Læknaneminn - 01.04.2018, Page 55

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 55
Fr óð le ik ur 55 svara í hefðbundinni krufningu. Sem dæmi um þetta má nefna loftbrjóst og ­blóðrek (e. air embolism). Hægt er að skima eftir aðskotahlutum svo sem byssukúlum sem getur gefið upplýsingar um hvar leita ætti í krufningu. Sum beinbrot á erfiðum stöðum getur verið erfitt að bera kennsl á í krufningu og þar geta myndrannsóknir hjálpað. Segulómmyndir hafa reynst hjálplegar til að meta áverka og sjúklegar breytingar á mjúkvefjum eins og í heila. Réttar- og lífefnafræðilegar rannsóknir Mikilvægt er að standa vel að söfnun sýna í krufningu þar sem sjaldan er hægt að endurtaka rannsóknina. Oftast eru tekin sýni úr þvagi ef það er til staðar, augnvökva, gollurss húsvökva og blóði, oftast frá læris­ bláæð (lat. vena femoralis). Greining sýna eftir andlát getur reynst erfið þar sem niðurbrot vefja og efnafræðileg ferli hafa áhrif á styrk efna. Sýrustig og þéttni blóðs breytast sem getur haft áhrif á mælingar. Einnig verður endurdreifing á ýmsum lyfjum eftir andlát sem getur leitt til þess að hærri þéttni mælist en var í raun til staðar fyrir andlát. Augnvökvi hentar vel til lífefnafræðilegra rannsókna þar sem hann er nokkuð einangraður frá öðrum líkamsvessum og verður ekki fyrir endurdreifingu eða þéttingu eins og blóð eftir andlát. Einnig rotnar augnvökvi seinna en aðrir líkamsvessar. Mælingar á jónaefnum og öðrum lífvísum getur gefið upplýsingar um dánarorsök svo sem ofþornun, ofgnótt vatns (e. water intoxication), sykursýkiketónsýringu eða of hátt insúlín. Einnig er hægt að leita eftir og mæla þéttni lyfja í augnvökva. Dauðsföll af völdum eitrunaráhrifa lyfja, löglegra eða ólöglegra, eru með algengari dánarorsökum af ónáttúrulegum völdum. Að auki geta réttarefnafræðilegar rannsóknir nýst til að segja til um ástand og hegðun viðkomandi en slíkar upplýsingar geta verið réttarfarslega mikilvægar. Þar má nefna sem dæmi að mæla etanól í blóði hjá látnum ökumanni. Því telja sumir að nægileg ábending sé fyrir réttarefnafræðilegri greiningu ef að á annað borð á að framkvæma réttarkrufningu. Þó skyldi alltaf meta þörfina í hverju tilfelli fyrir sig. Erfðafræðirannsóknir Erfðafræðirannsóknir geta gagnast réttar­ læknum bæði við að bera kennsl á þann látna og við að skýra áður óútskýrð dauðsföll. Upp geta komið mál þar sem erfitt getur reynst að bera kennsl á hinn látna til dæmis vegna ástands líksins eða við aðstæður þar sem enginn virðist kannast við þann látna. Þar geta erfðafræðirannsóknir hjálpað til. Ef að hinn látni á núlifandi ættingja má taka sýni úr hinum látna, til dæmis hár, neglur eða mjúkvef, og bera saman við erfðaefni núlifandi ættingja. Þannig má reikna út líkur á því að hinn látni sé sá sem hann er talinn vera. Einnig er hægt að bera erfðaefni hins látna saman við sýni af munum sem tilheyrðu þeim aðila sem hann er talinn vera en þá ber að varast að erfðaefni annarra gæti hafa komist á muninn. Við óútskýrð skyndileg dauðsföll hjá ungu fólki er mikilvægt að muna eftir möguleikanum á banvænum hjartsláttartruflunum. Í sumum tilfellum stafa slíkir sjúkdómar af þekktum stökkbreytingum sem valda truflunum á starfi jónaganga og geta til dæmis leitt til sjúklegrar lengingar QT bils eða Brugada heilkennis. Við slíkan dauða koma ekki fram ummerki sem hægt væri að sjá í krufningu en erfðafræðilegar rannsóknir geta borið kennsl á þekktar stökkbreytingar sem valda slíkum truflunum. Einnig má notast við erfðafræðirannsóknir við að bera kennsl á geranda í sakamáli. Hægt er að leita að erfðaefni undir nöglum hins látna eða á fötum hans, en getur slíkt reynst mjög krefjandi. Vefjafræðirannsóknir Smásjárskoðun vefjasýna er mikilvægur hluti af krufningunni. Eins og áður var sagt eru teknar sneiðar úr flestum líffærum. Til dæmis eru teknar sneiðar úr hjartavöðva með totuvöðva (lat. musculus papillaris) og úr heila úr dreka (lat. hippocampus) og tannakjarna (lat. nucleus dentatus) þar sem þar koma fyrst fram merki um blóðþurrð. Einnig er mikilvægt að skoða sýni úr til dæmis lifur, nýrum, lungum og heila þar sem þar gætu komið fram merki um sjúkdóma sem gætu hafa leitt til eða haft áhrif á andlátið. Að lokum getur smásjárskoðun á vefjasýnum rennt frekari stoðum undir þá niðurstöðu sem fékkst við stórsæja skoðun. Lokaorð Réttarlæknisfræðileg krufning er mikilvæg og umfangsmikil rannsókn. Auk nákvæmrar ytri og innri skoðunar geta margskonar hliðarrannsóknir auðveldað leitina að réttri niðurstöðu á dánarorsök og ­atvikum og eru möguleikar að aukast á því sviði. Þar sem fáir fá sjálfir reynslu af réttarlæknisfræði í hefðbundnu læknanámi hérlendis er vonast til að þessi grein kynni fólk fyrir og vekji áhuga á þessari einstöku sérgrein. Við vinnslu þessarar greinar var að mestu leyti stuðst við leiðbeiningar frá Evrópuráði í réttarlæknisfræði, Harmonization of the Performance of the Medico­Legal Autospy, Lundúnir 1994-1995. Tafla I. Andlát sem tilkynnt skulu lögreglu 1. Dauðsfall þar sem grunur er um refsivert athæfi, óháð tímalengd frá því að verknaður var framinn þar til viðkomandi lést og óháð því hvort áverki/áverkar eru bein dánarorsök eða samverkandi þáttur í dauða. 2. Dauðsfall þar sem grunur er um slys eða óviljaverk, hvort heldur dauðsfallið tengist áfengis­ eða vímuefnanotkun eða ekki, óháð tímalengd frá því atviki þar til viðkomandi lést og óháð því hvort áverki telst bein dánarorsök eða samverkandi þáttur dauða. 3. Dauðsfall þar sem grunur er um sjálfsvíg, óháð tímalengd frá því að atburðurinn gerðist og þar til viðkomandi lést. 4. Dauðsfall án sjúkdómsaðdraganda sem skýrir andlátið. 5. Dauðsfall á vinnustað. 6. Dauðsfall í fangelsi. 7. Dauðsfall sem tengist læknisaðgerð eða lyfjagjöf, óháð tímalengd frá því atviki. 8. Dauðsfall sem verður innan 24 klukkustunda frá innlögn á bráðamótttöku, hafi á þeim tíma ekki fengist fullnægjandi skýring á andlátinu, enda þótt ekkert ákvæði ofangreindra liða 1.­7. eigi við. 9. Fæðing andvana barns (fullar 22 vikur og vegur 500 g eða meira) þar sem saga er um áfengismisnotkun og/eða eiturlyfjaneyslu móður. 10. Fundið lík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.