Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 35

Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 35
ÖRLÖG ÍSRAELS FRÁ KRISTNU SJÓNARMIÐI 97 Til skamms tíma gátu ekki rétttrúaðir Gyðingar minnst svo Jesú Krists, að þeir ekki létu í ljósi hatur og fyrirlitningu. Kunnugir segja að á því hafi orðið stórkostleg breyting. Nú sé Kristur yfir- leitt talinn meðal fremstu mikilmenna sögunnar og jafnvel mestur allra er lifað hafa, þó að enn sé hann ekki viðurkenndur sem Mess- ías. Hefur margt orðið til að valda þeirri breytingu. Kristnir menn hafa ekki gleymt með öllu skyldum sínum við Gyðinga. Var Hilda Andersson góður fulltrúi þeirra og hins kristna sjónarmiðs. Kristniboð hefur verið rekið meðal Gyðinga í mörgum löndum og á sér langa sögu. Árið 1806 reið trúaður enskur jarðeigandi um fagran trjágarð í Devonshire á Englandi. Vinur hans, sem var með honum, sagði honum að eigandi garðsins hefði sett þau einkennilegu á- kvæði í erfðaskrá sína, að ekki mætti höggva eikartrén í garðin- um fyrr en Gyðingar hefðu horfið heim aftur til Landsins helga. 1*6113 atvik varð til þess að hann helgaði sig trúboði meðal Gyðinga og varði til þess eignum sínum. Ári síðar var stofnað í Englandi félag er vinna skyldi að „útbreiðslu kristindóms meðal Gyðinga.“ Kom félagið fljótlega á fót kristniboðsstöðvum í Gyðingahverfum ýmissa stórborga á Englandi og meginlandinu, og er nú elzt og öflugast þeirra félaga, er vinna að trúboði meðal Gyðinga. Amerískur félagsskapur sendi fyrstu kristniboðana til Palestinu árið 1819. Full hundrað ár eru liðin síðan stofnað var í Noregi ísraels-trúboðsfélagið, sem enn starfar. í Svíþjóð eru tvö slík fé- lög en eitt í Danmörku. Norðurlandafélögin hafa sent kristni- boða til Palestinu og víðar þangað, sem Gyðingar eru búsettir. Jerú- salemsfélagið svo nefnda í Berlín sendi fyrstu kristniboða sína til Palestinu 1852, eða fyrir réttum 100 árum. Kristniboðar í Palestinu hafa flest allir starfað jöfnum hönd- Um meðal Gyðinga og Araba. Börn og unglingar Gyðinga og Ar- aba hafa setið hlið við hlið í skólum þeirra, og fólk af báðum þjóðflokkum notið góðs af sjúkrahúsum þeirra og öðrum stofn- unum. Of langt mál yrði að skýra nánar frá því hér, hvern árangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.