Víðförli - 01.12.1952, Page 34

Víðförli - 01.12.1952, Page 34
96 VlÐFÖRLI öðrum löndum, þótt góð og girnileg væru. Heimþrá var þeim í blóð borin og orð hinnar helgu bókar blésu að henni: „Ef ég gleymi þér, Jerúsalem, þá visni mín hægri hönd. Tunga mín loði mér við góm, ef ég eigi man til þín, ef Jerúsalem er eigi allra bezta yndið mitt.“ Þegar Gyðingar héldu páska var kveðjuávarp þeirra ávalt hið sama, hvar í veröld sem þeir voru staddir: „Að ári í Jerúsalem!“ Loks hafa ofsóknir og þrengingar hrundið þeim af stað svo að segja úr hverju því landi, sem þeir hafa verið búsettir í. Milljónir æskumanna þeirra voru á vígvöllum beggja heimsstyrjalda. Naz- istar stofnuðu til ægilegustu Gyðingaofsókna, — hvar sem þeir máttu því við koma. Þahnig urðu ytri aðstæður til þess að efla Zionismann og sérhverja hreyfingu í þá átt að sameina alla Guð- inga að því mikla megintakmarki að endurheimta land feðranna og endurreisa Ísraelsríki. / 5. Samtímis því að undirbúin var og síðan framkvæmd þjóðleg endurreisn, hafa andleg viðhorf Gyðinga breytzt. Er það einnig í fullu samræmi við það, er fornir spádómar boða. Sakarja spámað- ur, er var uppi á tímabilinu næst eftir nauðungardvölina í Babylon, segir til dæmis á einum stað: „Yfir Davíðs hús og yfir Jerúsalems húa úthelli ég líknar og bænaranda, og þeir munu líta til hans, sem þeir lögðu í gegn, og harma hann eins og menn harma lát einkasonar, og syrgja hann eins og menn syrgja frumgetinn son.“ (Sak. 12,10). — Eins og það varð Gyðingum til falls að þeir höfnuðu Kristi mun og afturhvarf til hans verða þeim til andlegr- ar endurreisnar. Það kann að eiga langt í land að ofangreindur spádómur ræt- ist, en það getur orðið með skjótri svipan, ekki síður en hin þjóð- lega endurreisn.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.