Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 58

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 58
Fr óð le ik ur 58 Mynd 4 og 5). Taka skal eftir stærð og lögun kirtilsins. Eðlilegur kirtill þreifast yfirleitt 3,5 cm breiður, yfirborð er slétt viðkomu án hnúta og taka skal eftir gróf sem þreifast milli tveggja samhverfra hluta kirtilsins. Tilfinning fyrir eðlilegri stærð kemur yfirleitt með æfingu. Einkenni góðkynja stækkunar geta verið veruleg þó svo kirtillinn þreifist tilitölulega lítill enda er stækkunin oft mest umhverfis þvagrásina. Þreifanlegar fyriferðir geta stafað af kölkunum í kirtlinum eða góðkynja stækkun en alltaf skal hafa æxlisvöxt í huga þegar harðir óreglulegir hnútar þreifast. Ef æxlisvöxtur þreifast um endaþarm er hann að minnsta kosti á stigi T2 en áberandi óregla er yfirleitt af stigi T3, það er vaxinn út fyrir kirtilhýðið. Bólginn eða sýktur kirtill getur þreifast stækkaður, verulega aumur eða hálfmjúkur viðkomu (e. boggy). Ef grunur leikur á bráðri blöðruhálskirtilsbólgu skal fara varlega í að nudda kirtillinn mikið þar sem slíkt getur hrint af stað sýklasótt (e. sepsis). Sáðblöðrurnar geta þreifast ofarlega og hliðlægt við kirtilinn en finnast þó yfirleitt ekki nema um bólgu eða illkynja vöxt sé að ræða. Við alvarlega áverka á grindarholi getur þvagrás rofnað. Þegar það gerist færist blöðruhálskirtillinn upp á við og þreifast illa eða ofar en vanalega (e. high riding prostate). Slíkt merki er frábending fyrir þvagleggsísetningu og skal mynda þvagrásina fyrst (e. retrograde urethrogram) Ytri kynfæri karla Eistu og pungur Skoða skal eistu og pung bæði í standandi og liggjandi stöðu í hlýju herbergi. Taka skal eftir mismun á stærð eistna, fyrirferðum, roða, sárum og bólgu. Þreifa skal hvort eista fyrir sig og rúlla því milli þumalfingurs, vísifingurs og löngutangar beggja handa, sex punkta þreifing (sjá Mynd 6). Fara skal varlega því bólga eða snúningur á eista eru afar sár viðkomu. Harðir hnútar á yfirborði eistans þarf að kanna nánar með ómun þar sem um krabbamein gæti verið að ræða. Þess skal þó gæta að rugla ekki saman fyrirferðum og eistnalyppunni sem þreifast hliðlægt við efri pól eistans. Verkir við þreifingu í eistnalyppu geta bent til eistnalyppubólgu og með því að lyfta eistanu upp með sjúkling í standandi stöðu getur oft létt á verknum (teikn Phrens). Fyrirferðir í pung geta stafað af ýmsum orsökum. Pungæðahnútar (e. varicocele) þreifast líkt og litlir ormar (e. bag of worms), yfirleitt vinstra megin vegna krapps fráflæðis eistnabláæðarinnar í vinstri Mynd 5. Þreifing á blöðruhálskirtli um endaþarm Mynd 3. Viðurkenndar stellingar við endaþarmsþreifingu. Mynd 4. Klukkustefnur við endaþarmsþreifingu. EndaþarmurÞvagblaðra Blöðruhálskirtill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.