Víðförli - 01.12.1952, Page 46
108
VÍÐFÖRLI
ara síns, sjá hann sjálfan upprisinn, eru þeir vissir um, að hann
sé upphafinn til Guðs hægri handar og muni þaðan koma til þess
að grundvalla ríki sitt.
IV.
Þannig gerir Schweitzer í stuttu máli grein fyrir niðurstöðunum
af rannsóknum sínum á ævi og persónu Jesú. Það má draga ýmsar
ájyktanir af þessum niðurstöðum og það væri önnur saga að
rekja það, hvað guðfræðinni hefur orðið úr þeim ábendingum, sem
felast í þessari túlkun. Afrek Schweitzers á sviði guðfræðinnar er
það, að hann opnar leið út úr blindgötu, sem segja má, að Nýja
testamentis fræðin væru komin í kringum aldamótin. Þeir, sem
þannig ljúka upp nýjum leiðum í vísindum eru að jafnaði þeir
menn, sem ekki taka umsvifalaust gildar þær forsendur, sem san:
tíðin telur sjálfsagðar og lærimeistarar og átrúnaðargoð bvggja
kenningar sínar á. Sú guðfræði, sem ríkjandi var á námsárum
Schweitzers gekk út frá því og vildi sýna fram á það, að Jesús
hefði kennt það eitt og aðhyllzt það eitt í sambandi við sína eigin
persónu, sem þótti nokkurnveginn frambærilegt við menntaða
Evrópumenn þeirrar tíðar. Á þessu -—- meira og minna ómeðvit-
aða — trúvarnarsjónarmiði byggðist túlkun hinnar s.n. frjálslyndu
guðfræði á kjarna kristindómsins, mat hennar á Nýja testament-
inu í heild sinni og á kenningamyndun kirkjunnar. Schweitzer
virtist þetta óleyfileg fræðileg afstaða og niðurstöðurnar án nokk-
urra róta í hinum sögulega veruleik. Hann dylst þess enganveg-
inn, að sér hafi verið það mikill sársauki í svipinn að rífa niður
lífsverk sumra þeirra manna, sem hann mat og dáði mest. ,„Kenn-
ingar mínar“ segir hann, „voru fyrst og fremst reiðarslag fyrir
frjálslynda mótmælendur", fyrir þá guðfræðistefnu, sem hann ann-
ars stóð svo nærri og hafði lært mest af. En hvað megnum vér
gegn sannleikanum? bætir hann við. Engar kenningar geta þrifist
til lengdar á sögulegum blekkingum. Sannleikanum erum vér
skyldir að fylgja, hvert sem hann vísar leið.
Á hinn bóginn er auðsætt, að hið róttæka raunsæi Schweitzers
og túlkun hans á sjálfsvitund og köllunarmeðvitund Krists er