Víðförli - 01.12.1952, Side 8

Víðförli - 01.12.1952, Side 8
ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON, cand. theol.: Fornleifafræði og biblíurannsóknir Fornleifafræðin verður að teljast ný vísindagrein. Enda þótt menn hafi grafið í jörðu sér til fróðleiks öldum saman, er það ekki fyrr en á síðustu áratugum, að hún hefur veitt mönnum þau kynstur fróðleiks um liðna tíma og háttu manna fyrr á öldum, sem nútíma vísindaaðferðir hafa getið af sér. Fornleifafræðin er einnig í hugum manna oftast tengd greftri í jörðu, þegar grafið er eftir rústum borga og mannvirkja og leitað að leifum horfinna menningartímabila. En hún nær einnig yfir annað svið: handrita- rannsóknir. Það er og rétt, að „handrit“ finnast stundum, þegar grafið er í rústir, en tíðara mun það, að „handritin“ séu leirflögur eða steinar, sem letrað er á. Einn hinn merkasti fundur síðari ára þessarar tegundar, var suður á Sýrlandi, er franskir fornleifa- fræðingar fundu heilt „bókasafn“ áletrana frá því um 1200— 1400 f. Kr. Þetta gerðist kringum árið 1929 í Ugarit á Sýrlandi og bylti um þekkingu manna á kanverskum trúarbrögðum og þar með þekkingu vorri á þeim þætti hebreskra trúarbragða, sem snýr að kanverskum trúaráhrifum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að spámenn ísraels börðust ákaft gegn þessum heiðnu áhrifum og veitti stundum betur og stundum verr. Þessi fundur var því hinn þýðingarmesti. Allt frá því að þetta gerðist og fram til þessa dags vinna sér- fræðingar úr því efni, sem þeim berst upp í hendurnar frá Ugarit eða Ras Schamra, eins og staðurinn er stundum nefridur. Menn

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.