Læknaneminn - 01.04.2018, Page 38

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 38
R itr ýn t e fn i 38 Fyrst um sinn náðist að minnka sterana niður í 5 mg á dag og var frekari lækkun niður í 2,5 mg ráðgerð. Endurvakning sjálfs ofnæmis­ lifrarbólgunnar olli því hins vegar að auka þurfti steraskammtinn aftur. Við síðustu komu var sjúklingur á 25 mg af prednisólóni ásamt 50 mg af 6­mercaptópúríni (6­MP) einu sinni á dag en það er sterasparandi lyf. Það er háð klínísku mati og útkomum lifrarprófa hvort það takist að ljúka sterameðferðinni endanlega. Möguleiki er á að hún geti í framtíðinni verið eingöngu á 6­mercaptópúríni. Fræðileg umræða Lifrarskaði af völdum lyfja (e. drug induced liver injury, DILI) er sjaldgæf orsök lifrar­ skaða en er mikilvægt að hafa í huga hjá fólki með bráðan lifrarskaða og eðlilegar myndgreiningarrannsóknir. Lifrarskaði af völdum lyfja er algengasta orsök fyrir bráðri lifrarbilun í Bandaríkjunum.1 Fjölmörg lyf geta valið slíkum skaða og oftast kemur það ekki í ljós fyrr en lyfin eru komin á almennan markað.2 Algengi bráðs lifrarskaða vegna lyfja á Íslandi var samkvæmt nýlegri rannsókn um 19 tilfelli á hverja 100.000 einstaklinga.3 Þó er mismunandi hvernig lyf geta valdið skaða. Í flestum tilfellum er lifrarskaðinn ófyrir­ sjánlegur (e. idiosyncratic) og ekki eins tengdur skammtastærðum lyfs. Algengustu lyfin í þess um flokki eru amoxicillín/klavúlansýra, díkló fenak, azathíóprín og infliximab.3 Ófyrir­ sjáanlegur lifrarskaði verður þegar einstak­ lingur er sérstaklega næmur fyrir lyfi, til dæmis á grunni erfðabreytileika og við vangetu til að bregðast við niðurbroti lyfs á frumustigi. Talið að samspil niðurbrotsefna lyfsins og ónæmiskerfisins gegni mikilvægu hlutverki í þessari tegund af lifrarskaða. Í sumum tilfellum verður fyrirsjáanlegur skaði sem er oftast skammtaháður. Dæmi um þetta er parasetamól en það er algengasta ástæða bráðrar lifrarbilunar bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð.1,4 Í ofannefndri íslenskri rannsókn voru eingöngu tilfelli með ófyrirsjánlegum lifrarskaða tekin með og tilfelli með lifrarskaða af völdum parasetamóls útilokuð. Rivaroxaban (Xarelto®) er faktor X hindri á blóðstorku kerfið og verkar þannig til blóð þynningar. Lifrarskaði af völdum rivaroxabans er sjaldgæf orsök lifrarskaða. Undirliggjandi lifrarsjúkdómur með sam­ hliða blóðstorku truflunum og blæðingar­ hættu er þó frábending fyrir lyfinu.5 Eftir að lyfið kom á markað hefur verið til­ kynnt að rivaroxaban sé líklegur orsakavaldur nokkurra tilfella af bráðum lifrarskaða.6 Fjöldi Tafla II. Einfölduð skilmerki fyrir greiningu sjálfsofnæmislifrarbólgu (e. simplified diagnostic criteria for autoimmune hepatitis)14. Breyta Gildi Stig ANA eða SMA ≥1:40 1 ANA eða SMA ≥1:80 eða LKM ≥1:40 2* eða SLA Jákvætt IgG >Efri viðmiðunarmörk 1 >1,10 sinnum efri viðmiðunarmörk 2 Innan viðmiðunarmarka Lifrarsýni (ummerki um lifarskaða á lifrarsýni er skilyrði) Samrýmist AIH 1 Dæmigert AIH 2 Engar veirur finnast sem geta orsakað veirulifrarbólgu Já 2 * Samanlagður stigafjöldi fyrir öll sjálfsmótefnin geta verið að hámarki 2 stig. ≥6: Líkleg AIH ANA = neikvæð kjarnamótefni (e. anti-nuclear antibody) SMA = neikvæð sléttvöðvamótefni (e. smooth mucle antibody, SMA), LKM = „anti-liver kidney microsomial“ mótefni, SLA = „anti-soluble liver antigen“, AIH = sjálfsofnæmislifrarbólga (e. autoimmune hepatitis), IgG = Immunoglóbúlín G. ≥7: Örugg AIH Mynd 4. Graf yfir hækkun lifrarprófanna aspartate amínótransferasa (ASAT) og alanín amínótransferasa (ALAT) yfir tímabilið. Rivaroxaban var stöðvað í upphafi legunnar og dabigatran var sett inn við útskrift. Rauð lína táknar styrk ASAT og græn lína styrk ALAT.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.