skurðlæknir sneri sér því næst að brotinu á dálkinum. Vöðvar í fram­ og hliðarhólfum (e. anterior and lateral compartments) fótleggs voru þá orðnir stífir. Húðskurður var gerður utanvert á kálfa og fellsskurður á báðum vöðvahólfum. Unnt var að festa brotið með sex gata plötu og skrúfum sem allar utan ein hlutu góða festu. Að þessu loknu var lega staðfest með skyggningu. Ekki var sett lásskrúfa (e. syndesmosis screw) yfir að svo stöddu. Í lok aðgerðar voru bæði aftari vöðvahólf (e. posterior compartment) fótleggs opnuð upp einnig til að létta þrýstingi af vöðvum þeirra. Sári var lokað gróft með númer 2 Ethilon® þræði. Ekki var unnt að loka sárum til fullnustu hliðlægt og yfir brotinu sjálfu, vegna mikillar spennu í vefjum. Grisjum var því pakkað ofan í skurðinn og gipsspelka síðan lögð yfir. Seinni aðgerð bæklunarlækna Daginn eftir fyrstu aðgerð voru röntgenmyndir sjúklings skoðaðar á fundi bæklunarlækna og framhald meðferðar rætt. Það varð úr að fara ekki aftur inn á ökklabrotið til að festa beinflaska þar, heldur að setja lásskrúfu í staðinn. Sú aðgerð var gerð daginn eftir fyrstu aðgerð. Töluvert hafði vessað úr sárunum yfir nóttina og var því ákveðið að setja nú sárasugu yfir skurðsár til að freista þess að auðvelda lokun þeirra seinna. Gangur í legu – fyrri hluti Sjúklingur var hafður á algjörri rúmlegu eftir báðar aðgerðir en gerði léttar blóðrásaraukandi æfingar í rúmi með sjúkraþjálfara, svo sem hreyfingar á tám. Ekki var skráð í sjúkraskrá hvort sjúklingur lá á loftdýnu til að fyrirbyggja legusár eða hvort hann lá á venjulegri dýnu. Skurðsár voru endurmetin á nokkurra daga fresti af hjúkrunarfræðingum sáramiðstöðvar og litu sárin ágætlega út en átta dögum eftir seinni aðgerð var enn ekki unnt að loka skurði uppi á fótlegg á hefðbundinn hátt. Því var ákveðið að taka sjúkling til aðgerðar þar sem sett yrði húðágræðsla yfir sárið og því lokað á skurðstofu. Opin sár á þessum tímapunkti voru tvö; þverlægt sár inn að sköflungi rétt ofan við sköflungshnyðju og hliðlægt sár á fótlegg. Í því síðarnefnda sá í frískan, lífvænlegan vöðva en töluverður bjúgur var í vöðvanum og gapti skurðsárið um 7 sm þar sem mest var. Á skurðstofu var því ákveðið að bíða með húðágræðslu að svo stöddu en hreinsa sárið upp og tókst að minnka það um helming. Sári miðlægt á ökkla var lokað og sárasuga fjarlægð. Aðgerð lýtalækna Þremur dögum eftir þessa aðgerð var húð­ ágræðsla talin tímabær. Húð var tekin utanvert af hægra læri og hún götuð. Búið var um gjafahúðsvæði (e. donor site) með plastfilmu. Skafið var yfir sárbotna til að fá blæðandi sárbeð, húðin síðan lögð niður og heftuð föst. Búið var um sárin með vaselíngrisjum og þurrum grisjum. Gangur í legu – seinni hluti Eftir aðgerð lýtalækna var sjúklingur áfram án ástigs en mátti fara fram úr, þá í hjólastól og með slasaða fótinn uppi, ekki niðurhangandi. Mátti standa upp á heilbrigða fætinum í tíu mínútur í senn og þá með slasaða fótinn þétt vafinn. Fimm dögum eftir húðágræðslu litu sár vel út og húðin virtist taka sig vel. Sjúklingur var samtals án ástigs á slasaða fótinn í átta vikur eftir síðari ökklaaðgerð. Hann útskrifaðist á brotaendurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar eftir fjögurra vikna sjúkrahúsdvöl og öll sár og húðágræðslur litu nokkuð vel út. Sjúklingur kom í ráðgerða endurkomu til bæklunar lækna þremur mánuðum eftir út­ skrift og lét vel af sér. Hreyfingar um ökklalið voru svo til eðlilegar og liðurinn virtist stöð­ ugur við átöku. Skrúfuhausar þreifuðust ekki. Húðágræðsla á fótlegg leit út sem fullgróin. Gjafahúðsvæði á hægra læri var einnig gróið en skyn þar var skert. Ekki var merki um slettifót (e. drop foot) eða kreppifót (e. claw foot), sem geta komið til sem afleiðing rýmisheilkennis (e. compartment syndrome). Lásskrúfur líkt og sú sem sjúklingur var með í ökklanum eftir aðgerðirnar eru oft fjarlægðar átta vikum eftir ísetningu. Sjúklingurinn var hins vegar verkja laus og með eðlilega hreyfingu í ökkla­ liðnum, auk þess sem hann var með vel gróna Mynd 1. Sjúklingur hlaut brot í sköflungshnyðju (e. medial malleolus) og miðjan dálkinn (e. fibula). Að auki leit við fyrstu sýn út fyrir að brot væri einnig í dálkshnyðju (e. lateral malleolus). Mynd 2. Hér sést vel brot miðlægt í hægri dálki (e. fibula).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.