Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 10

Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 10
10 Á vö rp o g an ná la r 10 Bjargráður Ívar Elí Sveinsson formaður Bjargráðs 2017-2018 Liðið ár hefur verið mjög viðburðaríkt í okkar starfi og er Bjargráður sífellt að auka við starfsemi sína. Í upphafi haustannar fengum við þær gleðifregnir að Bjargráður hefði hlotið veglegan styrk frá Valitor til þess að færa okkur nær því markmiði að kenna endurlífgun við alla framhaldsskóla á Íslandi. Styrkurinn var afhentur við athöfn í höfuðstöðvum Valitor og færðum við þeim kærar þakkir fyrir. Í ár hefur Bjargráður haldið samtals 85 fyrirlestra í 17 skólum víðsvegar um landið. Þetta er aukning frá því í fyrra þegar að Bjargráður heimsótti 14 framhaldsskóla og stefnum við á að fjölga fyrirlestrum enn frekar. Í ár var fyrsta Bjargráðsvikan haldin í samstarfi við Læknadeild. Bjargráður hafði fram að þessu kennt fyrsta árs nemum í nokkrum lotum utan skólatíma á haustönninni til að undirbúa þau fyrir fræðslu vetrarins. Á vormánuðum 2017 stóð Bjargráður í viðræðum við Læknadeild um endurskipulagningu á skyndihjálparkennslu fyrsta ársins og þann möguleika að flétta starfsemi Bjargráðs inn í þá kennslu. Úr varð að Bjargráður tók að sér skipulagningu einnar viku við upphaf náms fyrsta ársins. Þessi vika er hugsuð til að veita nemendum traustan grunn í endurlífgun og fyrstu hjálp ásamt því að búa þau undir að fræða framaldsskólanema um undirstöðuatriði endurlífgunar. Vikan byrjaði á því að skyndihjálparnámskeið Rauða kross Íslands, sem hefur áður verið á vorönn fyrsta árs, var kennt á fyrstu tveim dög unum. Í framhaldi var frekari kennsla skipu lögð og kennd af Bjargráði ásamt sérfræði læknum. Meðal annars var fyrirlestur Bjargráðs kenndur, Hjalti Már Björnsson bráða læknir hélt erindi og farin var hópferð í Neyðar­ línuna í Skógarhlíð. Ánægjulegt var að sjá góða mætingu fyrsta ársins í kennsluna og við vonum að þau hafi haft gagn og gaman af. Endurlífgunardúkkur Bjargráðs hafa einnig öðlast nýtt hlutverk og aukna frægð á árinu þegar þær komu við sögu í sérlega vel heppnuðum árshátíðarmyndböndum læknanema. Félagið bauð preklínískum nemum í vísinda­ ferð í flugskýli Landhelgisgæslunnar síðast­ liðið haust ásamt því að Viðar Magnússon flutti feiknarlega skemmtilegt erindi um endurlífgun fyrir læknanema í framhaldinu. Starfsári Bjargráðs lauk þann 27. apríl þar sem fyrsta árs nemum var boðið upp á veigar og duglegir fyrirlesarar leystir út með gjöfum fyrir óeigingjarnt starf. Á næsta starfsári Bjargráðs bíða okkar mörg verkefni. Þar á meðal er að þróa áfram Bjargráðsvikuna og sjá hvað má bæta og breyta til að hún nýtist fyrsta árinu sem best. Áfram verður lagt kapp á að heimsækja sem flesta skóla og á endanum ná því markmiði okkar að allir framhaldsskólanemar á Íslandi hljóti fræðslu um endurlífgun. Viðar Magnússon svæfinga- og gjörgæslulæknir heldur erindi fyrir læknanema í vísindaferð á vegum Bjargráðs. Lýðheilsufélag læknanema Hekla Sigurðardóttir formaður Lýðheilsufélags læknanema 2017-2018 Starfsárið 2017­2018 var viðburðaríkt hjá Lýðheilsufélagi læknanema. Lýðheilsufélagið hélt áfram að styrkja alþjóðleg tengsl og samstarf með auknum krafti. Tveir fulltrúar frá félaginu fóru á ráðstefnu FINO (Federation of International Nordic Students’ Associations) í Malmö, Svíþjóð, í nóvember og fræddust um þær áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir vegna fólksflutninga. Einnig fór fulltrúi frá Lýðheilsufélaginu á marsfund (e. March meeting) IFMSA (International Federation of Medical Students’ Associations) í Egyptalandi. Bangsaspítalinn var að vanda haldinn í ár en nú með breyttu sniði. Var hann haldinn einn dag á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgar­ svæðinu í einu. Breytingarnar þóttu afar vel heppnaðar og gáfu bangsalæknum og börnum meiri tíma til að sinna þeim böngsum sem þurftu aðstoð. Stefnir félagið því á að halda þessu fyrirkomulagi áfram. Bangsa læknar létu sig heldur ekki vanta á Fjölskyldudag Stúdenta ráðs Háskóla Íslands þann 10. febrúar. Þann 15. mars stóð félagið svo fyrir kynningar­ kvöldi þar sem læknar sem hafa starfað við fjölbreytt og krefjandi verkefni erlendis sögðu frá sinni reynslu. Félagið sendi nýverið bréf til Landspítala þar sem hvatt var til bættrar aðstöðu til flokkunar í matsölum spítalans. Voru viðbrögðin góð og tilraunaverkefni til flokkunar á plasti og pappír er komið af stað, bæði á Hringbraut og í Fossvogi. Lýðheilsufélag læknanema þakkar fyrir gott og skemmtilegt starfsár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.