Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 39
R itr ýn t e fn i 39 Heimildaskrá 1. Ostapowicz G, Fontana RJ, Schiødt FV, et al. REsults of a prospective study of acute liver failure at 17 tertiary care centers in the united states. Annals of Internal Medicine. 2002;137(12):947­954. 2. Arnar DO, Jóhannesson AJ, Ólafsson S, Pálsson R. Handbók í Lyflæknisfræði. Vol 4. Reykjavík: Háskólaútgáfan; 2015. 3. Björnsson ES, Bergmann OM, Björnsson HK, Kvaran RB, Olafsson S. Incidence, Presentation, and Outcomes in Patients With Drug­Induced Liver Injury in the General Population of Iceland. Gastroenterology. 2013;144(7):1419­1425.e1413. 4. Wei G, Bergquist A, Broomé U, et al. Acute liver failure in Sweden: etiology and outcome. Journal of Internal Medicine. 2007;262(3):393­ 401. 5. AG BP. Xarelto® (rivaroxaban) Summary of Product Characteristics. 2013; http://www.ema.europa.eu/docs/en_GB/document_library/ EPAR_­_Product_Information/human/000944/WC500057108.pdf. Accessed 22 Jan 2018. 6. Russmann S, Niedrig DF, Budmiger M, et al. Rivaroxaban postmarketing risk of liver injury. Journal of Hepatology. 2014;61(2):293­300. 7. Liakoni E, Rätz Bravo AE, Terracciano L, Heim M, Krähenbühl S. Symptomatic hepatocellular liver injury with hyperbilirubinemia in two patients treated with rivaroxaban. JAMA Internal Medicine. 2014;174(10):1683­1686. 8. Baig M, Wool KJ, Halanych JH, Sarmad RA. Acute Liver Failure after Initiation of Rivaroxaban: A Case Report and Review of the Literature. North American Journal of Medical Sciences. 2015;7(9):407­ 410. tilfella undanfarin ár fer vaxandi samhliða útbreiddari notkun lyfsins og eru flest þeirra með sterkar vísbendingar um að rivaroxaban sé orsakavaldur lifrarskaðans, þó sum tilfellanna dragi varfærnislegri ályktanir.7­9 Rannsókn á tíðni lifrarskaða af völdum rivaroxaban á Íslandi er nýlega hafin. Sjálfsofnæmislifrarbólga er langvinnur bólgu­ s júkdómur í lifur sem stafar af óþekktum orsökum og hefur víðtæka birtingar mynd; allt frá því að vera nærri einkenna laus og yfir í bráðan sjúkdóm.10 Sjálfsofnæmis lifrarbólga er algengari í konum. Algengi sjálfsofnæmis­ lifrarbólgu er 0,85 tifelli á hverja 100.000 íbúa í Svíþjóð11 og 1,9 tifelli á hverja 100.000 í Noregi12 og í nýlegri íslenskri rannsókn var nýgengið 2,2 tilfelli á hverja 100.00013 sem er hæsta nýgengi sjúkdómsins sem hefur fundist. Greining sjálfsofnæmislifrarbólgu byggir á að útiloka aðrar orsakir lifrarbólgu; svo sem veiru lifrarbólgu, lifrarbólgu vegna lyfja og af völdum áfengis. Greiningin byggir fyrst og fremst á mælingu á sjálfsofnæmis­ mótefnum í blóði líkt og ANA, SMA og IgG.10 Til eru ákveðnar töflur og stigagjafir til að meta hve líkleg greiningin á sjálfsofnæmislifrarbólgu er. Í Töflu II sjást ný skilmerki fyrir sjálfsofnæmislifrarbólgu (e. new simplified criteria for autoimmune hepatitis).14 Tilurð sjálfsofnæmislifrarbólgu virðist eiga sér stað hjá erfðafræðilega næmum einstaklingum sem, við viss umhverfisáreiti, þróa með sér ofvirkni í ónæmiskerfinu sem ræðst á lifrina og veldur bólgu og frumudauða. Sjálfsofnæmislifrarbólga er nátengd vissum HLA undirgerðum, einkum HLA­DR3.15 Meðferð sjálfsofnæmislifrarbólgu byggist á ónæmisbælandi meðferð. Einkum hefur verið notast við sterameðferð eingöngu eða blöndu steralyfs og azathíópríns.16 Algengt er að einstaklingur fái aftur lifrarbólgu ef lyfja­ meðferð er stöðvuð eða í 20 – 100% tilfella. Þetta er þó háð framgangi sjúkdómsins og því hvort einstaklingurinn hafi þróað með sér skorpulifur.10 Um 80% einstaklinga ná bata (e. remission) með meðferð innan þriggja ára.17 Ekki er marktækur munur á 10 ára lifun einstaklinga með sjálfsofnæmislifrarbólgu miðað við heilbrigt þýði og er það óháð því hvort einstaklingarnir hafi þróað með sér skorpulifur.18 Bráður lifrarskaði af völdum lyfja getur síðan þróast í sjálfsofnæmislifrarbólgu (e. drug- induced autoimmune hepatitis). Þessu hefur verið lýst og samkvæmt rannsókn á eftirfylgni á alls 685 sjúklingum með lifrarskaða af völdum lyfja, þróaðist lyfjaorsökuð sjálfsofnæmis ­ lifrarbólga hjá 5 sjúklingum eða 0,7% þeirra.19 Þetta er gríðarlega aukin áhætta ef miðað er við venjulegt þýði eða yfir 30 þúsund föld áhættuaukning á þróun sjálfsofnæmis­ lifrarbólgu. Meðferð við lyfjaorsakaðri sjálfsofnæmislifrarbólgu eru sterar en ólíkt frumkominni sjálfsofnæmislifrarbólgu virðist sú lyfjaorsakaða ekki þurfa sterameðferð til lengri tíma, líkt og íslensk rannsókn sýndi fram á. Sjúklingum með lyfjaorsakaða sjálfsofnæmislifrarbólgu var fylgt eftir í 4 ár og sýndu þeir ekki ummerki um endurkomu lifrarbólgu eftir að sterameðferð var lokið.20 Fleiri rannsóknir hafa einnig sýnt fram á ávinning af því að reyna að minnka steragjöf hjá lyfjaorsakaðri sjálfsofnæmislifrarbólgu með það að markmiði að ljúka henni endanlega. Þetta er eins og áður segir ólíkt meðferð frumkominnar sjálfsofnæmislifrarbólgu sem er ævilöng.21 Samantekt og lokaorð 74 ára gömul kona kom inn vegna vaxandi slappleika, mæði og gulu. Eftir strangt greiningarferli þótti mjög líklegt að bráður lifrarskaði af völdum rivaroxaban væri orsökin. Þrátt fyrir neikvæð sjálfsofnæmis blóðpróf í upphafi legunnar, kom í ljós í eftirliti á göngu deild að lifrarpróf hækkuðu aftur og því voru tekin ný sjálfsofnæmis blóðpróf sem voru jákvæð. Þetta sjúkratilfelli snýst því um bráðan lifrarskaða af völdum lyfja sem þróast yfir í lyfjaorsakaða sjálfsofnæmislifrarbólgu í kjölfarið. Helsti lærdómurinn sem má draga af þessu tilfelli er að ætíð ber að varast að útiloka sjúkdóm þrátt fyrir neikvæðar rannsóknar­ niðurstöður. Þá getur próf verið falskt neikvætt, framkvæmd prófsins verið ann­ mörkum háð eða sjúkdómur haft ódæmigerða birtingarmynd. Önnur ástæða gæti verið að nýr sjúkdómur þróist í kjölfarið, líkt og hér, eða að sjúkdómurinn komi yfir í köstum og niðurstöður rannsókna takmarkist því við slík köst. Annar lærdómur sem má draga af þessu tilfelli er að greining eins sjúkdóms má ekki útiloka möguleikann á greiningu annars sjúk dóms, hvort sem sjúkdómarnir eru tengdir eður ei. Sé klínísk birtingarmynd eða rannsóknar­ niðurstöður sannfærandi fyrir samhliða sjúk­ dóm skyldi vinna sjúkling upp með tilliti til þessa. Í öllu falli er slík nálgun sjúklingum til heilla og er það ætíð meginmarkmiðið. Tilfelli birt með samþykki sjúklings og birting tilkynnt persónuvernd. Þakkir Við þökkum Jóni Gunnlaugi Jónassyni prófessor í meinafræði kærlega fyrir að útvega myndir af lifrarsýni sjúklingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.