Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 18
80
VÍÐFÖRLI
Krists, sem lýkur með því, að upprisa hans og drottindómur op-
inberast endanlega og algerlega, svo að sérhver tunga verSur að
taka undir játningu kirkjunnar: Kyrios Jesous Kristos, Jesús
Kristur er Drottinn, Guði föður til dýrðar (Fil. 2,11).
Skírn kirkjunnar er inntaka inn í þennan veruleik, dyrnar inn í
þennan nýja heim, eða vígsla undir þennan konung og þar með
köllun til þess að lifa nýju lífi, lífi hins nýja heims Drottins Jesú,
lifa í hans ríki og undir hans valdi og þjóna honum.
Hlutverk kirkjunnar er að kunngjöra heiminum, að hann til-
heyri þeim konungi, sem hefur fórnað guðlegri tign sinni og
áunnið hana að nýju með því að ganga sjálfviljuglega í dauðann
heiminum til lífs. Hann hefur helgað sér hvert syndugt manns-
hjarta með dauða sínum á krossi. Hann er hér með oss í ósýni-
legum dýrðardómi, til þess að leiða marga syni til dýröar (Hebr.
2,10). Þannig ber honum að ríkja uns öll mótstaða er fallin að
fótskör hans (Post. 2,35, 1. Kor. 15,25). Kirkjan er þeir, sem
þegar nú og jafnframt í stað allra þeirra, sem enn ganga þess
duldir eða dyljast þess, hver þeirra raunverulegi konungur er,
játa hann sem Drottinn sinn og lúta honum.
III.
Þessi grundvallaratriði, sem hér hefur verið bent á, eru undir-
staða skírnarinnar. Skilningurinn á henni og túlkun hennar verð-
ur að ganga út frá hjálpræðinu, sem Kristur hefur til vegar
komið, þeim aldahvörfum, sem hann hefur valdið og eru, sakir
lifandi návistar hans í kirkju sinni, veruleiki, sem ætlað er að
grípa inn í líf hins einstaka manns þannig, að hann verði ný sköp-
un, (2. Kor. 5,17) barn Guðsrikis.
1 skírnarboðinu (Mt. 28,18) talar Jesús um þjóðirnar, þ.e.
allar heiðnar þjóðir. Hingað til hafði útvalningin, hjálpræðissag-
an, verið einskorðuð við eina þjóð. Nú var þeirri útvalningu, þeirri
sögu lokið. Það hafði Jesús áréttað á skírdagskvöld: I hans blóÖi
(þ.e. meö dauða hans) er nýr sáttmáli stofnsettur, vígður og
staðfestur, hann deyr til lausnar, syndafyrirgefningar fyrir mann-