Læknaneminn - 01.04.2018, Page 133

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 133
R an ns ók na rv er ke fn i 3 . á rs n em a 20 17 13 3 Candida blóðsýkingar á Íslandi 2009-2016 Rebekka Rós Tryggvadóttir1, Helga Erlendsdóttir1,2, Lena Rós Ásmundsdóttir2 og Magnús Gottfreðsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sýkla­ og veirufræðideild Landspítala og 3Smitsjúkdómadeild Landspítala Inngangur: Candida blóðsýkingum hefur farið fjölgandi undanfarna 3 áratugi sem helst má skýra með auknum fjölda sjúklinga í áhættuhóp. Slíkar sýkingar leggjast helst á inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsum með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Há dánartíðni fylgir Candida blóðsýkingum eða allt að 40% og því mikilvægt að meðhöndla þær á réttan hátt. Nýlega voru gefnar út evrópskar (2012) og bandarískar (2016) klínískar leiðbeiningar um viðeigandi meðferð þar sem áhersla er m.a. lögð á notkun kandín lyfja. Markmið rannsóknarinnar var að skoða nýgengi Candida blóðsýkinga á tímabilinu 2009 til 2016, tegundasamsetningu sveppastofna sem ræktast ásamt næmi þeirra fyrir lyfjum, hvernig meðferð hefur verið háttað hér á landi og hvernig horfur sjúklinga hafa þróast. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var lýðgrunduð, afturvirk rannsókn á tímabilinu 1. janúar 2009 til 31. desember 2016 en leyfi til aðgangs að sjúkraskrám nær eftir til ársins 1980. Upplýsingar um jákvæðar blóðræktanir voru fengnar frá Sýkla­ og veirufræðideild Landspítalans og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Tilfelli var skilgreint sem a.m.k ein jákvæð blóðræktun með Candida tegund og sjúklingur talinn með aðskilda sýkingu ef meira en 30 dagar liðu frá jákvæðri blóðræktun eða ef um var að ræða aðra Candida tegund. Niðurstöður: Á 8 ára tímabilinu frá 2009 til 2016 greindust 115 blóðsýkingar í 111 sjúklingum þar sem fjórir sjúklingar sem sýktust tvisvar. Þrír sjúklingar voru með blandaða sýkingu (meira en eina Candida tegund í sömu blóðræktun) og ræktuðust því 118 Candida tegundir. Meðaltal nýgengis yfir tímabilið var 4.5 tilfelli/100.000 íbúa/ár. Aldursbundið nýgengi reyndist vera hæst meðal karla yfir 80 ára eða 41 tilfelli/100.000 íbúar/ár. Fimm Candida tegundir ollu meira en 95% allra sýkinga. Þær voru C. albicans (50%), C. glabrata (21%), C. tropicalis (10%), C. dubliniensis (8%) og C. parapsilosis (6%) en undanfarna áratugi hefur sú þróun átt sér stað á Íslandi að hlutfall C. albicans hefur farið lækkandi og hlutfall annarra Candida tegunda hefur aukist. Helstu áhættuþættir sýkingar voru fyrri sýklalyfjanotkun (81%), inniliggjandi æðaleggir (69%), illkynja sjúkdómar (25%), sterameðferð (25%) og kviðarholsaðgerð (23%) innan mánuðar fyrir greiningu. Meginuppistaða sveppalyfjameðferðar var flúkónazól en 90% fengu flúkónazól sem fyrsta lyf og 83% fengu flúkónazól sem aðalmeðferð ( > 50% heildarmeðferðar). Á tímabilinu var 30 daga dánartíðni 24% en fyrir tímabilið 1980 til 1989 var 30 daga dánartíðnin 41% og hafa horfur farið marktækt batnandi frá 1980. Ályktanir: Nýgengi á tímabilinu var 4.5 tilfelli/100.000 íbúa/ár en það er svipað og við höfum séð á Norðurlöndunum fyrir utan Danmörku og lægra en sést hefur í Bandaríkjunum. Candida sýkingar hafa verið taldar leggjast helst á yngsta (<1 árs) og elsta aldurshópinn. Hæsta nýgengið hjá okkur sást meðal aldurshópsins yfir 60 ára en aðeins 1 nýburi greindist á 8 ára tímabilinu. Ekki er að fullu ljóst afhverju það stafar en rétt áður en rannsóknartímabilið hófst var breytt verklagsreglum um miðlæga bláæðaleggi á Vökudeild sem gæti að einhverju leiti útskýrt þetta lága nýgengi. C. albicans var orsök 50% allra sýkinga sem er í samræmi við erlendar rannsóknir. Flúkónazól var meginuppistaða sveppalyfjameðferðar en hinar nýju klínísku leiðbeiningar mæla í flestum tilfellum með notkun Echinocandína sem virðast hafa í för með sér betri horfur. Þrátt fyrir háa 30 daga dánartíðni, 24%, sjáum við að horfur hafa farið marktækt batnandi frá árinu 1980 og verður áhugavert að sjá hvort sú tala muni lækka enn frekar á næstu árum með bættri meðferð og greiningu. Op á milli gátta: Lokun í skurðaðgerð eða hjartaþræðingu 1997 - 2016. Sara Margrét Guðnýjardóttir1, Hróðmar Helgason2, Gylfi Óskarsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins Inngangur: Op á milli gátta (atrial septal defect) er næstalgengasti meðfæddi hjartagallinn á meðal íslenskra barna eða um 16% alvarlegra hjartagalla. Á fósturskeiði myndast op, sporagat, á milli gátta sem beinir hluta blóðflæðis frá hægri til vinstri gáttar fram hjá lungum og í útæðahringrás (systemic circulation). Sporagatið lokast í 70 – 75% tilvika eftir fæðingu vegna þrýstingsaukningar í vinstri gátt. Ef sporagatið lokast ekki er einstaklingurinn með fósturop (patent foramen ovale) sem er ekki talið vera hjartagalli. Ef raunverulegur galli verður við myndun gáttaskipta á fósturskeiði fæðist einstaklingurinn með op á milli gátta. Fjórar mismunandi gerðir eru til eftir því hvar þroskun gáttaskipta fór úrskeiðis. Op á miðjum gáttaskiptum, secundum op, eru algengust eða um 80 ­ 90% galla. Viðvarandi aukið blóðflæði frá vinstri til hægri gáttar getur valdið byggingarlegum breytingum á hægri hjartahólfum og ýtt undir hjartabilun sem gefur ástæðu til lokunar. Lengi voru öll börn send erlendis í hjartaaðgerð en frá árinu 1997 hefur starfsemin verið hérlendis. Árið 2005 varð þróun í meðferð á opi milli gátta og fyrsta opið lagfært í þræðingu. Síðan þá hafa aðgerðum fækkað og þræðingum fjölgað. Markmið rannsóknar er að meta árangur aðgerða á börnum með op á milli gátta frá þær hófust á Landspítalanum árið 1997. Einnig að bera saman skurðaðgerðir og þræðingar m.t.t. árangurs, fylgikvilla, legutíma, aldurs við inngrip ofl. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn. Farið var yfir sjúkraskrár barna á Landspítalanum með greininguna op á milli gátta sem fóru í aðgerð eða í hjartaþræðingu á árunum 1997 – 2016. Upplýsingar um endurkomur eftir inngrip fengust úr sjúkraskrám á stofum barnahjartalækna. Niðurstöður: Alls voru framkvæmd 96 inngrip, 66 skurðaðgerðir og 30 hjartaþræðingar á 94 einstaklingum. Nýgengi ops á milli gátta sem þörf var að loka á tímabilinu var 1:908 lifandi fæddum börnum. Drengir voru 32 og stúlkur 63, kynjahlutfall 1,94:1. Með tilkomu þræðingar fækkaði skurðaðgerðum. Fyrir 2005 voru 5,6 skurðaðgerðir framkvæmdar á meðaltali á ári en eftir 2005 en 1,8 skurðaðgerðir á meðaltali á ári. Skurðaðgerð: Miðaldur við aðgerð var 3 ára (spönn 1 – 18). Miðstærð ops var var 12.0 mm (spönn 6 ­ 35) og fjöldi einstaklinga með secundum op var 61 (92%). Meðalgjörgæslutími var tveir sólarhringir (SF +/­ 1.5) og meðallegutími var 7.1 dagar (SF +/­ 2.5). Skurðaðgerð bar árangur í 97% tilfella. Fylgikvillar fylgdu í kjölfar 63 aðgerða (95%), sjö (11%) af þeim alvarlegir. Í endurkomum einu ári eftri inngrip var einn (2%) einstaklingur með leka um bót. Hjartaþræðing: Miðaldur við þræðingu var 12 ára (spönn 4 – 18). Miðstærð ops var var 8.5 mm (spönn 3.5 ­ 25) og fjöldi einstaklinga með secundum op var 25 (83%). Enginn dvaldi á gjörgæslu og meðallegutími var 1.2 dagar (SF +/­ 0.5). Árangur náðist í 97% þræðinga. Minniháttar fylgikvillar fylgdu í kjölfar 7 (23%) þræðinga og enginn einstaklingur var með leka meðfram tappa einu ári eftir lokun. Ályktanir: Hjartaþræðing og skurðaðgerð eru báðar öruggar og árangursríkar meðferðir við lokun ops á milli gátta. Árangur hérlendis er sambærilegur við erlendar stofnanir. Færri fylgikvillar og styttri legutími eru í hjartaþræðingum samanborið við skurðaðgerðir. Fæðingasaga kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma á Íslandi Fyrirburafæðingar, keisaraskurðir og lág Apgar einkunn við fimm mínútur Signý Rut Kristjánsdóttir1, Þóra Steingrímsdóttir1,2, Kristjana Einarsdóttir3, Gerður Gröndal1,4, Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,2,5, Björn Guðbjörnsson1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Miðstöð lýðheilsuvísinda, 4Gigtardeild Landspítala og 5Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Inngangur: Liðbólgusjúkdómar eru bólgumiðlaðir sjálfsónæmissjúkdómar sem leggjast gjarnan á konur á barneignaraldri. Meingerð sjúkdómanna er ekki að fullu þekkt en vitað er að TNF­α spilar stórt hlutverk í sjúkdómsferlinu. Þróuð hafa verið líftæknilyf sem hamla virkni TNF­α. Meðgöngu fylgir talsverð ónæmisbæling til þess að líkami móður hafni ekki fóstrinu og TNF­α er þar einnig í aðalhlutverki. Því vakna þær spurningar hvaða áhrif liðbólgusjúkdómar og lyfjameðferð með TNF­hemlum (TNFi) hafa á meðgöngu og fæðingar kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma. Þrátt fyrir rannsóknir erlendis er enn margt á huldu og þörf á frekari rannsóknum. Engin slík rannsókn hefur farið fram hérlendis fyrr en nú. ICEBIO er gagnagrunnur sem inniheldur klínískar upplýsingar um alla þá einstaklinga sem fá TNFi lyfjameðferð við liðbólgusjúkdómum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið var fengið með samkeyrslu á kennitölum kvenna úr ICEBIO við Fæðingaskrá Íslands. Skoðuð voru gagnlíkindahlutföll á áhættu fyrirburafæðingar, keisaraskurðar og lágrar Apgar einkunnar nýbura við fimm mínútur, fyrir hvern sjúkdómshóp (iktsýki, sóragigt, hryggikt og óskilgreinda liðbólgu) miðað við staðlaðan viðmiðunarhóp. Meðgöngur og fæðingar eftir TNFi meðferð voru bornar saman við fæðingar fyrir TNFi meðferð og viðmiðunarhóp, m.t.t. sömu þátta. Niðurstöður: Í ICEBIO voru 1140 einstaklingar skráðir í lok árs 2016, þar af 723 konur sem hafa fengið meðferð með TNFi. Af þeim hafa 409 eignast barn. Fæðingarnar voru 794 og af þeim voru 43 eftir að meðferð með TNFi hófst. Flestar mæðurnar voru íslenskar og á aldursbilinu 26­30 ára, í vinnu eða námi. Flestar fæðingarnar voru hjá konum með iktsýki (n=358), þar á eftir sóragigt (n=248) og þar næst hryggikt (n=130). Fjöldi fæðinga kvenna með óskilgreindan liðbólgusjúkdóm var 58. Dreifing meðgöngulengdar var sambærileg milli sjúkdómshópa en flestar fyrirburafæðingar voru meðal kvenna með iktsýki. Engin marktæk áhætta reyndist á fyrirburafæðingu meðal mæðra með alvarlega liðbólgusjúkóma. Flestar fæðingar fóru fram um leggöng en um 21% urðu með keisaraskurði. Þar af 46,7% með valkeisaraskurði og 53,3% með bráðakeisaraskurði. Áhætta á keisaraskurði meðal kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma, var 1,57 miðað við viðmið (95% ÖB: 1,28­1,94, p<0,01) og var áhættan mest meðal kvenna með sóragigt (OR 2,11, 95% ÖB: 1,46­3,06, p<0,01). Af þeim 794 börnum sem fæddust voru 18 sem höfðu lága Apgar einkunn við fimm mínútur. Engin marktæk áhætta reyndist á lágri Apgar einkunn meðal nýburanna í samanburði við viðmið. Af þeim 43 fæðingum eftir að TNFi meðferð hófst voru 5 fyrirburar, 14 keisaraskurðir og 2 nýburar með lága Apgar einkunn við fimm mínútur. Engin marktæk áhætta var fyrir þessum þáttum, hverjum fyrir sig, í samanburði við fæðingar áður en meðferð með TNFi hófst og við viðmiðunarhóp. Ályktun: Konur með alvarlega liðbólgusjúkdóma eru líklegri til að fæða með keisaraskurði en aðrar konur. Áhættan breytist ekki marktækt þó konurnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.