Víðförli - 01.12.1952, Síða 23

Víðförli - 01.12.1952, Síða 23
HEILÖG SKÍRN 85 miskunn, sem lét Guðs son ganga í dauðann fyrir oss og einnig opinberast í hinni einföldu athöfn. Vatnið í skírnarsánum — það skiptir næsta litlu máli, hvort það er mikið eða lítið og hvort skírnþeginn er laugaður meira eða minna í því, hvort það er t. d. látið drjúpa á höfuð hans eða hann stígur ofan í það allur. Slík ytri atriði, sem sumir telja svo mikils varðandi, verða lítilvæg, ef haft er í huga, hvað þetta vatn táknar. Það táknar Jesú blóð. (sbr. 1 Jh. 5, 6). Hallgrímur segir réttilega: Skoðaðu, hvernig skírnin hreina skiljast nú með réttu á, að vísu jafnan vatnið eina vor líkamleg augu sjá, en trúarsjónin, svo skal greina, sonar Guðs blóð þar lítur hjá1). Sá Drottinn, sem tekur mig að sér í heilagri skírn, er fyrir mig dáinn á krossi. Það er hans eignarréttur á mér. Vatnið í skírnar- sánum er ekki annað en panturinn, sem auglýsir, hvað hann hefur á sig lagt mín vegna. Skírnarvatnið er sýnileg og áþreifanleg undirstrikun þess, að Drottinn minn gaf líf sitt, til þess að eignast mitt. Nokkrir dropar skírnarvatns á höfuð mér — og það löngu fyrir minni mitt — er mér nóg, þegar ég veit, að þeir eru ímynd þess lífs, sem blæddi út mín vegna og mér til sáluhjálpar löngu fyrir mína daga. Er mér þetta heilaga tákn nokkuð dýrmætara, þótt ég hafi það fyrir augum í lítratali eða í heilli sundlaug? Ég get ekki fundið það. Um leið og vatnið drýpur á höfuð mér, er hið heilaga nafn yfir mér nefnt (Jak. 2,7).2) Ég hlaut mitt nafn um leið. Það er ekki nauðsynlegt atriði skírnarathafnarinnar, en þó má sjá djúpa merkingu í því. Ég kalla á þig með nafni, þú er minn, segir Drottinn (Jes. 43,1). Eilíft 1) Sbr. ummæli hans í eftirmælunum eftir Árna lögmann Oddsson: Laugaður lambsins blóði / laug helgrar skírnar í. 2) Sjá Víðförla, 1. hefti 5. árg. bls. 5.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.