Víðförli - 01.12.1952, Page 23
HEILÖG SKÍRN
85
miskunn, sem lét Guðs son ganga í dauðann fyrir oss og einnig
opinberast í hinni einföldu athöfn.
Vatnið í skírnarsánum — það skiptir næsta litlu máli, hvort
það er mikið eða lítið og hvort skírnþeginn er laugaður meira
eða minna í því, hvort það er t. d. látið drjúpa á höfuð hans eða
hann stígur ofan í það allur. Slík ytri atriði, sem sumir telja
svo mikils varðandi, verða lítilvæg, ef haft er í huga, hvað þetta
vatn táknar. Það táknar Jesú blóð. (sbr. 1 Jh. 5, 6). Hallgrímur
segir réttilega:
Skoðaðu, hvernig skírnin hreina
skiljast nú með réttu á,
að vísu jafnan vatnið eina
vor líkamleg augu sjá,
en trúarsjónin, svo skal greina,
sonar Guðs blóð þar lítur hjá1).
Sá Drottinn, sem tekur mig að sér í heilagri skírn, er fyrir mig
dáinn á krossi. Það er hans eignarréttur á mér. Vatnið í skírnar-
sánum er ekki annað en panturinn, sem auglýsir, hvað hann hefur
á sig lagt mín vegna. Skírnarvatnið er sýnileg og áþreifanleg
undirstrikun þess, að Drottinn minn gaf líf sitt, til þess að eignast
mitt. Nokkrir dropar skírnarvatns á höfuð mér — og það löngu
fyrir minni mitt — er mér nóg, þegar ég veit, að þeir eru ímynd
þess lífs, sem blæddi út mín vegna og mér til sáluhjálpar löngu
fyrir mína daga. Er mér þetta heilaga tákn nokkuð dýrmætara,
þótt ég hafi það fyrir augum í lítratali eða í heilli sundlaug? Ég
get ekki fundið það.
Um leið og vatnið drýpur á höfuð mér, er hið heilaga nafn
yfir mér nefnt (Jak. 2,7).2)
Ég hlaut mitt nafn um leið. Það er ekki nauðsynlegt atriði
skírnarathafnarinnar, en þó má sjá djúpa merkingu í því. Ég kalla
á þig með nafni, þú er minn, segir Drottinn (Jes. 43,1). Eilíft
1) Sbr. ummæli hans í eftirmælunum eftir Árna lögmann Oddsson:
Laugaður lambsins blóði / laug helgrar skírnar í.
2) Sjá Víðförla, 1. hefti 5. árg. bls. 5.