Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 30
R itr ýn t e fn i 30 ef klínískur grunur vaknar um legháls­ krabbamein.8 Rannsóknir sýna að langflest eða um 80­90% allra legháls krabbameina eru af flöguþekjuuppruna og um 10­15% eru af kirtilþekjuuppruna.12,18 Stigun og meðferð Leghálskrabbamein eru stiguð samkvæmt Alþjóða samtökum kvensjúkdóma­ og fæðinga ­ lækna (e. Inter national Federation of Gyne- cology and Obstetrics, FIGO). Stigunin er sýnd í Töflu I og á Mynd 1. Stigunin er fyrst og fremst klínísk og metin út frá skoðun sem oft er gerð í svæfingu. Myndrannsóknir geta þó hjálpað til við að meta útbreiðslu sjúkdómsins. Til dæmis er segulómskoðun af grindarholi góð rannsókn til að meta stærð/legu æxlis í leghálsi og hugsanlega útbreiðslu í vefi í kring. Tölvusneiðmynd er oft notuð til að meta eitlastækkanir í kvið eða meinvörp, svo sem í lungum. Mikilvægt er að ákvarða meðferð hverrar konu fyrir sig út frá stigun við greiningu en horfur sjúklings eru einnig beint tengdar stiguninni.8,20,21 Meðferðarmöguleikum leghálskrabbameina má skipta upp í skurðaðgerð, geislameðferð og krabbameinslyfjameðferð. Oft eru tvö eða fleiri meðferðarform gefin saman svo sem samþætt geisla­ og lyfjameðferð eða þar sem ein meðferð tekur við af annarri. Á lægstu stigum leghálskrabbameins, það er á stigum IA1 til IB1, er skurðaðgerð fyrsta meðferð og ætti að nægja ein og sér.22 Á stigi IA1 er ýmist gerður keiluskurður, ef sjúklingur óskar eftir því að varðveita frjósemi sína, eða legnám. Á stigi IA2 og IB1 eru líkur á sogæðaíferð og meinvörpum í grindarholseitla um 10% og því er stöðluð meðferð útvíkkað legnám (e. radical hysterectomy) þar sem auk legs og legháls er fjarlægður vefurinn í kringum leghálsinn (e. parametrium), efsti hluti legganga ásamt brottnámi grindarholseitla.6,22 Hjá einstaka sjúklingum þegar mikilvægt er að varðveita frjósemi konunnar eða hún er þunguð við greiningu er hægt að framkvæma leghálsbrottnám (e. trachelectomy). Þá er leg­ háls ásamt nærliggjandi vef í kringum legháls og efsti hluti legganga fjarlægður ásamt grindarholseitlum en legið sjálft er skilið eftir. Þessi meðferð er talin örugg ef æxlið er minna en 2 cm, bundið við legháls, eitlar neikvæðir og skurðbrúnir fríar eftir aðgerðina.22 Í dag eru ofangreindar aðgerðir oftast gerðar í kviðsjá og gjarnan með hjálp aðgerðarþjarka. Á stigi IB2 og á efri stigum sjúkdómsins er ekki framkvæmd skurðaðgerð heldur felst meðferðin í samþættri geisla­ og lyfjameðferð enda líkurnar á hreinum skurðbrúnum litlar og talsverðar líkur á dreifingu sjúkdóms í eitla. Þá eru allt að 80% líkur á að þörf verði á viðbótarmeðferð eftir skurðaðgerð með samþættri geisla­ og krabbameinslyfjameðferð sem hefur í för með sér hærri dánartíðni og meiri líkur á alvarlegum og langvarandi fylgi kvillum með minnkuðum lífsgæðum sjúklings. Því er mikilvægt að vanda stigun sjúk dómsins til að velja rétta meðferð. Þannig er samþætt geisla­ og lyfjameðferð stöðluð meðferð leghálskrabbameina á stigi IB2 og á efri stigum22­24 en þá er gefin ytri og/eða innri (e. brachytherapy) geislameðferð ásamt því að gefa vikulega krabbameinslyf, oftast cisplatin, á meðan geislameðferð stendur. Samanborið við geislameðferð eingöngu minnkar dánar­ tíðnin um 30­50% við það að gefa einnig cisplatin.6,22 Talið er að cisplatin auki á virkni geislameðferðarinnar en lyfið hefur einnig frumudrepandi verkun.25 Á stigi IV eru líkur á lækningu nánast engar. Þá er meðferðin einstaklings bundin og miðar að því að minnka ein kenni og hægja á æxlisvexti. Stundum er geislameðferð beitt við einangruðum mein­ vörpum sem valda einkennum.6,8 Endurkoma og lifun Eftir að meðferð lýkur er konan kölluð inn í reglubundið eftirlit en rannsóknir hafa sýnt að líkur á endurkomu krabbameinsins eru mestar á fyrstu tveimur árunum eftir grein­ ingu. Á Norðurlöndum er mælt með reglulegu eftirliti á þriggja til fjögurra mánaða fresti fyrstu tvö árin eftir meðferð og í framhaldinu á sex til tólf mánaða fresti í samtals fimm ár. Endurkomur greinast þó oftast í kjölfar einkenna og er því óljóst hversu hjálplegt í raun reglulegt eftirlit er í þessu ferli.6,26,27 Meta þarf lífsgæði konunnar eftir meðferð og ræða við hana um breytingar á andlegri líðan og kynlífsheilsu og veita ráðleggingar varðandi þau vandamál.8,28 Á heildina litið eru horfur sjúklinga með leghálskrabbamein góðar en þær ráðast mest af stigun sjúklinga við greiningu. Þannig eru bestu horfurnar hjá þeim sjúklingum sem greinast á stigi I en um 95% af þeim læknast samanborið við einungis 40% þeirra sem greinast á stigi III.19 Því skiptir mestu máli að greina sjúkdóminn sem fyrst. Vitað er að skimun og meðhöndlun frumubreytinga getur komið í veg fyrir að kona fái leghálskrabbamein. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þátttaka í skipulagðri leghálskrabbameinsleit hefur áhrif á stigun sjúkdómsins við greiningu.29 Skimun er þannig lykilatriði í því að flestar konur eru að greinast á allra fyrstu stigum sjúk­ dómsins en þá eru horfur mjög góðar. Tölur frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins sýna minnkaða þátttöku kvenna í leghálsskimun á undan förnum árum og sérstaklega í yngri aldurs hópunum (Svanhildur Þorsteinsdóttir, Leitar stöð Krabbameinsfélags Íslands, munnleg heimild, febrúar 2018). Það er alvar­ legt mál enda er mæting og þátttaka kvenna í leghálsskimun forsenda þess að hún virki. Lokaorð Leghálskrabbamein greinist gjarnan hjá tiltölulega ungum konum og hefur einnig þá sérstöðu að veirusmit er forsenda krabba­ meinsins. Horfur kvenna með legháls­ krabbamein eru almennt góðar ef það greinist á fyrstu stigum sjúkdómsins en skimun er þar mikilvægasti þátturinn. Nú er byrjað að bólusetja fyrir þeim veirum sem valda flestum leghálskrabbameinum og eru vonir bundnar við að nýgengi sjúkdómsins muni því lækka enn frekar. Legbols- krabbamein Inngangur Legbolskrabbamein (e. endometrial carcinoma) er algengasta krabbameinið í kvenlíffærum.30 Tæplega 30 konur greinast árlega á Íslandi en legbolskrabbamein er fimmta algengasta krabbameinið í konum hérlendis.1,31 Áhættuþættir Orsakir legbolskrabbameins eru ekki alveg ljósar en ýmsir áhættuþættir eru þekktir. Hækkandi aldur er til dæmis áhættuþáttur fyrir legbolskrabbameini en langflestar konur eru komnar yfir tíðahvörf við greiningu. Aðeins um 15% sjúklinga greinast fyrir 50 ára aldur og 5% fyrir 40 ára aldur.32,33 Aðrir áhættuþættir legbolskrabbameins eru flestir tengdir estrógeni. Estrógen veldur aukinni frumufjölgun í legslímunni (e. endometrium), hindrar stýrðan frumudauða og örvar æðanýmyndun. Þetta leiðir til oförvunar á legslímunni (e. endometrial hyperplasia) sem getur þróast í krabbamein.34,35 Offita er þannig áhættuþáttur þar sem í fituvefnum verður umbreyting á andrógenum frá nýrna­ hettu yfir í estrógen33 ásamt því að í offeitum er aukið insúlínviðnám sem veldur aukinni insúlínlosun sem svo minnkar myndun á kynhormónabindandi glóbulíni (e. sex hormone-binding globulin, SHBG) í lifrinni sem þannig eykur tiltækt estrógen.32,35 Annar sterkur áhættuþáttur er estrógen­ hormónameðferð við tíðahvarfaeinkennum án mótverkandi prógesteróns.33 Útsetning legslímunnar fyrir estrógeni getur einnig stafað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.