Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 38
SIGURBJÖRN EINARSSON:
Albert Schweitzer
Erindi flutt í útvarp 10. apríl 1952.
I.
Albert Schweitzer hefur lagt talsvert af mörkum til fjögurra
fræðigreina, heimspeki, læknisfræði, tónlistarsögu og guðfræði.
En mest liggur eftir hann á sviði guðfræðinnar og þar hefur hann
unnið sér mestan orðstír sem fræðimaður. Hann er ofan á þetta
fernt víðfrægasti kristniboði og einn fremsti orgelleikari nútímans.
Hér verður nokkuð sagt frá prestinum og guðfræðingnum Al-
bert Schweitzer.
Hann er prestssonur og innritast 18 ára gamall í guðfræði-
deild háskólans í Strassborg. Strassborg er fornfrægur háskóla-
bær, þar snertist frönsk og þýzk hámenning, þvzka og franska eru
talaðar jöfnum höndum og bæði málin tileinkaði Schweitzer sér
í uppvextinum, þótt þýzkan yrði honum tamari og það mál, sem
hann hefur aðallega ritað. Guðfræðin stóð um þessar mundir með
miklum blóma við Strassborgarháskóla, kennararnir voru flestir
ungir menn og vaxandi. Mest kvað að Heinrich Julius Holtzmann,
en sérgrein hans var samstofna guðspjöllin, þ. e. 3 fyrstu guð-
spjöllin í Nt. Auk guðfræöinnar stundaði Schweitzer heimspeki og
naut þar handleiðslu mjög kunnra manna. Þegar fyrsta áfanga guð-
fræðinámsins var náð, las hann heimspeki eingöngu um eins
árs skeið í París og Berlín. Sérgrein hans var trúarheimspeki Kants
og samdi hann ritgerð um það efni, sem hlaut mikið lof og aflaði
honum fyrstu doktorsgráðunnar. Lærifaðir hans í þessari grem
lagði fast að honum að gerast nú kennari í heimspeki við háskól-
ann, en lét hann jafnframt á sér skilja, að það myndi ekki þykja
vel viðeigandi, að maður í slíkri stöðu kæmi fram sem prédikari.