Víðförli - 01.12.1952, Page 31
ÖRLÖG ÍSRAELS FRÁ KRISTNU SJÓNARMIÐI
93
tilgangi að koma kristninni í skilning um að með höfuðatburði
þessum hefði rætzt spádómur Drottins, svohljóðandi: „Jerúsalem
mun verða fótumtroðin af heiðingjum, þangað til tímar heiðingj-
anna eru liðnir.“ (Lúk. 21,24). í yfirlýsingu frá fundunum segir
að allt til þessa hafi Jerúsalem verið í höndum heiðingja. Tímar
heiðingjanna séu liðnir og endurkoma Krists fyrir höndum.
—- Það var raunar ekki allskostar rétt að Jerúsalem hefði ekki
áður lotið stjórn kristinna manna. Það var heldur ekki tekið með
í þessari skýringu spádómsins, að þótt tímár heiðingjanna kynnu
að vera liðnir í Jerúsalem, var ekki þar með sagt, að þeim væru
það á kristniboðsakrinum. En í spádómum Krists segir að það muni
verða eitt af höfuðtáknum endurkomu hans að: „Fagnaðarboð-
skapurinn um ríkið mun prédikaður verða um alla heimsbyggðina,
til vitnisburðar öllum þjóðum. Og þá mun endirinn koma.“ (Matt.
24,14).
Þrjátíu árum síðar en ofangreindir atburðir gerðust, eða nánar
tiltekið 14. maí 1948, bárust enn fréttir frá Palestinu, er vöktu
alheimsathygli og komu mjög á óvart flestum öðrum en þeim, er
skyn bera á spádóma Biblíunnar. Þær fréttir hafa verið fluttar
íslendingum skilmerkilegast í hinni ágætu bók Björns Þórðarson-
ar, dr. juris., „Gy&ingar koma heim.“
3.
Gyðingar eru, frá kristnu sjónarmiði, í algerri sérstöðu meðal
allra þjóða heims. „Þeim heyrir til sonarkosningin og dýrðin og
sáttmálarnir og löggjöfin og helgihaldið og fyrirheitin. Þeim heyra
til feðurnir og af þeim er Kristur kominn að líkamanum til, hann
sem er yfir öllu, Guð blessaður um aldir,“ segir Páll postuli.
-— Æðstri köllun fylgir ekki einungis mestur vegsauki heldur
og mest ábyrgð. Gyðingar brugðust köllun sinni og höfnuðu
Kristi. „Hans eigin menn tóku ekki við honum.“ Því hlaut og að
koma fram það, sem Móses varaði þá upphaflega við, ef þeir
reyndust ótrúir: „Þá munuð þér verða reknir burt úr því landi,
er þér haldið nú inn í, til þess að taka það til eignar. Og Drottinn